Meðvirkni fjölmiðla Páll Steingrímsson skrifar 9. febrúar 2023 15:01 Ég hef áður haft á orði að meðvirkni innan fjölmiðlastéttarinnar sé vandamál, en það er nú eitt af því sem stéttin var gagnrýnd fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis á sínum tíma. Síðustu daga hefur meðvirknin hins vegar náð hæstu hæðum og nærtækt er að bera saman nokkrar fréttir af vistaskiptum. Í júní 2021 birti Stundin frétt, og fylgdu aðrir fjölmiðlar í kjölfarið, um að fyrrum starfsmaður Samherja hefði verið ráðin til félags í opinberri eigu. Voru fyrirsvarsmenn þess fyrirtækis hundeltir og þráspurðir af hverju þeir væru að ráða aðila hvers nafn Stundin birti í tengslum við Namibíumálið. Því skal haldið til haga að umræddur aðili var hvorki sakborningur né vitni í því máli. Ekki á Íslandi og ekki í Namibíu. Það breytir því ekki að allt var gert til að reyna að hafa af henni starfið. Þann 7. febrúar síðastliðinn birtu svo fjölmiðlar fregnir af því að Þóra Arnórsdóttir hefði látið af störfum hjá Ríkisútvarpinu og ráðið sig sem yfirmann samskipta hjá Landsvirkjun. Þóra þurfti ekki að vinna uppsagnarfrest en það sem vakti athygli mína er að fjölmiðlar sáu ekki ástæðu til að minna á að hún væri með stöðu sakbornings í máli sem m.a. varðaði stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Sakborningsstaða hennar stafar einnig af öðrum ástæðum enda eru brotaþolar fleiri en einn og hefur hinn brotaþolinn ekkert með stafræna kynferðisbrotið að gera. Ekki nóg með það, heldur liggja fyrir gögn sem sýna ítrekuð samskipti hennar við fárveikan einstakling og hvatningu til að láta sig fá gögn og upplýsingar. Þóra hefur aldrei verið látin svara fyrir þetta og hafa yfirmenn Landsvirkjunar ekki þurft að réttlæta ráðninguna eins og átti við um fyrrum starfsmann Samherja. Og aldrei hefur það hvarlað að Þóru að stíga til hliðar, heldur hefur hún kennt öllum öðrum um, Samherja eða lögreglunni, jafnvel þó hún segi málið ekki tengjast Samherja neitt. Í dag, 9. febrúar, birtu vinir Þóru á Heimildinni (áður Stundinni) svo frétt um að Logi Bergmann hefði verið ráðinn til tiltekinna verka hjá SFS. Var rækilega minnst á að hann hefði verið ásakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. Logi hefur aldrei verið kærður né haft stöðu sakbornings vegna þeirra ásakana. Ekki var þess heldur getið í fréttinni að vitni í málinu hafði stigið fram opinberlega og sagt ásakanir á hendur Loga rangar. Logi var hins vegar maður að meiru og þegar þessar ásakanir voru í hámæli steig hann til hliðar. Hans auðmýkt og vitni sem segir ásakanirnar rangar dugar sumum ekki og á nú að halda áfram að kæla hann en farið silkihönskum um sakborningana í símamálinu og þeir aldrei nefndir sakborningar heldur aðeins að þeir séu „til rannsóknar“. Ég man ekki til þess að þetta orðalag sé notað um þá sem tengjast Samherja. Það eru allir hengdir og brenndir án dóms og laga. Kannski formaður Blaðamannafélagsins ætti að velta vinnubrögðum blaðamanna fyrir sér í stað þess að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sneiða hjá því að ræða við þessa stétt. Blaðamannafélag Íslands er svo óskeikult, með sakborning sem varaformann, að þau sögðu sig úr alþjóðlegum samtökum blaðamanna því þar innanborðs ku vera „alvöru“ glæpamenn. Ef íslenskir fjölmiðlar vilja taka sig trúverðuga, hérlendis sem á erlendri grundu, þá eru þessi valkvæðu vinnubrögð ekki boðleg. Þeir ættu að líta sér nær. Þið vitið, þetta með bjálkann og flísina. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Landsvirkjun Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef áður haft á orði að meðvirkni innan fjölmiðlastéttarinnar sé vandamál, en það er nú eitt af því sem stéttin var gagnrýnd fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis á sínum tíma. Síðustu daga hefur meðvirknin hins vegar náð hæstu hæðum og nærtækt er að bera saman nokkrar fréttir af vistaskiptum. Í júní 2021 birti Stundin frétt, og fylgdu aðrir fjölmiðlar í kjölfarið, um að fyrrum starfsmaður Samherja hefði verið ráðin til félags í opinberri eigu. Voru fyrirsvarsmenn þess fyrirtækis hundeltir og þráspurðir af hverju þeir væru að ráða aðila hvers nafn Stundin birti í tengslum við Namibíumálið. Því skal haldið til haga að umræddur aðili var hvorki sakborningur né vitni í því máli. Ekki á Íslandi og ekki í Namibíu. Það breytir því ekki að allt var gert til að reyna að hafa af henni starfið. Þann 7. febrúar síðastliðinn birtu svo fjölmiðlar fregnir af því að Þóra Arnórsdóttir hefði látið af störfum hjá Ríkisútvarpinu og ráðið sig sem yfirmann samskipta hjá Landsvirkjun. Þóra þurfti ekki að vinna uppsagnarfrest en það sem vakti athygli mína er að fjölmiðlar sáu ekki ástæðu til að minna á að hún væri með stöðu sakbornings í máli sem m.a. varðaði stafrænt kynferðislegt ofbeldi. Sakborningsstaða hennar stafar einnig af öðrum ástæðum enda eru brotaþolar fleiri en einn og hefur hinn brotaþolinn ekkert með stafræna kynferðisbrotið að gera. Ekki nóg með það, heldur liggja fyrir gögn sem sýna ítrekuð samskipti hennar við fárveikan einstakling og hvatningu til að láta sig fá gögn og upplýsingar. Þóra hefur aldrei verið látin svara fyrir þetta og hafa yfirmenn Landsvirkjunar ekki þurft að réttlæta ráðninguna eins og átti við um fyrrum starfsmann Samherja. Og aldrei hefur það hvarlað að Þóru að stíga til hliðar, heldur hefur hún kennt öllum öðrum um, Samherja eða lögreglunni, jafnvel þó hún segi málið ekki tengjast Samherja neitt. Í dag, 9. febrúar, birtu vinir Þóru á Heimildinni (áður Stundinni) svo frétt um að Logi Bergmann hefði verið ráðinn til tiltekinna verka hjá SFS. Var rækilega minnst á að hann hefði verið ásakaður um ósæmilega hegðun í fyrra. Logi hefur aldrei verið kærður né haft stöðu sakbornings vegna þeirra ásakana. Ekki var þess heldur getið í fréttinni að vitni í málinu hafði stigið fram opinberlega og sagt ásakanir á hendur Loga rangar. Logi var hins vegar maður að meiru og þegar þessar ásakanir voru í hámæli steig hann til hliðar. Hans auðmýkt og vitni sem segir ásakanirnar rangar dugar sumum ekki og á nú að halda áfram að kæla hann en farið silkihönskum um sakborningana í símamálinu og þeir aldrei nefndir sakborningar heldur aðeins að þeir séu „til rannsóknar“. Ég man ekki til þess að þetta orðalag sé notað um þá sem tengjast Samherja. Það eru allir hengdir og brenndir án dóms og laga. Kannski formaður Blaðamannafélagsins ætti að velta vinnubrögðum blaðamanna fyrir sér í stað þess að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sneiða hjá því að ræða við þessa stétt. Blaðamannafélag Íslands er svo óskeikult, með sakborning sem varaformann, að þau sögðu sig úr alþjóðlegum samtökum blaðamanna því þar innanborðs ku vera „alvöru“ glæpamenn. Ef íslenskir fjölmiðlar vilja taka sig trúverðuga, hérlendis sem á erlendri grundu, þá eru þessi valkvæðu vinnubrögð ekki boðleg. Þeir ættu að líta sér nær. Þið vitið, þetta með bjálkann og flísina. Höfundur er skipstjóri hjá Samherja.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar