Öryggisvörður sem njósnaði fyrir Rússa leiddur í gildru Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2023 13:39 David Ballantyne Smith njósnaði fyrir Rússa frá 2020 til 2021, svo vitað sé. Dómari sagðist sannfærður um að njósnirnar hefðu byrjað árið 2018. AP/Lögreglan í Lundúnum Breskur öryggisvörður í sendiráði Breta í Berlín hefur verið dæmdur í rúmlega þrettán ára fangelsi fyrir að njósna fyrir Rússa. David Ballantyne Smith er 58 ára gamall en sagðist ekki hafa ætlað að valda skaða. Smith sagði fyrir dómi að hann hefði verið þunglyndur, einmana og verið að drekka mikið þegar hann ákvað að leka leyndarmálum til Rússa með því markmiði að valda yfirvöldum Bretlands skömm. David Ballantyne Smith er 58 ára gamall.Lögreglan í Lundúnum Dómarinn gaf þó ekki mikið fyrir þá afsökun, samkvæmt frétt Sky News. Hann sagði öryggisvörðinn hafa safnað mikið af leyndarmálum til að koma þeim til óvinveitts ríkis og valda Bretlandi skaða. „Þitt starf var að tryggja öryggi sendiráðsins og starfsfólksins þar,“ sagði dómarinn. Hann sagði einnig að Smith hefði fengið greitt fyrir njósnir sínar, sem fólust meðal annars í því að útvega Rússum nöfn, myndir og upplýsingar um starfsmenn sendiráðsins. Smith tók einnig myndir og skjöl af skrifborðum og úr skúffum og útvegaði Rússum einnig myndband sem hann tók upp er hann gekk um ganga sendiráðsins og myndaði inn á skrifstofur. Smith er einnig sagður hafa gefið Rússum leynileg skjöl sem innihéldu meðal annars skilaboð til Boris Johnson, sem þá var forsætisráðherra Bretlands. Njósnarinn hafði verið undir eftirliti um nokkuð skeið áður en hann var handtekinn. Samkvæmt yfirlýsingunni frá lögreglunni í Lundúnum komst upp um hann þegar hann sendi bréf til starfsmanns sendiráðs Rússlands en það bréf innihélt leynileg skjöl og upplýsingar um starfsmenn breska sendiráðsins. Rannsóknin hófst í lok árs 2020 og var meðal annars fylgst með Smith með földum myndavélum. Til að góma hann lögðu rannsakendur fyrir hann gildru í ágúst 2021. Breskur útsendari þóttist vera rússneskur embættismaður og fór í sendiráðið. Þar sá hann til þess að Smith heyrði sig bjóðast til þess að útvega Bretum leynilegar upplýsingar frá Rússlandi. Hér má sjá Smith taka myndband af öryggismyndavélaskjám í breska sendiráðinu í Berlín. Þarna var hann að skoða myndir af breskum útsendara sem hann hélt að væri Rússi sem ætlaði að njósna fyrir Breta.AP/Lögreglan í Lundúnum Smith sagði Rússum frá því og var honum skipað að taka afrit af þessum meintu leynilegu upplýsingum, sem hann og gerði. Var hann í kjölfarið handtekinn fyrir njósnir. Hann var einungis sakfelldur fyrir að njósnir frá 2020 til 2021 en dómarinn sagðist sannfærður um að Smith hefði byrjað að njósna fyrir Rússa árið 2018 og byggði hann þá skoðun sína á gögnum málsins. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu saksóknara um dóminn í dag. BREAKING: The Crown Prosecution Service delivers a statement on the sentencing of David Smith for spying on behalf of Russia, motivated by 'a combination of greed and a hatred of our country'Full story: https://t.co/qRXlc5dejb Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/1yo1fQiLLP— Sky News (@SkyNews) February 17, 2023 Bretland Rússland Tengdar fréttir Annar Þjóðverji handtekinn vegna njósna fyrir Rússa Lögreglan í Þýskalandi handtók á sunnudaginn annan mann vegna umfangsmikils og vandræðalegs njósnamáls. Í desember var starfsmaður BND, leyniþjónustu Þýskalands, handtekinn og er sá grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa. 26. janúar 2023 16:38 Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06 Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12 Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Rússnesku hjónin svo voru handtekin í Svíþjóð í vikunni fyrir njósnir, áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Hjónin eru einnig sögð tengjast fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. 26. nóvember 2022 12:45 Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Smith sagði fyrir dómi að hann hefði verið þunglyndur, einmana og verið að drekka mikið þegar hann ákvað að leka leyndarmálum til Rússa með því markmiði að valda yfirvöldum Bretlands skömm. David Ballantyne Smith er 58 ára gamall.Lögreglan í Lundúnum Dómarinn gaf þó ekki mikið fyrir þá afsökun, samkvæmt frétt Sky News. Hann sagði öryggisvörðinn hafa safnað mikið af leyndarmálum til að koma þeim til óvinveitts ríkis og valda Bretlandi skaða. „Þitt starf var að tryggja öryggi sendiráðsins og starfsfólksins þar,“ sagði dómarinn. Hann sagði einnig að Smith hefði fengið greitt fyrir njósnir sínar, sem fólust meðal annars í því að útvega Rússum nöfn, myndir og upplýsingar um starfsmenn sendiráðsins. Smith tók einnig myndir og skjöl af skrifborðum og úr skúffum og útvegaði Rússum einnig myndband sem hann tók upp er hann gekk um ganga sendiráðsins og myndaði inn á skrifstofur. Smith er einnig sagður hafa gefið Rússum leynileg skjöl sem innihéldu meðal annars skilaboð til Boris Johnson, sem þá var forsætisráðherra Bretlands. Njósnarinn hafði verið undir eftirliti um nokkuð skeið áður en hann var handtekinn. Samkvæmt yfirlýsingunni frá lögreglunni í Lundúnum komst upp um hann þegar hann sendi bréf til starfsmanns sendiráðs Rússlands en það bréf innihélt leynileg skjöl og upplýsingar um starfsmenn breska sendiráðsins. Rannsóknin hófst í lok árs 2020 og var meðal annars fylgst með Smith með földum myndavélum. Til að góma hann lögðu rannsakendur fyrir hann gildru í ágúst 2021. Breskur útsendari þóttist vera rússneskur embættismaður og fór í sendiráðið. Þar sá hann til þess að Smith heyrði sig bjóðast til þess að útvega Bretum leynilegar upplýsingar frá Rússlandi. Hér má sjá Smith taka myndband af öryggismyndavélaskjám í breska sendiráðinu í Berlín. Þarna var hann að skoða myndir af breskum útsendara sem hann hélt að væri Rússi sem ætlaði að njósna fyrir Breta.AP/Lögreglan í Lundúnum Smith sagði Rússum frá því og var honum skipað að taka afrit af þessum meintu leynilegu upplýsingum, sem hann og gerði. Var hann í kjölfarið handtekinn fyrir njósnir. Hann var einungis sakfelldur fyrir að njósnir frá 2020 til 2021 en dómarinn sagðist sannfærður um að Smith hefði byrjað að njósna fyrir Rússa árið 2018 og byggði hann þá skoðun sína á gögnum málsins. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu saksóknara um dóminn í dag. BREAKING: The Crown Prosecution Service delivers a statement on the sentencing of David Smith for spying on behalf of Russia, motivated by 'a combination of greed and a hatred of our country'Full story: https://t.co/qRXlc5dejb Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/1yo1fQiLLP— Sky News (@SkyNews) February 17, 2023
Bretland Rússland Tengdar fréttir Annar Þjóðverji handtekinn vegna njósna fyrir Rússa Lögreglan í Þýskalandi handtók á sunnudaginn annan mann vegna umfangsmikils og vandræðalegs njósnamáls. Í desember var starfsmaður BND, leyniþjónustu Þýskalands, handtekinn og er sá grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa. 26. janúar 2023 16:38 Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06 Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12 Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Rússnesku hjónin svo voru handtekin í Svíþjóð í vikunni fyrir njósnir, áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Hjónin eru einnig sögð tengjast fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. 26. nóvember 2022 12:45 Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Annar Þjóðverji handtekinn vegna njósna fyrir Rússa Lögreglan í Þýskalandi handtók á sunnudaginn annan mann vegna umfangsmikils og vandræðalegs njósnamáls. Í desember var starfsmaður BND, leyniþjónustu Þýskalands, handtekinn og er sá grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa. 26. janúar 2023 16:38
Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24. janúar 2023 10:06
Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. 29. nóvember 2022 13:12
Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Rússnesku hjónin svo voru handtekin í Svíþjóð í vikunni fyrir njósnir, áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Hjónin eru einnig sögð tengjast fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. 26. nóvember 2022 12:45
Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. 28. október 2022 15:40