Öryggisvörður sem njósnaði fyrir Rússa leiddur í gildru Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2023 13:39 David Ballantyne Smith njósnaði fyrir Rússa frá 2020 til 2021, svo vitað sé. Dómari sagðist sannfærður um að njósnirnar hefðu byrjað árið 2018. AP/Lögreglan í Lundúnum Breskur öryggisvörður í sendiráði Breta í Berlín hefur verið dæmdur í rúmlega þrettán ára fangelsi fyrir að njósna fyrir Rússa. David Ballantyne Smith er 58 ára gamall en sagðist ekki hafa ætlað að valda skaða. Smith sagði fyrir dómi að hann hefði verið þunglyndur, einmana og verið að drekka mikið þegar hann ákvað að leka leyndarmálum til Rússa með því markmiði að valda yfirvöldum Bretlands skömm. David Ballantyne Smith er 58 ára gamall.Lögreglan í Lundúnum Dómarinn gaf þó ekki mikið fyrir þá afsökun, samkvæmt frétt Sky News. Hann sagði öryggisvörðinn hafa safnað mikið af leyndarmálum til að koma þeim til óvinveitts ríkis og valda Bretlandi skaða. „Þitt starf var að tryggja öryggi sendiráðsins og starfsfólksins þar,“ sagði dómarinn. Hann sagði einnig að Smith hefði fengið greitt fyrir njósnir sínar, sem fólust meðal annars í því að útvega Rússum nöfn, myndir og upplýsingar um starfsmenn sendiráðsins. Smith tók einnig myndir og skjöl af skrifborðum og úr skúffum og útvegaði Rússum einnig myndband sem hann tók upp er hann gekk um ganga sendiráðsins og myndaði inn á skrifstofur. Smith er einnig sagður hafa gefið Rússum leynileg skjöl sem innihéldu meðal annars skilaboð til Boris Johnson, sem þá var forsætisráðherra Bretlands. Njósnarinn hafði verið undir eftirliti um nokkuð skeið áður en hann var handtekinn. Samkvæmt yfirlýsingunni frá lögreglunni í Lundúnum komst upp um hann þegar hann sendi bréf til starfsmanns sendiráðs Rússlands en það bréf innihélt leynileg skjöl og upplýsingar um starfsmenn breska sendiráðsins. Rannsóknin hófst í lok árs 2020 og var meðal annars fylgst með Smith með földum myndavélum. Til að góma hann lögðu rannsakendur fyrir hann gildru í ágúst 2021. Breskur útsendari þóttist vera rússneskur embættismaður og fór í sendiráðið. Þar sá hann til þess að Smith heyrði sig bjóðast til þess að útvega Bretum leynilegar upplýsingar frá Rússlandi. Hér má sjá Smith taka myndband af öryggismyndavélaskjám í breska sendiráðinu í Berlín. Þarna var hann að skoða myndir af breskum útsendara sem hann hélt að væri Rússi sem ætlaði að njósna fyrir Breta.AP/Lögreglan í Lundúnum Smith sagði Rússum frá því og var honum skipað að taka afrit af þessum meintu leynilegu upplýsingum, sem hann og gerði. Var hann í kjölfarið handtekinn fyrir njósnir. Hann var einungis sakfelldur fyrir að njósnir frá 2020 til 2021 en dómarinn sagðist sannfærður um að Smith hefði byrjað að njósna fyrir Rússa árið 2018 og byggði hann þá skoðun sína á gögnum málsins. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu saksóknara um dóminn í dag. BREAKING: The Crown Prosecution Service delivers a statement on the sentencing of David Smith for spying on behalf of Russia, motivated by 'a combination of greed and a hatred of our country'Full story: https://t.co/qRXlc5dejb Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/1yo1fQiLLP— Sky News (@SkyNews) February 17, 2023 Bretland Rússland Tengdar fréttir Annar Þjóðverji handtekinn vegna njósna fyrir Rússa Lögreglan í Þýskalandi handtók á sunnudaginn annan mann vegna umfangsmikils og vandræðalegs njósnamáls. Í desember var starfsmaður BND, leyniþjónustu Þýskalands, handtekinn og er sá grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa. 26. janúar 2023 16:38 Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06 Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12 Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Rússnesku hjónin svo voru handtekin í Svíþjóð í vikunni fyrir njósnir, áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Hjónin eru einnig sögð tengjast fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. 26. nóvember 2022 12:45 Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Smith sagði fyrir dómi að hann hefði verið þunglyndur, einmana og verið að drekka mikið þegar hann ákvað að leka leyndarmálum til Rússa með því markmiði að valda yfirvöldum Bretlands skömm. David Ballantyne Smith er 58 ára gamall.Lögreglan í Lundúnum Dómarinn gaf þó ekki mikið fyrir þá afsökun, samkvæmt frétt Sky News. Hann sagði öryggisvörðinn hafa safnað mikið af leyndarmálum til að koma þeim til óvinveitts ríkis og valda Bretlandi skaða. „Þitt starf var að tryggja öryggi sendiráðsins og starfsfólksins þar,“ sagði dómarinn. Hann sagði einnig að Smith hefði fengið greitt fyrir njósnir sínar, sem fólust meðal annars í því að útvega Rússum nöfn, myndir og upplýsingar um starfsmenn sendiráðsins. Smith tók einnig myndir og skjöl af skrifborðum og úr skúffum og útvegaði Rússum einnig myndband sem hann tók upp er hann gekk um ganga sendiráðsins og myndaði inn á skrifstofur. Smith er einnig sagður hafa gefið Rússum leynileg skjöl sem innihéldu meðal annars skilaboð til Boris Johnson, sem þá var forsætisráðherra Bretlands. Njósnarinn hafði verið undir eftirliti um nokkuð skeið áður en hann var handtekinn. Samkvæmt yfirlýsingunni frá lögreglunni í Lundúnum komst upp um hann þegar hann sendi bréf til starfsmanns sendiráðs Rússlands en það bréf innihélt leynileg skjöl og upplýsingar um starfsmenn breska sendiráðsins. Rannsóknin hófst í lok árs 2020 og var meðal annars fylgst með Smith með földum myndavélum. Til að góma hann lögðu rannsakendur fyrir hann gildru í ágúst 2021. Breskur útsendari þóttist vera rússneskur embættismaður og fór í sendiráðið. Þar sá hann til þess að Smith heyrði sig bjóðast til þess að útvega Bretum leynilegar upplýsingar frá Rússlandi. Hér má sjá Smith taka myndband af öryggismyndavélaskjám í breska sendiráðinu í Berlín. Þarna var hann að skoða myndir af breskum útsendara sem hann hélt að væri Rússi sem ætlaði að njósna fyrir Breta.AP/Lögreglan í Lundúnum Smith sagði Rússum frá því og var honum skipað að taka afrit af þessum meintu leynilegu upplýsingum, sem hann og gerði. Var hann í kjölfarið handtekinn fyrir njósnir. Hann var einungis sakfelldur fyrir að njósnir frá 2020 til 2021 en dómarinn sagðist sannfærður um að Smith hefði byrjað að njósna fyrir Rússa árið 2018 og byggði hann þá skoðun sína á gögnum málsins. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu saksóknara um dóminn í dag. BREAKING: The Crown Prosecution Service delivers a statement on the sentencing of David Smith for spying on behalf of Russia, motivated by 'a combination of greed and a hatred of our country'Full story: https://t.co/qRXlc5dejb Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/1yo1fQiLLP— Sky News (@SkyNews) February 17, 2023
Bretland Rússland Tengdar fréttir Annar Þjóðverji handtekinn vegna njósna fyrir Rússa Lögreglan í Þýskalandi handtók á sunnudaginn annan mann vegna umfangsmikils og vandræðalegs njósnamáls. Í desember var starfsmaður BND, leyniþjónustu Þýskalands, handtekinn og er sá grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa. 26. janúar 2023 16:38 Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06 Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12 Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Rússnesku hjónin svo voru handtekin í Svíþjóð í vikunni fyrir njósnir, áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Hjónin eru einnig sögð tengjast fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. 26. nóvember 2022 12:45 Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Annar Þjóðverji handtekinn vegna njósna fyrir Rússa Lögreglan í Þýskalandi handtók á sunnudaginn annan mann vegna umfangsmikils og vandræðalegs njósnamáls. Í desember var starfsmaður BND, leyniþjónustu Þýskalands, handtekinn og er sá grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa. 26. janúar 2023 16:38
Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06
Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12
Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Rússnesku hjónin svo voru handtekin í Svíþjóð í vikunni fyrir njósnir, áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Hjónin eru einnig sögð tengjast fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. 26. nóvember 2022 12:45
Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40