Play tapaði 6,5 milljörðum króna Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2023 15:53 Birgir Jónsson er forstjóri flugfélagsins Play. Vísir/Arnar Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. Ársuppgjör flugfélagsins Play var birt í dag en flugfélagið velti tuttugu milljörðum í fyrra. Afkoma félagsins var neikvæð um 6,5 milljarða króna og tvöfaldast tapið milli ára. Tap sem beintengd er ófærð á Reykjanesbrautinni í desember nemur 317 milljónum króna. „Fjárhagsstaða Play er heilbrigð og það sama má segja um lausafjárstöðu fyrirtækisins. Fyrirtækið var enn rekið með tapi árið 2022 sem var viðbúið í ljósi þess að við erum sprotafyrirtæki í miklum vexti að bæta við flugvélum, áfangastöðum og starfsfólki auk þess sem við höfum verið að kynna nýtt vörumerki á markaði sem kostar bæði tíma og fjármuni. Við sjáum hins vegar skýra og jákvæða þróun sem staðfestir að við erum á réttri leið og munum fljótlega sjá hagnað af fjárfestingunum eftir því sem við verðum sterkari á markaði,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play í tilkynningu. Hlutafé félagsins var nýlega aukið um 2,3 milljarða króna og er handbært og bundið fé félagsins nú 5,2 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall er 11,6 prósent og hefur félagið engar ytri vaxtaberandi skuldir. Ársuppgjörið verður kynnt í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 16:15. Hægt verður að fylgjast með í fréttinni hér fyrir neðan. Sætanýting árið 2022 var 79,7 prósent og stundvísi 91 prósent. Heildarfjöldi farþega fyrir árið er 789 þúsund og stefnir félagið á að flytja 1,5 til 1,7 milljónir farþega árið 2023. Þá spáir félagið því að það nái rekstrarhagnaði á árinu. „Það er gleðiefni að tilkynna auknar tekjur og sætanýtingu á fjórða ársfjórðungi 2022. Undanfarna mánuði höfum við náð betri sætanýtingu en flest önnur flugfélög sem við berum okkur saman við og á sama tíma mælist stundvísi okkar með því besta sem gerist í heiminum. Flugrekstur á ársfjórðungnum gekk sérlega vel en við flugum með um 250.000 farþega og meðalsætanýting mældist 80,3%. Þessar tölur staðfesta að okkur er tekið fagnandi á markaði sem fyllir okkur öll stolti,“ segir Birgir. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Ársuppgjör flugfélagsins Play var birt í dag en flugfélagið velti tuttugu milljörðum í fyrra. Afkoma félagsins var neikvæð um 6,5 milljarða króna og tvöfaldast tapið milli ára. Tap sem beintengd er ófærð á Reykjanesbrautinni í desember nemur 317 milljónum króna. „Fjárhagsstaða Play er heilbrigð og það sama má segja um lausafjárstöðu fyrirtækisins. Fyrirtækið var enn rekið með tapi árið 2022 sem var viðbúið í ljósi þess að við erum sprotafyrirtæki í miklum vexti að bæta við flugvélum, áfangastöðum og starfsfólki auk þess sem við höfum verið að kynna nýtt vörumerki á markaði sem kostar bæði tíma og fjármuni. Við sjáum hins vegar skýra og jákvæða þróun sem staðfestir að við erum á réttri leið og munum fljótlega sjá hagnað af fjárfestingunum eftir því sem við verðum sterkari á markaði,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play í tilkynningu. Hlutafé félagsins var nýlega aukið um 2,3 milljarða króna og er handbært og bundið fé félagsins nú 5,2 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall er 11,6 prósent og hefur félagið engar ytri vaxtaberandi skuldir. Ársuppgjörið verður kynnt í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 16:15. Hægt verður að fylgjast með í fréttinni hér fyrir neðan. Sætanýting árið 2022 var 79,7 prósent og stundvísi 91 prósent. Heildarfjöldi farþega fyrir árið er 789 þúsund og stefnir félagið á að flytja 1,5 til 1,7 milljónir farþega árið 2023. Þá spáir félagið því að það nái rekstrarhagnaði á árinu. „Það er gleðiefni að tilkynna auknar tekjur og sætanýtingu á fjórða ársfjórðungi 2022. Undanfarna mánuði höfum við náð betri sætanýtingu en flest önnur flugfélög sem við berum okkur saman við og á sama tíma mælist stundvísi okkar með því besta sem gerist í heiminum. Flugrekstur á ársfjórðungnum gekk sérlega vel en við flugum með um 250.000 farþega og meðalsætanýting mældist 80,3%. Þessar tölur staðfesta að okkur er tekið fagnandi á markaði sem fyllir okkur öll stolti,“ segir Birgir.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira