Afvegaleiðing atvinnurekenda Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 11:00 Um allan heim er að renna upp fyrir stjórnvöldum að ein stærsta áskorunin sem samfélög standa frammi fyrir er skortur á starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og umönnun á sama tíma og þörfin fyrir slíka þjónustu er að aukast mjög á næstu árum vegna hækkandi lífaldurs, hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra og fólksfjölgunar. Tillögur flestra landa að viðbrögðum eru kunnuglegar og felast í því að leiðrétta þurfi skakkt verðmætamat á störfum kvenna, bæta starfsaðstæður og þar með heilsu og öryggi starfsfólksins til að laða að hæft fólk til starfa. Allar rannsóknir sýna það sama, að laun karla á vinnumarkaði eru almennt hærri en kvenna og ein stærsta ástæða þess er hve kynskiptur vinnumarkaðurinn er, laun eru yfirleitt lægri í stéttum þar sem konur eru í meirihluta og þær vinna flestar hjá hinu opinbera. Þegar rætt er um opinbera starfsmenn verður að hafa í huga að 2/3 hluti þeirra eru konur. Áróður fjármagnseigenda Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð og nú síðast Félag atvinnurekenda hafa kosið að líta fram hjá þessum staðreyndum. Þess í stað mæta fulltrúar þeirra í hvert viðtalið eftir öðru og lýsa yfir óhóflegri fjölgun opinberra starfa og staðhæfa að laun á hinum opinbera markaði séu orðin sambærileg og á einkamarkaði. Á sama tíma og undirmannaðar stéttir í menntageiranum, heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum takast á við verri afleiðingar Covid-19 á starfið en aðrar stéttir, hafa hagsmunasamtök atvinnurekenda og viðskipta kosið að eyða tíma og fjármunum í að reyna að afvegaleiða umræðuna til að þjóna hagsmunum fyrirtækja sem hafa það að meginmarkmiði að greiða sér út sem mestan arð. Með þessu er gerð tilraun til að slá ryki í augu fólks og væntanlega er leikurinn til þess gerður að draga athyglina frá því að fjölmörg fyrirtæki högnuðust á þeim aðstæðum sem mynduðust í heimsfaraldrinum og önnur fengu háa styrki frá ríkinu vegna áhrifa hans en eru um þessar mundir að greiða sér út ríkulegan arð. Mögulega er það til að draga athyglina frá því hvaða áhrif skortur á eftirliti hefur, líkt og fréttir síðustu viku af fiskeldi sýndu fram á. Eða mögulega er raunverulega ástæðan sú að við búum enn í mjög kynjuðu samfélagi þar sem karlar sem njóta valda á grundvelli peninga, nýta stöðu sína til að vinna gegn jafnrétti kynjanna hvort heldur sem er varðandi laun, starfsumhverfi eða stöðu kvenna í samfélaginu almennt. Ef það fæst ekki fólk til að sinna störfum í heilbrigðis, umönnunar- og menntageiranum mun byrðin færast enn frekar yfir á aðstandendur en nú er, sem geta þá ekki sinnt launavinnu sinni jafn vel. Við vitum að það eru konur sem enn bera meginþungann að ólaunaðri umönnunarábyrgð og þær starfa í öllum starfsgeirum samfélagsins í fjölbreyttum störfum. Þetta er ekki bara kynjapólítískt mál heldur grundvallarspurning um hvort við sem samfélag ætlum að viðurkenna að verðmætasköpun á sér einnig stað hjá hinu opinbera líkt og á almennum markaði – og hvernig við ætlum að skipta verðmætunum til að jafna byrðarnar og auka lífsgæði allra. Þeir sem hafa kosið að enduróma málflutning atvinnurekenda í þessari umræðu gera sér vonandi grein fyrir því að staðhæfingar þeirra standast ekki skoðun. Þær stangast raunar á við greiningar Kjaratölfræðinefndar, Fjármálaráðuneytis, Hagstofunnar eða BSRB sem eru stærstu samtök launafólks á opinberum vinnumarkaði. Um fjölda opinberra starfsmanna og laun Það er sannarlega rétt að starfsfólki hefur fjölgað hjá hinu opinbera á undanförnum árum, að hluta til var það tímabundið til að bregðast við faraldrinum en einnig vegna hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra og fólksfjölgunar. Þrátt fyrir þessa þróun hefur fjöldi starfsfólks hjá ríkinu staðið í stað sé miðað við fjölda stöðugilda á hverja 1.000 íbúa á árunum 2019-2022 samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu í desember s.l. Þrátt fyrir aukið álag hefur opinberum störfum þannig ekki fjölgað miðað við höfðatölu – það þýðir einfaldlega meira álag á opinbert starfsfólk og verri þjónusta fyrir almenning. Skýrslur Kjaratölfræðinefndar sýna að launin eru hæst á almenna markaðnum en launin hjá hinu opinbera eru almennt lægri þegar launasetning innan einstakra heildarsamtaka launafólks er borin saman. Þar sem áherslan í Lífskjarasamningunum var á að hækka lægstu laun hafði það hlutfallslega meiri áhrif á opinbera markaðnum en þeim almenna. Þeir hópar sem hækkuðu hlutfallslega mest á síðasta kjarasamningstímabili voru konur. Þannig má ætla að lítillega hafi dregið úr launamun kynjanna þar sem laun þeirra eru almennt lægri en annarra. Það er afar jákvæð þróun en þó er enn langt í land til að tryggja launajafnrétti kynjanna hér á landi. Kjarni málsins Umræðan hér á landi á það til að vera í fyrirsagnastíl og stundum ekki á rökum reist. Nýjasta útspil Félags atvinnurekenda er af því tagi. Um er að ræða ein af fjölmörgum samtökum atvinnurekenda, sem græddu á þeim aðstæðum sem sköpuðust í heimsfaraldri kórónaveirunnar og vandséð hvað þau eru að leggja til samfélagsins með áróðri sínum. Það er þó ljóst að aukna skatta eða eftirlit vilja þau ekki. Enn stendur eftir spurningin hvernig samfélag við viljum byggja til framtíðar. Það er augljóslega þörf á nýjum samfélagssáttmála til að bregðast við neyðarástandi í heilbrigðisþjónustu hér á landi, treysta stoðir menntakerfisins, stórbæta umönnun og styrkja innviði heilt yfir til að fyrirbyggja langvarandi veikindi fólks vegna kulnunar eða streitu af völdum álags í starfi sínu eða ólaunaðri umönnunarvinnu. Í umræðunni verða almannahagsmunir að ráða för en ekki sérhagsmunir þeirra fáu. Við verðum að byggja á staðreyndum en ekki kreddum. Þá verður baráttan fyrir jafnrétti kynjanna að vera í forgrunni en ekki hagsmunabarátta fjársterkra karla sem vilja verja völd sín. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Um allan heim er að renna upp fyrir stjórnvöldum að ein stærsta áskorunin sem samfélög standa frammi fyrir er skortur á starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og umönnun á sama tíma og þörfin fyrir slíka þjónustu er að aukast mjög á næstu árum vegna hækkandi lífaldurs, hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra og fólksfjölgunar. Tillögur flestra landa að viðbrögðum eru kunnuglegar og felast í því að leiðrétta þurfi skakkt verðmætamat á störfum kvenna, bæta starfsaðstæður og þar með heilsu og öryggi starfsfólksins til að laða að hæft fólk til starfa. Allar rannsóknir sýna það sama, að laun karla á vinnumarkaði eru almennt hærri en kvenna og ein stærsta ástæða þess er hve kynskiptur vinnumarkaðurinn er, laun eru yfirleitt lægri í stéttum þar sem konur eru í meirihluta og þær vinna flestar hjá hinu opinbera. Þegar rætt er um opinbera starfsmenn verður að hafa í huga að 2/3 hluti þeirra eru konur. Áróður fjármagnseigenda Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð og nú síðast Félag atvinnurekenda hafa kosið að líta fram hjá þessum staðreyndum. Þess í stað mæta fulltrúar þeirra í hvert viðtalið eftir öðru og lýsa yfir óhóflegri fjölgun opinberra starfa og staðhæfa að laun á hinum opinbera markaði séu orðin sambærileg og á einkamarkaði. Á sama tíma og undirmannaðar stéttir í menntageiranum, heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum takast á við verri afleiðingar Covid-19 á starfið en aðrar stéttir, hafa hagsmunasamtök atvinnurekenda og viðskipta kosið að eyða tíma og fjármunum í að reyna að afvegaleiða umræðuna til að þjóna hagsmunum fyrirtækja sem hafa það að meginmarkmiði að greiða sér út sem mestan arð. Með þessu er gerð tilraun til að slá ryki í augu fólks og væntanlega er leikurinn til þess gerður að draga athyglina frá því að fjölmörg fyrirtæki högnuðust á þeim aðstæðum sem mynduðust í heimsfaraldrinum og önnur fengu háa styrki frá ríkinu vegna áhrifa hans en eru um þessar mundir að greiða sér út ríkulegan arð. Mögulega er það til að draga athyglina frá því hvaða áhrif skortur á eftirliti hefur, líkt og fréttir síðustu viku af fiskeldi sýndu fram á. Eða mögulega er raunverulega ástæðan sú að við búum enn í mjög kynjuðu samfélagi þar sem karlar sem njóta valda á grundvelli peninga, nýta stöðu sína til að vinna gegn jafnrétti kynjanna hvort heldur sem er varðandi laun, starfsumhverfi eða stöðu kvenna í samfélaginu almennt. Ef það fæst ekki fólk til að sinna störfum í heilbrigðis, umönnunar- og menntageiranum mun byrðin færast enn frekar yfir á aðstandendur en nú er, sem geta þá ekki sinnt launavinnu sinni jafn vel. Við vitum að það eru konur sem enn bera meginþungann að ólaunaðri umönnunarábyrgð og þær starfa í öllum starfsgeirum samfélagsins í fjölbreyttum störfum. Þetta er ekki bara kynjapólítískt mál heldur grundvallarspurning um hvort við sem samfélag ætlum að viðurkenna að verðmætasköpun á sér einnig stað hjá hinu opinbera líkt og á almennum markaði – og hvernig við ætlum að skipta verðmætunum til að jafna byrðarnar og auka lífsgæði allra. Þeir sem hafa kosið að enduróma málflutning atvinnurekenda í þessari umræðu gera sér vonandi grein fyrir því að staðhæfingar þeirra standast ekki skoðun. Þær stangast raunar á við greiningar Kjaratölfræðinefndar, Fjármálaráðuneytis, Hagstofunnar eða BSRB sem eru stærstu samtök launafólks á opinberum vinnumarkaði. Um fjölda opinberra starfsmanna og laun Það er sannarlega rétt að starfsfólki hefur fjölgað hjá hinu opinbera á undanförnum árum, að hluta til var það tímabundið til að bregðast við faraldrinum en einnig vegna hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra og fólksfjölgunar. Þrátt fyrir þessa þróun hefur fjöldi starfsfólks hjá ríkinu staðið í stað sé miðað við fjölda stöðugilda á hverja 1.000 íbúa á árunum 2019-2022 samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu í desember s.l. Þrátt fyrir aukið álag hefur opinberum störfum þannig ekki fjölgað miðað við höfðatölu – það þýðir einfaldlega meira álag á opinbert starfsfólk og verri þjónusta fyrir almenning. Skýrslur Kjaratölfræðinefndar sýna að launin eru hæst á almenna markaðnum en launin hjá hinu opinbera eru almennt lægri þegar launasetning innan einstakra heildarsamtaka launafólks er borin saman. Þar sem áherslan í Lífskjarasamningunum var á að hækka lægstu laun hafði það hlutfallslega meiri áhrif á opinbera markaðnum en þeim almenna. Þeir hópar sem hækkuðu hlutfallslega mest á síðasta kjarasamningstímabili voru konur. Þannig má ætla að lítillega hafi dregið úr launamun kynjanna þar sem laun þeirra eru almennt lægri en annarra. Það er afar jákvæð þróun en þó er enn langt í land til að tryggja launajafnrétti kynjanna hér á landi. Kjarni málsins Umræðan hér á landi á það til að vera í fyrirsagnastíl og stundum ekki á rökum reist. Nýjasta útspil Félags atvinnurekenda er af því tagi. Um er að ræða ein af fjölmörgum samtökum atvinnurekenda, sem græddu á þeim aðstæðum sem sköpuðust í heimsfaraldri kórónaveirunnar og vandséð hvað þau eru að leggja til samfélagsins með áróðri sínum. Það er þó ljóst að aukna skatta eða eftirlit vilja þau ekki. Enn stendur eftir spurningin hvernig samfélag við viljum byggja til framtíðar. Það er augljóslega þörf á nýjum samfélagssáttmála til að bregðast við neyðarástandi í heilbrigðisþjónustu hér á landi, treysta stoðir menntakerfisins, stórbæta umönnun og styrkja innviði heilt yfir til að fyrirbyggja langvarandi veikindi fólks vegna kulnunar eða streitu af völdum álags í starfi sínu eða ólaunaðri umönnunarvinnu. Í umræðunni verða almannahagsmunir að ráða för en ekki sérhagsmunir þeirra fáu. Við verðum að byggja á staðreyndum en ekki kreddum. Þá verður baráttan fyrir jafnrétti kynjanna að vera í forgrunni en ekki hagsmunabarátta fjársterkra karla sem vilja verja völd sín. Höfundur er formaður BSRB.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun