Stefnumótun matvælaráðuneytisins byggir á kjaftasögum Sigurjón Þórðarson skrifar 17. febrúar 2023 12:17 Stefnumótun Svandísar Svavarsdóttur, ráðherra Vg, undir því kaldhæðnislega slagorði „Auðlindin okkar“ verður í framtíðinni líklega notuð sem kennslubókardæmi í háskólum, í opinberri stjórnsýslu, um stefnumótun stjórnvalda í þágu almennings sem getur snúist upp í andhverfu sína þegar fram líða stundir. Yfirlýst markmið starfsins var að koma með tillögur um breytingar á stjórn fiskveiða með það að markmiði að þjóðin yrði sáttari við kvótakerfið sem sært hefur réttlætiskennd þjóðarinnar. Einn helsti fyrirliðinn í starfi Auðlindarinnar okkar, fyrrum forstjóra HB Granda, hefur reynt að toga og teygja þetta einfalda og skýra markmið með einhverju orðasalati um að það sé afar óljóst hvert markmið starfsins ætti að vera. Þessi leikaraskapur gaf til kynna að starfið yrði ekki upp á marga fiska fyrir eiganda auðlindarinnar, þ.e. þjóðina. Engu að síður kemur áhugasömum í opna skjöldu á hve veikum grunni bráðabirgðatillögur Auðlindarinnar okkar byggja og að þær séu án alls rökstuðnings. Öll framsetning tillagnanna minnir á auglýsingabækling þar sem boðskapurinn er að lesandinn kaupi núverandi kerfi, þar sem heldur er hert á óréttlætinu gagnvart þjóðinni. Stór hluti af 60 bráðabirgðatillögunum nefndastarfsins byggir á hreinum kjaftasögum sem er búið að lepja í nefndarmenn Auðlindarinnar okkar sem ekki er nokkur leið að rökstyðja. Mikið púður fer í að sverta þann afla sem er eftirsóknarverðastur á fiskmörkuðum, þ.e. frá dagróðrabátum, og gefið í skyn að hann sé verri en fiskur veiddur af togurum. Eru íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í samkeppni? Aðrar tillögur eiga uppruna sinn í áróðri frá SFS, sem nefndarmenn hafa ekki haft fyrir að kanna nánar. Í skýrslunni er endurtekin sú mantra að íslenskur sjávarútvegur eigi í gríðarlega mikilli samkeppni við erlendan sjávarútveg og megi ráða að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu að tækla það með því að vera þau bestu í heimi. Allir vita að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki – kvótaþegar – eru ekki í neinni samkeppni á Íslandsmiðum og að íslenskur sjávarútvegur hefur hvorki staðið sig í markaðssetningu né því að viðhalda sérstöðu á alþjóðamörkuðum. Vörumerkið fiskur frá Íslandi var vel þekkt fyrir nokkrum áratugum. Ísland hefur dregist langt aftur úr Norðmönnum þegar kemur að markaðssetningu á fiski, sem er jafnan lykill að háu verði. Í bráðabirgðatillögum Auðlindarinnar okkar er sagt frá því berum orðum að íslenskur fiskur sé lítt þekktur á neytendamarkaði og að hann sé lítið brot af framboðinu á heimsvísu. Þessi niðurstaða verður ekki skilin öðruvísi en svo að íslenskur fiskur sé vara á hrávörumarkaði. Íslenskur fiskur er því hvorki ráðandi né með sérstöðu á markaði heldur þiggur það verð sem markaðurinn gefur. Það að halda því fram að íslenskur fiskur sé í gríðarlegri alþjóðlegri samkeppni er eins og að halda því fram að norsk olíuframleiðsla sé í mikilli samkeppni við breska olíuframleiðslu á hrávörumörkuðum. Staðreyndin er að allur olíuiðnaður lýtur sömu lögmálum á uppboðsmörkuðum olíu. Ekki er að sjá á niðurstöðum í ársreikningum íslenskra stórútgerða sem hafa einokun á nýtingu fiskimiðanna umfram aðra landsmenn að hin meinta „samkeppni“ erlendra aðila hafi skaðað rekstur fyrirtækjanna. Síður en svo, enda er hér um innantóman frasa að ræða sem ekki verður efnismeiri við sífellda endurtekningu. Hvergi er að finna umfjöllun um rannsóknarvinnu starfshópa Auðlindarinnar okkar sem gefi til kynna að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki skili svipuðu eða hærra skilaverði á afurðum til Íslands en norsk fyrirtæki skila til Noregs á sambærilegum mörkuðum. Ástæðan fyrir skorti á umfjöllun getur varla verið önnur en sú að við stöndum Norðmönnum langt að baki. Engar tillögur um nýliðun eða heiðarlega viðskiptahætti! Það sætir mikilli furðu í vinnu Auðlindarinnar okkar að ekki séu skoðaðir þættir sem tryggja frjálsa samkeppni, nýliðun og heiðarlega viðskiptahætti. Skortur á samkeppni sem leitt hefur af sér ofsagróða er farinn að hafa óeðlileg áhrif á íslenskt viðskiptaumhverfi. Ýmsar tillögur nefndarinnar ganga frekar út á að koma í veg fyrir þá litlu nýliðun sem á sér stað í strandveiðikerfinu og gera lítið úr eða fjalla ekki um þá forgjöf sem þeir stóru fá umfram þá smáu í kerfinu. Má þar benda á þrefaldar vigtarreglur, tvöfalda verðlagningu á fiski og einfaldara eftirlit fyrir stórútgerðina. Svarið við spurningunni um hvort íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu í mikilli samkeppni við erlend er augljóslega nei. Engin gögn eða úttektir sýna heldur fram á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu að gera betur en norsk svo nærtækt dæmi sé tekið. Við þurfum ekki svona kjaftasögur, heldur staðreyndir og svo bitastæðar tillögur. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Sigurjón Þórðarson Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Sjá meira
Stefnumótun Svandísar Svavarsdóttur, ráðherra Vg, undir því kaldhæðnislega slagorði „Auðlindin okkar“ verður í framtíðinni líklega notuð sem kennslubókardæmi í háskólum, í opinberri stjórnsýslu, um stefnumótun stjórnvalda í þágu almennings sem getur snúist upp í andhverfu sína þegar fram líða stundir. Yfirlýst markmið starfsins var að koma með tillögur um breytingar á stjórn fiskveiða með það að markmiði að þjóðin yrði sáttari við kvótakerfið sem sært hefur réttlætiskennd þjóðarinnar. Einn helsti fyrirliðinn í starfi Auðlindarinnar okkar, fyrrum forstjóra HB Granda, hefur reynt að toga og teygja þetta einfalda og skýra markmið með einhverju orðasalati um að það sé afar óljóst hvert markmið starfsins ætti að vera. Þessi leikaraskapur gaf til kynna að starfið yrði ekki upp á marga fiska fyrir eiganda auðlindarinnar, þ.e. þjóðina. Engu að síður kemur áhugasömum í opna skjöldu á hve veikum grunni bráðabirgðatillögur Auðlindarinnar okkar byggja og að þær séu án alls rökstuðnings. Öll framsetning tillagnanna minnir á auglýsingabækling þar sem boðskapurinn er að lesandinn kaupi núverandi kerfi, þar sem heldur er hert á óréttlætinu gagnvart þjóðinni. Stór hluti af 60 bráðabirgðatillögunum nefndastarfsins byggir á hreinum kjaftasögum sem er búið að lepja í nefndarmenn Auðlindarinnar okkar sem ekki er nokkur leið að rökstyðja. Mikið púður fer í að sverta þann afla sem er eftirsóknarverðastur á fiskmörkuðum, þ.e. frá dagróðrabátum, og gefið í skyn að hann sé verri en fiskur veiddur af togurum. Eru íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í samkeppni? Aðrar tillögur eiga uppruna sinn í áróðri frá SFS, sem nefndarmenn hafa ekki haft fyrir að kanna nánar. Í skýrslunni er endurtekin sú mantra að íslenskur sjávarútvegur eigi í gríðarlega mikilli samkeppni við erlendan sjávarútveg og megi ráða að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu að tækla það með því að vera þau bestu í heimi. Allir vita að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki – kvótaþegar – eru ekki í neinni samkeppni á Íslandsmiðum og að íslenskur sjávarútvegur hefur hvorki staðið sig í markaðssetningu né því að viðhalda sérstöðu á alþjóðamörkuðum. Vörumerkið fiskur frá Íslandi var vel þekkt fyrir nokkrum áratugum. Ísland hefur dregist langt aftur úr Norðmönnum þegar kemur að markaðssetningu á fiski, sem er jafnan lykill að háu verði. Í bráðabirgðatillögum Auðlindarinnar okkar er sagt frá því berum orðum að íslenskur fiskur sé lítt þekktur á neytendamarkaði og að hann sé lítið brot af framboðinu á heimsvísu. Þessi niðurstaða verður ekki skilin öðruvísi en svo að íslenskur fiskur sé vara á hrávörumarkaði. Íslenskur fiskur er því hvorki ráðandi né með sérstöðu á markaði heldur þiggur það verð sem markaðurinn gefur. Það að halda því fram að íslenskur fiskur sé í gríðarlegri alþjóðlegri samkeppni er eins og að halda því fram að norsk olíuframleiðsla sé í mikilli samkeppni við breska olíuframleiðslu á hrávörumörkuðum. Staðreyndin er að allur olíuiðnaður lýtur sömu lögmálum á uppboðsmörkuðum olíu. Ekki er að sjá á niðurstöðum í ársreikningum íslenskra stórútgerða sem hafa einokun á nýtingu fiskimiðanna umfram aðra landsmenn að hin meinta „samkeppni“ erlendra aðila hafi skaðað rekstur fyrirtækjanna. Síður en svo, enda er hér um innantóman frasa að ræða sem ekki verður efnismeiri við sífellda endurtekningu. Hvergi er að finna umfjöllun um rannsóknarvinnu starfshópa Auðlindarinnar okkar sem gefi til kynna að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki skili svipuðu eða hærra skilaverði á afurðum til Íslands en norsk fyrirtæki skila til Noregs á sambærilegum mörkuðum. Ástæðan fyrir skorti á umfjöllun getur varla verið önnur en sú að við stöndum Norðmönnum langt að baki. Engar tillögur um nýliðun eða heiðarlega viðskiptahætti! Það sætir mikilli furðu í vinnu Auðlindarinnar okkar að ekki séu skoðaðir þættir sem tryggja frjálsa samkeppni, nýliðun og heiðarlega viðskiptahætti. Skortur á samkeppni sem leitt hefur af sér ofsagróða er farinn að hafa óeðlileg áhrif á íslenskt viðskiptaumhverfi. Ýmsar tillögur nefndarinnar ganga frekar út á að koma í veg fyrir þá litlu nýliðun sem á sér stað í strandveiðikerfinu og gera lítið úr eða fjalla ekki um þá forgjöf sem þeir stóru fá umfram þá smáu í kerfinu. Má þar benda á þrefaldar vigtarreglur, tvöfalda verðlagningu á fiski og einfaldara eftirlit fyrir stórútgerðina. Svarið við spurningunni um hvort íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu í mikilli samkeppni við erlend er augljóslega nei. Engin gögn eða úttektir sýna heldur fram á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu að gera betur en norsk svo nærtækt dæmi sé tekið. Við þurfum ekki svona kjaftasögur, heldur staðreyndir og svo bitastæðar tillögur. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun