Subway Körfuboltakvöld: „Í þessum leik var hann töffarinn sem þeir gátu leitað til“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. febrúar 2023 22:46 Kjartan Atli, Örvar Þór og Hermann fóru yfir síðustu umferð í Subway-deildinni. Vísir Í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið fóru þeir Kjartan Atli Kjartansson, Örvar Þór Kristjánsson og Hermann Hauksson vel yfir mikilvægan sigur ÍR á Grindavík. ÍR og Grindavík mættust í Skógarselinu á föstudagskvöldið. Leikurinn var æsispennandi en að lokum voru það ÍR-ingar sem tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur með sigurkörfu þegar örfáar sekúndur voru eftir. ÍR er enn í fallsæti, tveimur stigum á eftir Hetti og Þór Þorlákshöfn. Þeir Kjartan Atli, Örvar Þór og Hermann fóru vel yfir leikinn. „Ég er ósammála þeim sem sögðu að þetta væri ekki „do or die“. Hefði ÍR tapað þá hefði þetta getað verið búið, þeir urðu að vinna. Þeir voru á heimavelli á móti Grindavík og þeir náðu í þennan sigur enda sást hvað þetta skipti þá miklu máli, það var eins og þeir hefðu unnið titil,“ sagði Örvar um sigurinn mikilvæga. Hann bar síðan framistöðu ÍR-inga saman við frammistöðu KR í tapinu gegn Þór Þorlákshöfn á fimmtudag. „Í svona stöðu á botninum þá verður þú að finna þennan anda og þennan kraft. Akkúrat það sem vantaði hjá KR í gær það var ÍR með í dag. Þeir voru tilbúnir, börðust og lögðu allt í þetta.“ Luciano Massarelli átti frábæran leik fyrir ÍR á föstudag og þeir félagar fögnuðu því að hann væri farinn að sýna það sem hann getur. „Loksins var Argentínumaðurinn hjá ÍR að sýna af hverju þeir voru að fá hann, þetta var besti leikurinn hans, Hann er bara búinn að vera lélegur hjá ÍR og maður er búinn að búast við miklu meira af honum.“ sagði Örvar. „Þarna í kvöld fannst mér við loksins sjá þann leikmann sem við sáum hjá Þór. Þetta gefur ÍR-liðinu svo mikið, þeir fengu hann til að vera töffari og hann var akkúrat í þessum leik töffarinn sem þeir gátu leitað til,“ bætti Övar við. Klippa: Subway körfuboltakvöld: Mikilvægur sigur ÍR Einnig ræddu þeir félagar frammistöðu Hákons Arnar Hjálmarssonar og vel uppsett leikkerfi þjálfarans Ísaks Wiium. Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Örvars og Hermanns má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Körfuboltakvöld ÍR UMF Grindavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
ÍR og Grindavík mættust í Skógarselinu á föstudagskvöldið. Leikurinn var æsispennandi en að lokum voru það ÍR-ingar sem tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur með sigurkörfu þegar örfáar sekúndur voru eftir. ÍR er enn í fallsæti, tveimur stigum á eftir Hetti og Þór Þorlákshöfn. Þeir Kjartan Atli, Örvar Þór og Hermann fóru vel yfir leikinn. „Ég er ósammála þeim sem sögðu að þetta væri ekki „do or die“. Hefði ÍR tapað þá hefði þetta getað verið búið, þeir urðu að vinna. Þeir voru á heimavelli á móti Grindavík og þeir náðu í þennan sigur enda sást hvað þetta skipti þá miklu máli, það var eins og þeir hefðu unnið titil,“ sagði Örvar um sigurinn mikilvæga. Hann bar síðan framistöðu ÍR-inga saman við frammistöðu KR í tapinu gegn Þór Þorlákshöfn á fimmtudag. „Í svona stöðu á botninum þá verður þú að finna þennan anda og þennan kraft. Akkúrat það sem vantaði hjá KR í gær það var ÍR með í dag. Þeir voru tilbúnir, börðust og lögðu allt í þetta.“ Luciano Massarelli átti frábæran leik fyrir ÍR á föstudag og þeir félagar fögnuðu því að hann væri farinn að sýna það sem hann getur. „Loksins var Argentínumaðurinn hjá ÍR að sýna af hverju þeir voru að fá hann, þetta var besti leikurinn hans, Hann er bara búinn að vera lélegur hjá ÍR og maður er búinn að búast við miklu meira af honum.“ sagði Örvar. „Þarna í kvöld fannst mér við loksins sjá þann leikmann sem við sáum hjá Þór. Þetta gefur ÍR-liðinu svo mikið, þeir fengu hann til að vera töffari og hann var akkúrat í þessum leik töffarinn sem þeir gátu leitað til,“ bætti Övar við. Klippa: Subway körfuboltakvöld: Mikilvægur sigur ÍR Einnig ræddu þeir félagar frammistöðu Hákons Arnar Hjálmarssonar og vel uppsett leikkerfi þjálfarans Ísaks Wiium. Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Örvars og Hermanns má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld ÍR UMF Grindavík Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira