Aðalhagfræðingur Arion: Seðlabankastjóri tapaði miklum trúverðugleika
 
            Aðalhagfræðingur Arion banka segir að Peningastefnunefnd Seðlabankans – og ekki síst formaður hennar, seðlabankastjóri – hafi tapað miklum trúverðugleika „eftir síðustu fundi, boltasendingar og væntingastjórnun.“ Trúverðugleiki sé eitt það mikilvægasta sem Seðlabankinn hafi í baráttunni gegn verðbólgu og verðbólguvæntingum. Því miður hafi honum verið „sólundað að undanförnu.“ Að mati aðalhagfræðingsins hafi stýrivaxtahækkun gærdagsins verið of mikil og tónn Seðlabankans of harður.
 
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                        