Play tapaði 6,5 milljörðum króna Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2023 15:53 Birgir Jónsson er forstjóri flugfélagsins Play. Vísir/Arnar Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. Ársuppgjör flugfélagsins Play var birt í dag en flugfélagið velti tuttugu milljörðum í fyrra. Afkoma félagsins var neikvæð um 6,5 milljarða króna og tvöfaldast tapið milli ára. Tap sem beintengd er ófærð á Reykjanesbrautinni í desember nemur 317 milljónum króna. „Fjárhagsstaða Play er heilbrigð og það sama má segja um lausafjárstöðu fyrirtækisins. Fyrirtækið var enn rekið með tapi árið 2022 sem var viðbúið í ljósi þess að við erum sprotafyrirtæki í miklum vexti að bæta við flugvélum, áfangastöðum og starfsfólki auk þess sem við höfum verið að kynna nýtt vörumerki á markaði sem kostar bæði tíma og fjármuni. Við sjáum hins vegar skýra og jákvæða þróun sem staðfestir að við erum á réttri leið og munum fljótlega sjá hagnað af fjárfestingunum eftir því sem við verðum sterkari á markaði,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play í tilkynningu. Hlutafé félagsins var nýlega aukið um 2,3 milljarða króna og er handbært og bundið fé félagsins nú 5,2 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall er 11,6 prósent og hefur félagið engar ytri vaxtaberandi skuldir. Ársuppgjörið verður kynnt í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 16:15. Hægt verður að fylgjast með í fréttinni hér fyrir neðan. Sætanýting árið 2022 var 79,7 prósent og stundvísi 91 prósent. Heildarfjöldi farþega fyrir árið er 789 þúsund og stefnir félagið á að flytja 1,5 til 1,7 milljónir farþega árið 2023. Þá spáir félagið því að það nái rekstrarhagnaði á árinu. „Það er gleðiefni að tilkynna auknar tekjur og sætanýtingu á fjórða ársfjórðungi 2022. Undanfarna mánuði höfum við náð betri sætanýtingu en flest önnur flugfélög sem við berum okkur saman við og á sama tíma mælist stundvísi okkar með því besta sem gerist í heiminum. Flugrekstur á ársfjórðungnum gekk sérlega vel en við flugum með um 250.000 farþega og meðalsætanýting mældist 80,3%. Þessar tölur staðfesta að okkur er tekið fagnandi á markaði sem fyllir okkur öll stolti,“ segir Birgir. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira
Ársuppgjör flugfélagsins Play var birt í dag en flugfélagið velti tuttugu milljörðum í fyrra. Afkoma félagsins var neikvæð um 6,5 milljarða króna og tvöfaldast tapið milli ára. Tap sem beintengd er ófærð á Reykjanesbrautinni í desember nemur 317 milljónum króna. „Fjárhagsstaða Play er heilbrigð og það sama má segja um lausafjárstöðu fyrirtækisins. Fyrirtækið var enn rekið með tapi árið 2022 sem var viðbúið í ljósi þess að við erum sprotafyrirtæki í miklum vexti að bæta við flugvélum, áfangastöðum og starfsfólki auk þess sem við höfum verið að kynna nýtt vörumerki á markaði sem kostar bæði tíma og fjármuni. Við sjáum hins vegar skýra og jákvæða þróun sem staðfestir að við erum á réttri leið og munum fljótlega sjá hagnað af fjárfestingunum eftir því sem við verðum sterkari á markaði,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play í tilkynningu. Hlutafé félagsins var nýlega aukið um 2,3 milljarða króna og er handbært og bundið fé félagsins nú 5,2 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall er 11,6 prósent og hefur félagið engar ytri vaxtaberandi skuldir. Ársuppgjörið verður kynnt í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 16:15. Hægt verður að fylgjast með í fréttinni hér fyrir neðan. Sætanýting árið 2022 var 79,7 prósent og stundvísi 91 prósent. Heildarfjöldi farþega fyrir árið er 789 þúsund og stefnir félagið á að flytja 1,5 til 1,7 milljónir farþega árið 2023. Þá spáir félagið því að það nái rekstrarhagnaði á árinu. „Það er gleðiefni að tilkynna auknar tekjur og sætanýtingu á fjórða ársfjórðungi 2022. Undanfarna mánuði höfum við náð betri sætanýtingu en flest önnur flugfélög sem við berum okkur saman við og á sama tíma mælist stundvísi okkar með því besta sem gerist í heiminum. Flugrekstur á ársfjórðungnum gekk sérlega vel en við flugum með um 250.000 farþega og meðalsætanýting mældist 80,3%. Þessar tölur staðfesta að okkur er tekið fagnandi á markaði sem fyllir okkur öll stolti,“ segir Birgir.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Sjá meira