Kallað út í tómið Kolbrún Baldursdóttir skrifar 18. febrúar 2023 10:01 Nýlega er afstaðinn fundur með ungmennaráðum í borgarstjórn sem er árlegur viðburður. Í annað sinn á stuttum tíma leggur ungmennaráð fram tillögu um að aðgengi að sálfræðingum verði stórbætt. Flokkur fólksins hefur margsinnis sl. 5 ár lagt fram sambærilegar tillögur og þá bent á hvað þurfi að gera til að aðgengi barna að fagþjónustu skóla verði bætt. Biðlisti barna í grunnskólum Reykjavíkur eftir þjónustu einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga er nú 2291 sem bíða eftir fyrstu og frekari þjónustu frá fagfólki skólanna. Árið 2018 biðu um 400 börn.Hægt er að fylgjast með biðlistatölum á vef Reykjavíkurborgar (velstad). Fyrir tveimur vikum var þessi tala 2049 börn Flokki fólksins finnst það átakanlegt að hlusta á kall barnanna sem því miður kalla bara út í tómið. Ég sem sálfræðingur til meira en 30 ára og skólasálfræðingur um 10 ára skeið vil sjá sálfræðingana vera hluta af menningu skólanna, með aðsetur í skólum og að börnin, foreldrar og kennarar hafi auðvelt aðgengi að þeim. Með því að hafa sálfræðingana staðsetta á Miðstöðvum hefur myndast gjá á milli barna og sálfræðiþjónustu og hana þarf að brúa. Ef aðsetur allra sálfræðinga væru í skólunum sjálfum gætu þeir betur sinnt ráðgjöf við kennara og starfsfólk og verið til taks komi upp erfið mál. Tími sálfræðinganna myndi nýtast betur og fjármagn sparast. Sem borgarfulltrúi stóð ég í þeirri meiningu að þegar verkefnið Betri borg fyrir börn var sett á laggirnar, fyrst í Breiðholti, ætti að færa sérfræðiþjónustu meira út í skólana enda hafa skólastjórnendur kallað eftir því í mörg ár. Hlutverk sálfræðinga eins og það gagnast börnum best Hlutverk skólasálfræðinga ætti að vera fyrst og fremst að vera nálægt börnunum: Þeir ættu reglulega að ganga í bekkina í forvarnarskyni, ræða við börnin um einelti og bjóða foreldrum einnig upp á reglulega fræðslu.Starf skólasálfræðinga er afar margbreytilegt en felur í megin dráttum í sér ráðgjafarviðtöl, skimun, greiningu, fræðslu, og stuðning, eftirfylgd með málum og aðra aðkomu vegna vanda barna í leik- og grunnskólum. Horfa verður á þá staðreynd að vanlíðan og óhamingja barna hefur verið að aukast síðustu misseri og hefur það verið staðfest með fjölda rannsókna m.a.frá Landlæknisembættinu og Velferðarvaktinni sem hefur gert reglulegar kannanir. Nýlega kom út ársskýrsla velferðarsviðs. Í skýrslunni eru birtar upplýsingar um algengustu ástæður tilvísana eftir faglegri þjónustu fyrir börn og af hverju unglingar leita eftir viðtölum við sálfræðinga. Langmesta aukningin milli ára er vegna tilfinninga- og félagslegs vanda eða um 63%, og vegna málþroskavanda, 62%. Börnum með hamlandi einbeitingarvanda hefur fjölgað frá 280 í 456 börn. Fjölgun tilvísana/beiðna vegna vitsmunaþroskavanda hefur einnig aukist t.d. vegna lesskilningsvanda. Börn í vanda og vanlíðan þurfa aðstoð sálfræðinga.Birtingamyndir vanlíðan barna og unglinga er kvíði, þunglyndi, skólaforðun og sjálfsskaði en sjálfsskaði hefur færst í vöxt meðal barna. Börn sem stunda sjálfskaða fela atferlið iðulega fyrir foreldrum eins og þau geta. Nýjustu rannsóknir sýna að um 18% unglinga stunda sjálfsskaða. Vandinn hverfur ekki þótt hunsaður Ef tilfinninga-, vitsmuna- og/eða félagslegur vandi barna er hunsaður, hverfur hann ekki. Því lengur sem börn bíða án nauðsynlegrar þjónustu vegna sálræns vanda aukast líkur á að vandinn versni og verður þá enn flóknari og erfiðari viðureignar. Ef barn fær ekki hjálp við hæfi er hætta á að sjálfsmyndin beri hnekki. Verið er að leika sér að eldinum með því að láta börn bíða eftir viðeigandi aðstoð við sálrænum vanda sem og öðrum vanda að sjálfsögðu. Biðin er foreldrunum ekki síður erfið og óvissan með öllu óþolandi. Fjölmörg dæmi eru um að börn hafa beðið í allt að 2 ár á biðlista eftir sálfræðiaðstoð skólanna sem er lögbundin þjónusta. Mörg hafa útskrifast án þess að fá faglega þjónustu eða jafnvel fyrstu hjálp. Efnaminni foreldrar hafa ekki ráð á að kaupa þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Líklegt má telja að ákveðinn hópur barna með náms-, félags- og tilfinningalegan vanda haldi út í lífið án þess að hafa fengið nokkra aðstoð. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega er afstaðinn fundur með ungmennaráðum í borgarstjórn sem er árlegur viðburður. Í annað sinn á stuttum tíma leggur ungmennaráð fram tillögu um að aðgengi að sálfræðingum verði stórbætt. Flokkur fólksins hefur margsinnis sl. 5 ár lagt fram sambærilegar tillögur og þá bent á hvað þurfi að gera til að aðgengi barna að fagþjónustu skóla verði bætt. Biðlisti barna í grunnskólum Reykjavíkur eftir þjónustu einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga er nú 2291 sem bíða eftir fyrstu og frekari þjónustu frá fagfólki skólanna. Árið 2018 biðu um 400 börn.Hægt er að fylgjast með biðlistatölum á vef Reykjavíkurborgar (velstad). Fyrir tveimur vikum var þessi tala 2049 börn Flokki fólksins finnst það átakanlegt að hlusta á kall barnanna sem því miður kalla bara út í tómið. Ég sem sálfræðingur til meira en 30 ára og skólasálfræðingur um 10 ára skeið vil sjá sálfræðingana vera hluta af menningu skólanna, með aðsetur í skólum og að börnin, foreldrar og kennarar hafi auðvelt aðgengi að þeim. Með því að hafa sálfræðingana staðsetta á Miðstöðvum hefur myndast gjá á milli barna og sálfræðiþjónustu og hana þarf að brúa. Ef aðsetur allra sálfræðinga væru í skólunum sjálfum gætu þeir betur sinnt ráðgjöf við kennara og starfsfólk og verið til taks komi upp erfið mál. Tími sálfræðinganna myndi nýtast betur og fjármagn sparast. Sem borgarfulltrúi stóð ég í þeirri meiningu að þegar verkefnið Betri borg fyrir börn var sett á laggirnar, fyrst í Breiðholti, ætti að færa sérfræðiþjónustu meira út í skólana enda hafa skólastjórnendur kallað eftir því í mörg ár. Hlutverk sálfræðinga eins og það gagnast börnum best Hlutverk skólasálfræðinga ætti að vera fyrst og fremst að vera nálægt börnunum: Þeir ættu reglulega að ganga í bekkina í forvarnarskyni, ræða við börnin um einelti og bjóða foreldrum einnig upp á reglulega fræðslu.Starf skólasálfræðinga er afar margbreytilegt en felur í megin dráttum í sér ráðgjafarviðtöl, skimun, greiningu, fræðslu, og stuðning, eftirfylgd með málum og aðra aðkomu vegna vanda barna í leik- og grunnskólum. Horfa verður á þá staðreynd að vanlíðan og óhamingja barna hefur verið að aukast síðustu misseri og hefur það verið staðfest með fjölda rannsókna m.a.frá Landlæknisembættinu og Velferðarvaktinni sem hefur gert reglulegar kannanir. Nýlega kom út ársskýrsla velferðarsviðs. Í skýrslunni eru birtar upplýsingar um algengustu ástæður tilvísana eftir faglegri þjónustu fyrir börn og af hverju unglingar leita eftir viðtölum við sálfræðinga. Langmesta aukningin milli ára er vegna tilfinninga- og félagslegs vanda eða um 63%, og vegna málþroskavanda, 62%. Börnum með hamlandi einbeitingarvanda hefur fjölgað frá 280 í 456 börn. Fjölgun tilvísana/beiðna vegna vitsmunaþroskavanda hefur einnig aukist t.d. vegna lesskilningsvanda. Börn í vanda og vanlíðan þurfa aðstoð sálfræðinga.Birtingamyndir vanlíðan barna og unglinga er kvíði, þunglyndi, skólaforðun og sjálfsskaði en sjálfsskaði hefur færst í vöxt meðal barna. Börn sem stunda sjálfskaða fela atferlið iðulega fyrir foreldrum eins og þau geta. Nýjustu rannsóknir sýna að um 18% unglinga stunda sjálfsskaða. Vandinn hverfur ekki þótt hunsaður Ef tilfinninga-, vitsmuna- og/eða félagslegur vandi barna er hunsaður, hverfur hann ekki. Því lengur sem börn bíða án nauðsynlegrar þjónustu vegna sálræns vanda aukast líkur á að vandinn versni og verður þá enn flóknari og erfiðari viðureignar. Ef barn fær ekki hjálp við hæfi er hætta á að sjálfsmyndin beri hnekki. Verið er að leika sér að eldinum með því að láta börn bíða eftir viðeigandi aðstoð við sálrænum vanda sem og öðrum vanda að sjálfsögðu. Biðin er foreldrunum ekki síður erfið og óvissan með öllu óþolandi. Fjölmörg dæmi eru um að börn hafa beðið í allt að 2 ár á biðlista eftir sálfræðiaðstoð skólanna sem er lögbundin þjónusta. Mörg hafa útskrifast án þess að fá faglega þjónustu eða jafnvel fyrstu hjálp. Efnaminni foreldrar hafa ekki ráð á að kaupa þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Líklegt má telja að ákveðinn hópur barna með náms-, félags- og tilfinningalegan vanda haldi út í lífið án þess að hafa fengið nokkra aðstoð. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun