Hvarf sporlaust en síminn og hundataumurinn urðu eftir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 13:31 Nicola og hundurinn hennar Willow. Lögreglan í Lancashire Lögreglan í Bretlandi leitar enn lifandi ljósi að tveggja barna móður á fimmtugsaldri sem hvarf sporlaust fyrir rúmum tveimur vikum. Síðast sást til hennar þegar hún fór út að ganga með hundinn sinn við Wyre ána 27. janúar. Nicola Bulley fór á fætur þann 27. janúar eins og alla föstudagsmorgna, fór út í bíl með hundinn sinn Willow og dætur sínar tvær, sex og níu ára, og keyrði stelpurnar í skólann. Um þetta hefur verið fjallað mikið í breskum fjölmiðlum. Bulley, sem er 45 ára gömul, lagði svo bílnum sínum á bílastæði í bænum St. Michael's við Wyre ána og fór í göngutúr með Willow. Bulley sneri aldrei aftur í bílinn sinn og hefur enn ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Klukkan 8:43 gekk Bulley með fram ánni en annar göngumaður með hund, sem þekkir til Bulley, sá til hennar á hinum svokallaða neðri akri (e. lower field). Eftir þetta sendi hún yfirmanni sínum tölvupóst og skráði sig svo inn á vinnufund á Teams en hún starfar sem lánaráðgjafi. Kort af svæðinu sem Nicola sást síðast á.Lögreglan í Lancashire Klukkan 9:10 sá annar göngumaður með hund til hennar á efri akrinum (e. upper field). Um 25 mínútum síðar fannst síminn hennar, enn skráður inn á Teams-fundinn, á bekk við árbakkann og ólin og taumurinn af hundnum á jörðinni við hliðina á. Telja ekkert saknæmt hafa átt sér stað Lögreglumenn telja að Nicola hafi fallið í ána og rannsóknin gengur út frá því að hvarf hennar hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Lögreglumennirnir telja ekki að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Þeir segjast þó opnir fyrir að skoða allt komi ný sönnunargögn fram sem benda þeim annað. Lögreglan hefur þá útilokað að Nicola hafi yfirgefið svæðið á öðrum stað og leitin einblínir nú á svæði sem leiðir að Garstang vegi í St. Michael's. Engar öryggismyndavélar ná til þess svæðis. Telja Nicolu ekki á þessum stað árinnar Kafarar hafa leitað í ánni, drónar og þyrlur leitað úr lofti og gögn úr bæði símanum hennar og snjallúri verið notuð við leitina. Þá hefur verið leitað í yfirgefnum húsum og hjólhýsum í nágrenni við ána. Björgunarsveitir við störf á Wyre ánni.Lögreglan í Lancashire Sérfræðikafarar frá Specialist Group International voru fengnir til að aðstoða við leitina og hefur stofnandi fyrirtækisins Peter Faulding, sagt að hann telji ólíklegt að Nicola hafi fallið í ána þar sem lögregla telur hana hafa gert það. „Ef Nicola væri í áni hefði ég fundið hana, ég get fullyrt það, og hún er ekki í þessum hluta árinnar,“ sagði Faulding á dögunum. Sjálfskipaðir rannsakendur til trafala Hundruð sjálfboðaliða hafa tekið þátt í leitinni en ekkert nýtt komið fram. Þessi mikli fjöldi sjálfboðaliða hefur reynst lögreglu erfiður og á fimmtudag þurfti lögregla að vísa sjálfboðaliðum á brott. Að sögn lögreglu var þar um að ræða sjálfútnefnda rannsakendur og fólk sem var að taka myndbönd af lögreglu við störf. Auk þess hafa íbúar í St. Michael's þurft að fá utanaðkomandi öryggisverði vegna fólksfjölgunarinnar. Nicola hvarf sporlaust úr göngutúr með hundinn.Lögreglan í Lancashire Í gær tilkynnti lögregla að víkka eigi út rannsóknina og hefur til skoðunar daginn fyrir hvarfið. Lögregla hefur meðal annars óskað eftir að fá myndbandsupptökur frá 26. janúar úr öryggismyndavélum í St. Michael's. Bretland England Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Nicola Bulley fór á fætur þann 27. janúar eins og alla föstudagsmorgna, fór út í bíl með hundinn sinn Willow og dætur sínar tvær, sex og níu ára, og keyrði stelpurnar í skólann. Um þetta hefur verið fjallað mikið í breskum fjölmiðlum. Bulley, sem er 45 ára gömul, lagði svo bílnum sínum á bílastæði í bænum St. Michael's við Wyre ána og fór í göngutúr með Willow. Bulley sneri aldrei aftur í bílinn sinn og hefur enn ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Klukkan 8:43 gekk Bulley með fram ánni en annar göngumaður með hund, sem þekkir til Bulley, sá til hennar á hinum svokallaða neðri akri (e. lower field). Eftir þetta sendi hún yfirmanni sínum tölvupóst og skráði sig svo inn á vinnufund á Teams en hún starfar sem lánaráðgjafi. Kort af svæðinu sem Nicola sást síðast á.Lögreglan í Lancashire Klukkan 9:10 sá annar göngumaður með hund til hennar á efri akrinum (e. upper field). Um 25 mínútum síðar fannst síminn hennar, enn skráður inn á Teams-fundinn, á bekk við árbakkann og ólin og taumurinn af hundnum á jörðinni við hliðina á. Telja ekkert saknæmt hafa átt sér stað Lögreglumenn telja að Nicola hafi fallið í ána og rannsóknin gengur út frá því að hvarf hennar hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Lögreglumennirnir telja ekki að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Þeir segjast þó opnir fyrir að skoða allt komi ný sönnunargögn fram sem benda þeim annað. Lögreglan hefur þá útilokað að Nicola hafi yfirgefið svæðið á öðrum stað og leitin einblínir nú á svæði sem leiðir að Garstang vegi í St. Michael's. Engar öryggismyndavélar ná til þess svæðis. Telja Nicolu ekki á þessum stað árinnar Kafarar hafa leitað í ánni, drónar og þyrlur leitað úr lofti og gögn úr bæði símanum hennar og snjallúri verið notuð við leitina. Þá hefur verið leitað í yfirgefnum húsum og hjólhýsum í nágrenni við ána. Björgunarsveitir við störf á Wyre ánni.Lögreglan í Lancashire Sérfræðikafarar frá Specialist Group International voru fengnir til að aðstoða við leitina og hefur stofnandi fyrirtækisins Peter Faulding, sagt að hann telji ólíklegt að Nicola hafi fallið í ána þar sem lögregla telur hana hafa gert það. „Ef Nicola væri í áni hefði ég fundið hana, ég get fullyrt það, og hún er ekki í þessum hluta árinnar,“ sagði Faulding á dögunum. Sjálfskipaðir rannsakendur til trafala Hundruð sjálfboðaliða hafa tekið þátt í leitinni en ekkert nýtt komið fram. Þessi mikli fjöldi sjálfboðaliða hefur reynst lögreglu erfiður og á fimmtudag þurfti lögregla að vísa sjálfboðaliðum á brott. Að sögn lögreglu var þar um að ræða sjálfútnefnda rannsakendur og fólk sem var að taka myndbönd af lögreglu við störf. Auk þess hafa íbúar í St. Michael's þurft að fá utanaðkomandi öryggisverði vegna fólksfjölgunarinnar. Nicola hvarf sporlaust úr göngutúr með hundinn.Lögreglan í Lancashire Í gær tilkynnti lögregla að víkka eigi út rannsóknina og hefur til skoðunar daginn fyrir hvarfið. Lögregla hefur meðal annars óskað eftir að fá myndbandsupptökur frá 26. janúar úr öryggismyndavélum í St. Michael's.
Bretland England Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira