Réttur barna og heimagreiðslur Margrét Pála Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 13:31 Kæru vinkonur og vinir í sveitarstjórnum landsins. Nú bið ég ykkur í einlægni að standa þétt með börnum og barnafjölskyldum og láta ekki íhaldssama flokkapólitík rugla ykkur í ríminu. Heimagreiðslur eru hárétt skref núna - það er réttur barna að fjölskyldur eigi valkosti um uppeldisaðstæður þeirra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Börn eiga rétt á að fá heimsins besta atlæti hvort sem það heima eða heiman og um það snýst málið. Fjölskyldan veitir slíkt atlæti hvort sem það er mamman eða pabbinn eða amman eða afinn eða annað fólk sem barnið er tengt tilfinningalega og gjörþekkir þarfir þeirra. Frábærir dagforeldrar og frábærir leikskólar geta líka gert það ef aðstæður þar eru eins og við viljum. Réttur barnsins skerðir á engan hátt rétt foreldra til að ákvarða um líf sitt. Það er fjárhagsskortur og skökk pólitík sem gerir það og það leyfi ég mér að fullyrða eftir 45 ára starf nálægt barnafjölskyldum og foreldrum ungra barna. Stór hluti þeirra myndi kjósa að hafa barnið lengur í umsjón fjölskyldunnar, bara ef það væri í boði fjárhagslega. Þar með er ekki sagt að mamman myndi endilega vera heima, fjölmargir aðrir eru í nærhópi barnsins sem myndu líka geta lagt hönd á plóginn og því mega greiðslurnar ekki vera einskorðaðar við foreldra. Stór hluti fjölskyldna myndi líka kjósa að treysta dagforeldrum og leikskólum fyrir barninu, þessari dýrmætustu eign á heimilinu. Alvöru heimagreiðslur upp að tveggja ára aldri ættu að taka mið af raunkostnaði við leikskólabarn á þeim aldri sem er núna 470 þús. þegar allt er talið. Það væri æskilegt að greiðslan nálgist lágmarkslaun og að lífeyrisgreiðslur og stéttarfélagsaðild þurfa að valkostur en ekki skylda til að takmarka ekki hverjir geta tekið sér umönnun og uppeldi barnins. Munum svo að heimagreiðslurnar verða að vera tryggar að minnsta kosti til tveggja ára en ekki koma og fara fyrirvaralaust þótt pláss losni, stöðugleiki og fyrirsjáanleiki er það besta fyrir börn og barnfjölskyldur. Heimagreiðslur myndu líka létta mesta þungann af leikskólakerfinu. Vonandi yrði okkur þá loks kleift að skapa þær frábæru gæðaaðstæður sem við kjósum fyrir börn. Hugsum um skortinn á leikskólarýmum og leikskólakennurum, um viðvarandi hörgul og veltu starfsmanna, um mygluðu húsin og um gríðarlegan fjárskort. Við erum nú hálfri öld frá þeim stað þegar konur áttu ekkert val eftir að barn var komið í heiminn. Barátta okkar endaði hins vegar í hinum öfgunum, ekkert val nema senda barn að heiman og fara sjálf í vinnuna, vinnu sem er ekki alltaf vel launuð og spennandi þótt sé sárt að viðurkenna það. Áfram gakk, elsku fólk! Tökum nú næstu hálfa öld í nýjum takti og í liði með börnum. Höfundur er frumkvöðull í uppeldis- og menntamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Kæru vinkonur og vinir í sveitarstjórnum landsins. Nú bið ég ykkur í einlægni að standa þétt með börnum og barnafjölskyldum og láta ekki íhaldssama flokkapólitík rugla ykkur í ríminu. Heimagreiðslur eru hárétt skref núna - það er réttur barna að fjölskyldur eigi valkosti um uppeldisaðstæður þeirra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Börn eiga rétt á að fá heimsins besta atlæti hvort sem það heima eða heiman og um það snýst málið. Fjölskyldan veitir slíkt atlæti hvort sem það er mamman eða pabbinn eða amman eða afinn eða annað fólk sem barnið er tengt tilfinningalega og gjörþekkir þarfir þeirra. Frábærir dagforeldrar og frábærir leikskólar geta líka gert það ef aðstæður þar eru eins og við viljum. Réttur barnsins skerðir á engan hátt rétt foreldra til að ákvarða um líf sitt. Það er fjárhagsskortur og skökk pólitík sem gerir það og það leyfi ég mér að fullyrða eftir 45 ára starf nálægt barnafjölskyldum og foreldrum ungra barna. Stór hluti þeirra myndi kjósa að hafa barnið lengur í umsjón fjölskyldunnar, bara ef það væri í boði fjárhagslega. Þar með er ekki sagt að mamman myndi endilega vera heima, fjölmargir aðrir eru í nærhópi barnsins sem myndu líka geta lagt hönd á plóginn og því mega greiðslurnar ekki vera einskorðaðar við foreldra. Stór hluti fjölskyldna myndi líka kjósa að treysta dagforeldrum og leikskólum fyrir barninu, þessari dýrmætustu eign á heimilinu. Alvöru heimagreiðslur upp að tveggja ára aldri ættu að taka mið af raunkostnaði við leikskólabarn á þeim aldri sem er núna 470 þús. þegar allt er talið. Það væri æskilegt að greiðslan nálgist lágmarkslaun og að lífeyrisgreiðslur og stéttarfélagsaðild þurfa að valkostur en ekki skylda til að takmarka ekki hverjir geta tekið sér umönnun og uppeldi barnins. Munum svo að heimagreiðslurnar verða að vera tryggar að minnsta kosti til tveggja ára en ekki koma og fara fyrirvaralaust þótt pláss losni, stöðugleiki og fyrirsjáanleiki er það besta fyrir börn og barnfjölskyldur. Heimagreiðslur myndu líka létta mesta þungann af leikskólakerfinu. Vonandi yrði okkur þá loks kleift að skapa þær frábæru gæðaaðstæður sem við kjósum fyrir börn. Hugsum um skortinn á leikskólarýmum og leikskólakennurum, um viðvarandi hörgul og veltu starfsmanna, um mygluðu húsin og um gríðarlegan fjárskort. Við erum nú hálfri öld frá þeim stað þegar konur áttu ekkert val eftir að barn var komið í heiminn. Barátta okkar endaði hins vegar í hinum öfgunum, ekkert val nema senda barn að heiman og fara sjálf í vinnuna, vinnu sem er ekki alltaf vel launuð og spennandi þótt sé sárt að viðurkenna það. Áfram gakk, elsku fólk! Tökum nú næstu hálfa öld í nýjum takti og í liði með börnum. Höfundur er frumkvöðull í uppeldis- og menntamálum.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun