Xavi segir að Raphinha hafi ekki þurft að biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2023 16:01 Raphinha fagnar marki sínu fyrir Barcelona á móti Manchester United í gærkvöldi. AP/Joan Monfort Brasilíski knattspyrnumaðurinn Raphinha baðst í gær afsökunar á því hvernig hann brást við þegar hann var tekinn af velli í 2-2 jafntefli Barcelona og Manchester United í Evrópudeildinni. Raphinha var nýbúinn að jafna metin í 2-2 þegar Xavi ákvað að taka hann af velli og setja Ferran Torres inn á í staðinn. Raphinha var þarna bæði búinn að skora og leggja upp mark í leiknum og þótti mörgum skrýtið að sjá hann tekinn af velli þegar liðið þurfti á marki að halda. Hann sjálfur var mjög ósáttur með skiptinguna og liðsfélagi hans Jordi Alba þurfti meðal annars að róa hann niður. Xavi: I understand Raphinha's irritation very well. I also got irritated when I left, but I do it for the good of the team and not to harm anyone. He came to apologize later, but there's no need. It's normal to be angry #FCB pic.twitter.com/EgfwuW4zqZ— Rohit Barcaadmirers (@barcaadmirers) February 16, 2023 „Ég vil biðja alla afsökunar opinberlega,“ sagði Raphinha við Movistar eftir leikinn. „Ég bið þjálfarann, Ferran og alla stuðningsmennina afsökunar. Við viljum allir svo mikið spila og þú missir stundum stjórn á tilfinningunum og þá getur þetta gerst. Við erum allir mannlegir. Ég gerði mistök og biðst afsökunar á þeim,“ sagði Raphinha. Þjálfari hans Xavi Hernández var bara ef eitthvað er ánægður með að fá þessi viðbrögð frá leikmanni sínum. „Ég skil fullkomlega reiði hans. Þetta gerðist líka fyrir mig á mínum ferli en ég tek ákvarðanir fyrir liðið en ekki einstaka leikmenn,“ sagði Xavi Hernández. „Hann hefur komið fram og beðist afsökunar en hann þurfti þess ekki. Svona hugarfar eiga menn að hafa. Ég horfi ekki á þetta neikvætt, ég sé þetta sem jákvæðan hlut. Leikmenn mega líka svívirða mig ef þeir vilja og ég meina það,“ sagði Xavi. Xavi on Raphinha s reaction: I see and understand Raphinha's anger, I was also angry. I make the changes thinking abt the team and not to point fingers at anyone #FCB Raphinha has apologized to me but he didn't have to. I see it as positive that everyone wants to play . pic.twitter.com/dvAC6XyROR— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 16, 2023 Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Sjá meira
Raphinha var nýbúinn að jafna metin í 2-2 þegar Xavi ákvað að taka hann af velli og setja Ferran Torres inn á í staðinn. Raphinha var þarna bæði búinn að skora og leggja upp mark í leiknum og þótti mörgum skrýtið að sjá hann tekinn af velli þegar liðið þurfti á marki að halda. Hann sjálfur var mjög ósáttur með skiptinguna og liðsfélagi hans Jordi Alba þurfti meðal annars að róa hann niður. Xavi: I understand Raphinha's irritation very well. I also got irritated when I left, but I do it for the good of the team and not to harm anyone. He came to apologize later, but there's no need. It's normal to be angry #FCB pic.twitter.com/EgfwuW4zqZ— Rohit Barcaadmirers (@barcaadmirers) February 16, 2023 „Ég vil biðja alla afsökunar opinberlega,“ sagði Raphinha við Movistar eftir leikinn. „Ég bið þjálfarann, Ferran og alla stuðningsmennina afsökunar. Við viljum allir svo mikið spila og þú missir stundum stjórn á tilfinningunum og þá getur þetta gerst. Við erum allir mannlegir. Ég gerði mistök og biðst afsökunar á þeim,“ sagði Raphinha. Þjálfari hans Xavi Hernández var bara ef eitthvað er ánægður með að fá þessi viðbrögð frá leikmanni sínum. „Ég skil fullkomlega reiði hans. Þetta gerðist líka fyrir mig á mínum ferli en ég tek ákvarðanir fyrir liðið en ekki einstaka leikmenn,“ sagði Xavi Hernández. „Hann hefur komið fram og beðist afsökunar en hann þurfti þess ekki. Svona hugarfar eiga menn að hafa. Ég horfi ekki á þetta neikvætt, ég sé þetta sem jákvæðan hlut. Leikmenn mega líka svívirða mig ef þeir vilja og ég meina það,“ sagði Xavi. Xavi on Raphinha s reaction: I see and understand Raphinha's anger, I was also angry. I make the changes thinking abt the team and not to point fingers at anyone #FCB Raphinha has apologized to me but he didn't have to. I see it as positive that everyone wants to play . pic.twitter.com/dvAC6XyROR— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 16, 2023
Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Sjá meira