Ekki Hvammsvirkjun! Hólmfríður Árnadóttir skrifar 15. febrúar 2023 17:00 Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga á að vernda vatnsfarvegi og landslag sem er sérstætt eða fágætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis. Nú á dögunum fékk Landsvirkjun virkjunarleyfi hjá Orkustofnun vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði aflstöð neðarlega í Þjórsá, í byggð á einu fallegasta útivistarsvæði landsins. Ef af virkjun yrði gæti 55 km² svæði orðið að virkjunarmannvirki sem yrði vel sýnilegt og óafturkræft inngrip í náttúrulegt landslags svæðisins. Í stað straumharðrar jökulár með grónum eyjum kæmi 4 km² lón með stíflugörðum og á um 3 km kafla neðan stíflu að Ölmóðsey myndi rennsli í farvegi árinnar verða verulega skert með tilheyrandi áhrifum á lífríkið. Lífríki sem við eigum að vernda umfram allt. Þess utan yrði þessi framkvæmd dýr og afllítill kostur þegar upp er staðið svo hugmyndin er í raun afleit. Þessa ákvörðun verður að endurskoða og þá með tilliti til samfélagslegar áhrifa allra þriggja fyrirhugaðra virkjana í byggð á nærsamfélagið allt en ekki einungis þeirra tveggja, Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar, sem nú eru í biðflokki. Tíu kærur bárust vegna virkjunarleyfis í Þjórsá og allar krefjast þær þess að ákvörðun um veitingu virkjunarleyfis verði felld úr gildi. Þar er einnig vísað til þess að umhverfismatið sem leyfið er byggt á er yfir tuttugu ára gamalt, þá var annað samfélag hér en er nú og margt breyst náttúrunni í hag. Brot á þátttökurétti almennings er einnig tiltekið sem og að í raun hafi matið gamla verið byggt á annarri framkvæmd og það að gera ekki nýtt mat sé í raun brot á rannsóknarreglu stjórnsýslulaga því ekki sé stuðst við nýjustu og réttustu upplýsingar um fyrirhugaða framkvæmd. Vitað er að framkvæmdir við Hvammsvirkjun raska lífríki Þjórsár gríðarlega og hafa óafturkræf umhverfisáhrif eins og kærur veiðifélaga Þjórsár og Kálfár benda glögglega á. Framkvæmdir myndu vera ógn við laxastofninn í ánni en í Þjórsá lifir einn stærsti laxastofn á Íslandi. Þá er Þjórsá einnig lengst allra íslenskra áa, í henni eru margir fossar hver öðrum fallegri og umhverfi hennar dásamlegt á að líta. Hún rennur að miklu leyti á Þjórsárhrauni hinu mikla sem er stærsta flæðihraun sem runnið hefur í nútíma á jörðinni og telur Landvernd Þjórsá hafa sérstöðu á heimsmælikvarða og þá sérstaklega neðsta hluta hennar sem að mestu er ósnortinn í dag. Þess utan hefur þessi virkjunar hugmynd leikið nærsamfélagið grátt og framganga Landsvirkjunar gagnvart því grafalvarleg eins og lesa má um í greinum Önnu Bjarkar Hjaltadóttur. Við verðum að láta náttúruna njóta vafans og alltaf gæta ítrustu varúðar við óafturkræfar ákvarðanir svo ekki sé minnst á mikilvægi þess að vera viss um nauðsyn þess að auka við raforku áður en samfélögum og náttúru er raskað. Í þingsályktun um vernd og orkunýtingu landssvæða er áréttað að tryggt sé að þar sem finna megi virkjunarkosti verði ákvarðanataka að vera byggð á langtímasjónarmiðum, heildstæðu hagsmunamati með tilliti til verndargildis náttúru, menningarsögulegrar minja og annarra gilda er varðar þjóðarhag, vernd og sjálfbæra þróun. Ég hvet alla hlutaðeigandi til að horfa til samfélagslegrar ábyrgðar og náttúruverndar með því að hverfa frá öllum virkjunarhugmyndum í Þjórsá. Ein virkjun og hvað þá tvær til viðbótar í Þjórsá yrðu mannlegar náttúruhamfarir. Hamfarir sem myndu eyðileggja ána, lífríkið, náttúruna og samfélagið allt um kring. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Orkumál Umhverfismál Vinstri græn Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga á að vernda vatnsfarvegi og landslag sem er sérstætt eða fágætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis. Nú á dögunum fékk Landsvirkjun virkjunarleyfi hjá Orkustofnun vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði aflstöð neðarlega í Þjórsá, í byggð á einu fallegasta útivistarsvæði landsins. Ef af virkjun yrði gæti 55 km² svæði orðið að virkjunarmannvirki sem yrði vel sýnilegt og óafturkræft inngrip í náttúrulegt landslags svæðisins. Í stað straumharðrar jökulár með grónum eyjum kæmi 4 km² lón með stíflugörðum og á um 3 km kafla neðan stíflu að Ölmóðsey myndi rennsli í farvegi árinnar verða verulega skert með tilheyrandi áhrifum á lífríkið. Lífríki sem við eigum að vernda umfram allt. Þess utan yrði þessi framkvæmd dýr og afllítill kostur þegar upp er staðið svo hugmyndin er í raun afleit. Þessa ákvörðun verður að endurskoða og þá með tilliti til samfélagslegar áhrifa allra þriggja fyrirhugaðra virkjana í byggð á nærsamfélagið allt en ekki einungis þeirra tveggja, Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar, sem nú eru í biðflokki. Tíu kærur bárust vegna virkjunarleyfis í Þjórsá og allar krefjast þær þess að ákvörðun um veitingu virkjunarleyfis verði felld úr gildi. Þar er einnig vísað til þess að umhverfismatið sem leyfið er byggt á er yfir tuttugu ára gamalt, þá var annað samfélag hér en er nú og margt breyst náttúrunni í hag. Brot á þátttökurétti almennings er einnig tiltekið sem og að í raun hafi matið gamla verið byggt á annarri framkvæmd og það að gera ekki nýtt mat sé í raun brot á rannsóknarreglu stjórnsýslulaga því ekki sé stuðst við nýjustu og réttustu upplýsingar um fyrirhugaða framkvæmd. Vitað er að framkvæmdir við Hvammsvirkjun raska lífríki Þjórsár gríðarlega og hafa óafturkræf umhverfisáhrif eins og kærur veiðifélaga Þjórsár og Kálfár benda glögglega á. Framkvæmdir myndu vera ógn við laxastofninn í ánni en í Þjórsá lifir einn stærsti laxastofn á Íslandi. Þá er Þjórsá einnig lengst allra íslenskra áa, í henni eru margir fossar hver öðrum fallegri og umhverfi hennar dásamlegt á að líta. Hún rennur að miklu leyti á Þjórsárhrauni hinu mikla sem er stærsta flæðihraun sem runnið hefur í nútíma á jörðinni og telur Landvernd Þjórsá hafa sérstöðu á heimsmælikvarða og þá sérstaklega neðsta hluta hennar sem að mestu er ósnortinn í dag. Þess utan hefur þessi virkjunar hugmynd leikið nærsamfélagið grátt og framganga Landsvirkjunar gagnvart því grafalvarleg eins og lesa má um í greinum Önnu Bjarkar Hjaltadóttur. Við verðum að láta náttúruna njóta vafans og alltaf gæta ítrustu varúðar við óafturkræfar ákvarðanir svo ekki sé minnst á mikilvægi þess að vera viss um nauðsyn þess að auka við raforku áður en samfélögum og náttúru er raskað. Í þingsályktun um vernd og orkunýtingu landssvæða er áréttað að tryggt sé að þar sem finna megi virkjunarkosti verði ákvarðanataka að vera byggð á langtímasjónarmiðum, heildstæðu hagsmunamati með tilliti til verndargildis náttúru, menningarsögulegrar minja og annarra gilda er varðar þjóðarhag, vernd og sjálfbæra þróun. Ég hvet alla hlutaðeigandi til að horfa til samfélagslegrar ábyrgðar og náttúruverndar með því að hverfa frá öllum virkjunarhugmyndum í Þjórsá. Ein virkjun og hvað þá tvær til viðbótar í Þjórsá yrðu mannlegar náttúruhamfarir. Hamfarir sem myndu eyðileggja ána, lífríkið, náttúruna og samfélagið allt um kring. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun