Frakkar vilja ekki hækka eftirlaunaaldurinn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. febrúar 2023 16:31 Frá fjöldamótmælum í Toulouse í gær. Alain Pitton/Getty Images Forseti Frakklands er ákveðinn í að hækka eftirlaunaaldur Frakka úr 62 árum í 64. 70% þjóðarinnar er andsnúinn þeim áformum og komið hefur til harðra mótmæla. Hækkun eftirlaunaaldursins gæti styrkt stöðu franskra þjóðernissinna. „Við þurfum að vinna meira,“ sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands í áramótaávarpi sínu og gaf þar með tóninn fyrir hið nýja ár. Hann hefur ætlað sér, síðan hann var kjörinn forseti, fyrir sex árum, að hækka eftirlaunaaldurinn í Frakklandi, þrátt fyrir mikla andstöðu við þau áform. Macron og þjóðin ganga ekki í takt Hún hefur endurspeglast með skýrum hætti í tvígang nú í byrjun árs þegar mótmælendur hafa þyrpst út á götur og torg og mótmælt þessum áformum. Macron vill hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64. Skoðanakannanir sýna að 70% þjóðarinnar er andsnúið þessum áformum. Eldra fólk er litið hornauga á vinnumarkaðnum Rót vandans má rekja til ársins 1981, þegar Mitterand, þáverandi forseti Frakklands, lækkaði eftirlaunaaldurinn niður í 60 ár, í örvæntingarfullri viðleitni til að draga úr miklu atvinnuleysi. Aðgerð sem var algerlega glórulaus, segja flestir hagfræðingar. Afleiðingarnar hafa m.a. verið að eldra fólk er í meira mæli litið hornauga á vinnumarkaðnum, og atvinnuþátttaka fólks yfir 55 ára er t.a.m. aðeins 56% í Frakklandi, en í nágrannalandinu Þýskalandi er hún 72% fyrir sama aldurshóp. Margt eldra fólk er því á lágum atvinnuleysisbótum í nokkur ár áður en það kemst á eftirlaun og það óttast að hækkun eftirlaunaaldursins lengi aðeins þá úlfakreppu. Frá fjöldamótmælum í París í gær.Samuel Boivin/Getty Images Eldra fólki fjölgar og yngra fólki fækkar Vandinn er tvíþættur má segja; annars vegar fjölgar fólki í hópi eldri borgara mikið á meðan það fækkar í yngri kynslóðunum og hins vegar þá lifir fólk miklu lengur nú en áður. Fyrir 70 árum lést fólk yfirleitt nokkrum árum eftir að það komst á eftirlaun, en nú má gera ráð fyrir að það lifi góðu lífi í allt að 30 ár sem eftirlaunaþegar. Og það kostar. Þjóðernissinnar gætu hagnast á breytingunni Macron virðist ákveðinn í að trompa þessar breytingar í gegn. Honum getur jú staðið á sama um vinsældir eða óvinsældir, forsetatíð hans lýkur eftir fjögur ár. Hins vegar benda fréttaskýrendur á að slíkar breytingar gætu orðið vatn á myllu þjóðernissinna. Marine Le Pen gæti hæglega lofað því að lækka eftirlaunaaldurinn að nýju í næstu forsetakosningum og þá er næsta víst að fylgi hennar myndi rjúka upp. Frakkland Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
„Við þurfum að vinna meira,“ sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands í áramótaávarpi sínu og gaf þar með tóninn fyrir hið nýja ár. Hann hefur ætlað sér, síðan hann var kjörinn forseti, fyrir sex árum, að hækka eftirlaunaaldurinn í Frakklandi, þrátt fyrir mikla andstöðu við þau áform. Macron og þjóðin ganga ekki í takt Hún hefur endurspeglast með skýrum hætti í tvígang nú í byrjun árs þegar mótmælendur hafa þyrpst út á götur og torg og mótmælt þessum áformum. Macron vill hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 64. Skoðanakannanir sýna að 70% þjóðarinnar er andsnúið þessum áformum. Eldra fólk er litið hornauga á vinnumarkaðnum Rót vandans má rekja til ársins 1981, þegar Mitterand, þáverandi forseti Frakklands, lækkaði eftirlaunaaldurinn niður í 60 ár, í örvæntingarfullri viðleitni til að draga úr miklu atvinnuleysi. Aðgerð sem var algerlega glórulaus, segja flestir hagfræðingar. Afleiðingarnar hafa m.a. verið að eldra fólk er í meira mæli litið hornauga á vinnumarkaðnum, og atvinnuþátttaka fólks yfir 55 ára er t.a.m. aðeins 56% í Frakklandi, en í nágrannalandinu Þýskalandi er hún 72% fyrir sama aldurshóp. Margt eldra fólk er því á lágum atvinnuleysisbótum í nokkur ár áður en það kemst á eftirlaun og það óttast að hækkun eftirlaunaaldursins lengi aðeins þá úlfakreppu. Frá fjöldamótmælum í París í gær.Samuel Boivin/Getty Images Eldra fólki fjölgar og yngra fólki fækkar Vandinn er tvíþættur má segja; annars vegar fjölgar fólki í hópi eldri borgara mikið á meðan það fækkar í yngri kynslóðunum og hins vegar þá lifir fólk miklu lengur nú en áður. Fyrir 70 árum lést fólk yfirleitt nokkrum árum eftir að það komst á eftirlaun, en nú má gera ráð fyrir að það lifi góðu lífi í allt að 30 ár sem eftirlaunaþegar. Og það kostar. Þjóðernissinnar gætu hagnast á breytingunni Macron virðist ákveðinn í að trompa þessar breytingar í gegn. Honum getur jú staðið á sama um vinsældir eða óvinsældir, forsetatíð hans lýkur eftir fjögur ár. Hins vegar benda fréttaskýrendur á að slíkar breytingar gætu orðið vatn á myllu þjóðernissinna. Marine Le Pen gæti hæglega lofað því að lækka eftirlaunaaldurinn að nýju í næstu forsetakosningum og þá er næsta víst að fylgi hennar myndi rjúka upp.
Frakkland Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira