Alvotech tekið inn í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði
![Róbert Wessmann, forstjóri og stofnandi Alvotech.](https://www.visir.is/i/274BDE02F5B04A77DC125B7A7449DC580F2F42A15D984052387FE189756E604F_713x0.jpg)
Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, verðmætasta félagið í Kauphöllinni, verður tekið inn í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði frá og með næstkomandi mánaðarmótum. Það ætti að hafa í för með sér aukna fjárfestingu frá erlendum vísitölusjóðum en Alvotech bíður þess nú sömuleiðis að vera bætt við nýmarkaðsvísitöluna hjá FTSE Russell.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/2502F05AC894D6DB26216850846F1D490D6EAC48BD6C168ED4B59CBBD6CA4E61_308x200.jpg)
Íslenskir fjárfestar komnir með um fimmtíu milljarða hlutabréfastöðu í Alvotech
Íslenskir fjárfestar, einkum verðbréfasjóðir, fjárfestingafélög og efnameiri einstaklingar, áttu í byrjun þessa árs hlutabréf í líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrir að lágmarki um tuttugu milljarða króna miðað við núverandi gengi. Sú fjárhæð hefur núna tvöfaldast eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins en á meðal nýrra fjárfesta sem bættust þá í hluthafahópinn var lífeyrissjóðurinn Birta sem keypti fyrir tvo milljarða.