Xavi segir að Raphinha hafi ekki þurft að biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2023 16:01 Raphinha fagnar marki sínu fyrir Barcelona á móti Manchester United í gærkvöldi. AP/Joan Monfort Brasilíski knattspyrnumaðurinn Raphinha baðst í gær afsökunar á því hvernig hann brást við þegar hann var tekinn af velli í 2-2 jafntefli Barcelona og Manchester United í Evrópudeildinni. Raphinha var nýbúinn að jafna metin í 2-2 þegar Xavi ákvað að taka hann af velli og setja Ferran Torres inn á í staðinn. Raphinha var þarna bæði búinn að skora og leggja upp mark í leiknum og þótti mörgum skrýtið að sjá hann tekinn af velli þegar liðið þurfti á marki að halda. Hann sjálfur var mjög ósáttur með skiptinguna og liðsfélagi hans Jordi Alba þurfti meðal annars að róa hann niður. Xavi: I understand Raphinha's irritation very well. I also got irritated when I left, but I do it for the good of the team and not to harm anyone. He came to apologize later, but there's no need. It's normal to be angry #FCB pic.twitter.com/EgfwuW4zqZ— Rohit Barcaadmirers (@barcaadmirers) February 16, 2023 „Ég vil biðja alla afsökunar opinberlega,“ sagði Raphinha við Movistar eftir leikinn. „Ég bið þjálfarann, Ferran og alla stuðningsmennina afsökunar. Við viljum allir svo mikið spila og þú missir stundum stjórn á tilfinningunum og þá getur þetta gerst. Við erum allir mannlegir. Ég gerði mistök og biðst afsökunar á þeim,“ sagði Raphinha. Þjálfari hans Xavi Hernández var bara ef eitthvað er ánægður með að fá þessi viðbrögð frá leikmanni sínum. „Ég skil fullkomlega reiði hans. Þetta gerðist líka fyrir mig á mínum ferli en ég tek ákvarðanir fyrir liðið en ekki einstaka leikmenn,“ sagði Xavi Hernández. „Hann hefur komið fram og beðist afsökunar en hann þurfti þess ekki. Svona hugarfar eiga menn að hafa. Ég horfi ekki á þetta neikvætt, ég sé þetta sem jákvæðan hlut. Leikmenn mega líka svívirða mig ef þeir vilja og ég meina það,“ sagði Xavi. Xavi on Raphinha s reaction: I see and understand Raphinha's anger, I was also angry. I make the changes thinking abt the team and not to point fingers at anyone #FCB Raphinha has apologized to me but he didn't have to. I see it as positive that everyone wants to play . pic.twitter.com/dvAC6XyROR— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 16, 2023 Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Raphinha var nýbúinn að jafna metin í 2-2 þegar Xavi ákvað að taka hann af velli og setja Ferran Torres inn á í staðinn. Raphinha var þarna bæði búinn að skora og leggja upp mark í leiknum og þótti mörgum skrýtið að sjá hann tekinn af velli þegar liðið þurfti á marki að halda. Hann sjálfur var mjög ósáttur með skiptinguna og liðsfélagi hans Jordi Alba þurfti meðal annars að róa hann niður. Xavi: I understand Raphinha's irritation very well. I also got irritated when I left, but I do it for the good of the team and not to harm anyone. He came to apologize later, but there's no need. It's normal to be angry #FCB pic.twitter.com/EgfwuW4zqZ— Rohit Barcaadmirers (@barcaadmirers) February 16, 2023 „Ég vil biðja alla afsökunar opinberlega,“ sagði Raphinha við Movistar eftir leikinn. „Ég bið þjálfarann, Ferran og alla stuðningsmennina afsökunar. Við viljum allir svo mikið spila og þú missir stundum stjórn á tilfinningunum og þá getur þetta gerst. Við erum allir mannlegir. Ég gerði mistök og biðst afsökunar á þeim,“ sagði Raphinha. Þjálfari hans Xavi Hernández var bara ef eitthvað er ánægður með að fá þessi viðbrögð frá leikmanni sínum. „Ég skil fullkomlega reiði hans. Þetta gerðist líka fyrir mig á mínum ferli en ég tek ákvarðanir fyrir liðið en ekki einstaka leikmenn,“ sagði Xavi Hernández. „Hann hefur komið fram og beðist afsökunar en hann þurfti þess ekki. Svona hugarfar eiga menn að hafa. Ég horfi ekki á þetta neikvætt, ég sé þetta sem jákvæðan hlut. Leikmenn mega líka svívirða mig ef þeir vilja og ég meina það,“ sagði Xavi. Xavi on Raphinha s reaction: I see and understand Raphinha's anger, I was also angry. I make the changes thinking abt the team and not to point fingers at anyone #FCB Raphinha has apologized to me but he didn't have to. I see it as positive that everyone wants to play . pic.twitter.com/dvAC6XyROR— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 16, 2023
Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira