Helvítisgjáin í Garðabænum! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 19. febrúar 2023 08:01 Garðabær mælist í nýrri ánægjukönnun hæst allra sveitarfélaga í ánægju með búsetu með einkunnina 4.3 af 5 mögulegum. Einn skugga ber þó á þessa annars glæsilegu niðurstöðu. Skugga sem tekur frá okkur í Viðreisn þá miklu gleði og stolt sem að alla jafna ætti að fylgja niðurstöðu sem þessari. Helvítisgjáin Í sömu könnun mælist ánægja með þjónustu við fatlað fólk 3.3 af 5 mögulegum. Ánægjan stendur í stað á milli ára. Enn eitt árið gengur ekkert né rekur að hífa upp ánægjuna. Á sama tíma og allir aðrir þjónustuþættir hækka á milli ára. Allir nema einn. Þjónusta við fatlað fólk. Þrátt fyrir endurtekna möntru meirihlutans ár eftir ár um að þjónusta við fatlað fólk sé mjög góð. Allt sé gert til þess að mæta þjónustuþörf fatlaðs fólks. Hvernig má það vera? Er ekkert mark takandi á þessari annars glæsilegu niðurstöðu könnunarinnar? Hér fer einfaldlega ekki saman hljóð og mynd. Getur verið að mat meirihlutans á því hvað sé mjög góð þjónusta rými alls ekki við þá þjónustuþörf sem fatlað fólk á rétt á og hefur þörf fyrir? Getur verið að hér sé um einhvers konar ofmat að ræða? Þessum spurningum þarf að fá svör við. Við í Viðreisn lögðum nýlega fram tillögu um að framkvæmd frumkvæðisskyldu sveitarfélagsins gagnvart fötluðu fólki yrði rýnd og tekin út. Tillaga sem kemur sér afar vel í ljósi þessarar niðurstöðu. Kveðið er á um þá skyldu sveitarfélaga í lögum um langvarandi stuðningsþjónustu við fatlað fólk að tryggja upplýsingagjöf sveitarfélagsins til fatlaðra einstaklinga um þá þjónustu og réttindi sem viðkomandi á lögum samkvæmt ásamt því að aðstoða fólk við að sækja um þá þjónustu. Staðan er einfaldlega ekki boðleg í sveitarfélagi þar sem hægt er að gera eins vel og niðurstöður könnunar sýnir í öllum öðrum þjónustuþáttum. Að einn af mikilvægu þáttum grunnþjónustu sveitarfélagsins sem kveðið er á um í lögum að sé beinlínis skylda sveitarfélagsins að sinna að þar sé ekki gert betur. Garðabær hefur alla burði til þess að gera betur. Hér þarf einfaldlega kjark og vilja til. Sveitarfélagið stendur vel fjárhagslega og er því til háborinnar skammar að hér takist ekki betur til. Við í Viðreisn höfum ítrekað bent á þessa skökku stöðu. Skekkjuna þurfum við að finna og laga. Í Garðabær viljum við að allir íbúar séu ánægðir. Fatlaðir jafnt sem ófatlaðir. Höfundur er oddviti Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Garðabær mælist í nýrri ánægjukönnun hæst allra sveitarfélaga í ánægju með búsetu með einkunnina 4.3 af 5 mögulegum. Einn skugga ber þó á þessa annars glæsilegu niðurstöðu. Skugga sem tekur frá okkur í Viðreisn þá miklu gleði og stolt sem að alla jafna ætti að fylgja niðurstöðu sem þessari. Helvítisgjáin Í sömu könnun mælist ánægja með þjónustu við fatlað fólk 3.3 af 5 mögulegum. Ánægjan stendur í stað á milli ára. Enn eitt árið gengur ekkert né rekur að hífa upp ánægjuna. Á sama tíma og allir aðrir þjónustuþættir hækka á milli ára. Allir nema einn. Þjónusta við fatlað fólk. Þrátt fyrir endurtekna möntru meirihlutans ár eftir ár um að þjónusta við fatlað fólk sé mjög góð. Allt sé gert til þess að mæta þjónustuþörf fatlaðs fólks. Hvernig má það vera? Er ekkert mark takandi á þessari annars glæsilegu niðurstöðu könnunarinnar? Hér fer einfaldlega ekki saman hljóð og mynd. Getur verið að mat meirihlutans á því hvað sé mjög góð þjónusta rými alls ekki við þá þjónustuþörf sem fatlað fólk á rétt á og hefur þörf fyrir? Getur verið að hér sé um einhvers konar ofmat að ræða? Þessum spurningum þarf að fá svör við. Við í Viðreisn lögðum nýlega fram tillögu um að framkvæmd frumkvæðisskyldu sveitarfélagsins gagnvart fötluðu fólki yrði rýnd og tekin út. Tillaga sem kemur sér afar vel í ljósi þessarar niðurstöðu. Kveðið er á um þá skyldu sveitarfélaga í lögum um langvarandi stuðningsþjónustu við fatlað fólk að tryggja upplýsingagjöf sveitarfélagsins til fatlaðra einstaklinga um þá þjónustu og réttindi sem viðkomandi á lögum samkvæmt ásamt því að aðstoða fólk við að sækja um þá þjónustu. Staðan er einfaldlega ekki boðleg í sveitarfélagi þar sem hægt er að gera eins vel og niðurstöður könnunar sýnir í öllum öðrum þjónustuþáttum. Að einn af mikilvægu þáttum grunnþjónustu sveitarfélagsins sem kveðið er á um í lögum að sé beinlínis skylda sveitarfélagsins að sinna að þar sé ekki gert betur. Garðabær hefur alla burði til þess að gera betur. Hér þarf einfaldlega kjark og vilja til. Sveitarfélagið stendur vel fjárhagslega og er því til háborinnar skammar að hér takist ekki betur til. Við í Viðreisn höfum ítrekað bent á þessa skökku stöðu. Skekkjuna þurfum við að finna og laga. Í Garðabær viljum við að allir íbúar séu ánægðir. Fatlaðir jafnt sem ófatlaðir. Höfundur er oddviti Viðreisnar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar