Koma svo fjármálaráðherra! Birtu greinargerðina! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2023 15:30 Í síðasta Silfri RUV sagði fjármálaráðherra að ekkert í greinargerð setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol væri þess eðlis að það þyldi ekki opinbera birtingu. Þetta er hárrétt mat hjá ráðherranum og samhljóða tveim óháðum lögfræðiálitum. Samt er það svo að einn af undirmönnum ráðherrans, síðasti stjórnarmaður Lindarhvols stendur ásamt þriðja ríkisendurskoðandanum gegn birtingu greinargerðarinnar. Það væri ómaksins virði fyrir ráðherra að senda undirmanni sínum stjórnarmanninum sem hefur afar gloppótt minni eins og opinberaðist í dómsal um daginn skilaboð um að allt sé í lagi með birtingu greinargerðarinnar. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins gæti einnig hæglega komið þessari skoðun sinni á framfæri við forseta Alþingis samflokksmann sinn og tjáð honum að himnarnir muni ekki hrynja og að forseti lendi ekki uppá kant við formann sinn fari hann að ákvörðun forsætisnefndar og birti greinargerðina. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að greinargerðin sé ekki á hans borði. Það er rangt. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar hefur verið á borði fjármálaráðherra síðan árið 2018 þegar hann fékk gerðina í hendur ásamt forseta Alþingis Umboðsmanni Alþingis, Seðlabankanum og stjórn Lindarhvols. Gleymum heldur ekki að tilvist Lindarhvols starfsemi félagsins og stjórn þess eru á ábyrgð fjármálaráðherra. Greinargerð Sigurðar er því svo sannarlega á borði fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að í hverju máli sé aðeins ein skýrsla. Það er rangt. Í hverju máli geta komið fram margar skýrslur og greinargerðir áður en endanleg skýrsla liggur fyrir. Það virðist einnig svo þó greinarhöfundur hafi ekki lesið greinargerð Sigurðar að hún sé í mörgum atriðum í andstöðu við skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020. Þá skýrslu getur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins ekki samþykkt án þess að kynna sér greinargerð Sigurðar því geri hún það leggur nefndin um leið blessun sína yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar og lýsir sig samþykka því sem þar kemur fram. Þar liggur ómöguleikinn svo vitnað sé til orðfæris ráðherrans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar verður ekki ,,eina skýrslan“ fyrr en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt hana. Það er alvarlegt að leggja stein í götu eftirlitshlutverks Alþingis og alþingismanna. Þáverandi félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason reyndi það þegar krafist var upplýsinga um afdrif fasteigna sem Íbúðalánasjóður hirti af viðskiptavinum sínum. Tregða ráðherrans var af yfirlögfræðingi Alþingis talin fara í blóra við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp. Upplýsingarnar í greinargerð Sigurðar Þórðarsonar eiga erindi við almenning ekki síður en þær sem nefndar eru hér að framan. Því er óskiljanlegt að fjármálaráðherra sé til í að feta sömu braut og kollegi hans áður. Hvað þá að forseti þingsins taki þátt í að fara á svig við lög um þingsköp með því að neita að afhenda stjórnskipunar – og eftirlitsnefndar greinargerðina án skilyrða. Góðu fréttirnar eru þó til. Fjármálaráðherra hefur möguleika á að standa með sjálfum sér og afhenda greinargerðina sjálfur. Hann er jú búinn að staðhæfa að þar sé ekkert að finna sem þolir ekki dagsljós. Koma svo ráðherra!! Birtu greinargerðina strax!! Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Í síðasta Silfri RUV sagði fjármálaráðherra að ekkert í greinargerð setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol væri þess eðlis að það þyldi ekki opinbera birtingu. Þetta er hárrétt mat hjá ráðherranum og samhljóða tveim óháðum lögfræðiálitum. Samt er það svo að einn af undirmönnum ráðherrans, síðasti stjórnarmaður Lindarhvols stendur ásamt þriðja ríkisendurskoðandanum gegn birtingu greinargerðarinnar. Það væri ómaksins virði fyrir ráðherra að senda undirmanni sínum stjórnarmanninum sem hefur afar gloppótt minni eins og opinberaðist í dómsal um daginn skilaboð um að allt sé í lagi með birtingu greinargerðarinnar. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins gæti einnig hæglega komið þessari skoðun sinni á framfæri við forseta Alþingis samflokksmann sinn og tjáð honum að himnarnir muni ekki hrynja og að forseti lendi ekki uppá kant við formann sinn fari hann að ákvörðun forsætisnefndar og birti greinargerðina. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að greinargerðin sé ekki á hans borði. Það er rangt. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar hefur verið á borði fjármálaráðherra síðan árið 2018 þegar hann fékk gerðina í hendur ásamt forseta Alþingis Umboðsmanni Alþingis, Seðlabankanum og stjórn Lindarhvols. Gleymum heldur ekki að tilvist Lindarhvols starfsemi félagsins og stjórn þess eru á ábyrgð fjármálaráðherra. Greinargerð Sigurðar er því svo sannarlega á borði fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra hefur einnig sagt að í hverju máli sé aðeins ein skýrsla. Það er rangt. Í hverju máli geta komið fram margar skýrslur og greinargerðir áður en endanleg skýrsla liggur fyrir. Það virðist einnig svo þó greinarhöfundur hafi ekki lesið greinargerð Sigurðar að hún sé í mörgum atriðum í andstöðu við skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2020. Þá skýrslu getur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins ekki samþykkt án þess að kynna sér greinargerð Sigurðar því geri hún það leggur nefndin um leið blessun sína yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar og lýsir sig samþykka því sem þar kemur fram. Þar liggur ómöguleikinn svo vitnað sé til orðfæris ráðherrans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar verður ekki ,,eina skýrslan“ fyrr en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt hana. Það er alvarlegt að leggja stein í götu eftirlitshlutverks Alþingis og alþingismanna. Þáverandi félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason reyndi það þegar krafist var upplýsinga um afdrif fasteigna sem Íbúðalánasjóður hirti af viðskiptavinum sínum. Tregða ráðherrans var af yfirlögfræðingi Alþingis talin fara í blóra við lög um ráðherraábyrgð og lög um þingsköp. Upplýsingarnar í greinargerð Sigurðar Þórðarsonar eiga erindi við almenning ekki síður en þær sem nefndar eru hér að framan. Því er óskiljanlegt að fjármálaráðherra sé til í að feta sömu braut og kollegi hans áður. Hvað þá að forseti þingsins taki þátt í að fara á svig við lög um þingsköp með því að neita að afhenda stjórnskipunar – og eftirlitsnefndar greinargerðina án skilyrða. Góðu fréttirnar eru þó til. Fjármálaráðherra hefur möguleika á að standa með sjálfum sér og afhenda greinargerðina sjálfur. Hann er jú búinn að staðhæfa að þar sé ekkert að finna sem þolir ekki dagsljós. Koma svo ráðherra!! Birtu greinargerðina strax!! Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar