Streptókokkafaraldur geisar: „Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist það mjög hratt“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2023 09:40 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Arnar Streptókokkasýking getur orðið alvarleg hratt þegar bakterían kemst á flug. Barnasmitsjúkdómalæknir segir sýkinguna ekki verri í sjálfu sér fyrir börn en fullorðna þó að mest hafi verið fjallað um alvarleg veikindi barna í faraldri sem nú geisar. Dæmi eru um að börn hafi verið lögð inn á gjörgæslu Landspítalans vegna sérstaklega skæðrar streptókokkasýkingar. Í Bretlandi hafa nokkur börn látist af völdum bakteríusýkingarinnar í vetur. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, segir að streptókokkar valdi að öllu jöfnu einfaldri hálsbólgu. Það gerist þó með reglulegu millibili að faraldrar sérstaklega slæmra sýkinga blossi upp. Þá getur bakterían ekki aðeins valdið hálsbólgu heldur blóðsýkingum, slæmum lungnabólgum og húð- og vöðvasýkingum. Oft hefjist veikindi á veirusýkingu sem leggi grundvöllinn að alvarlegum bakteríusýkingum. Í upphafi fái fólk þá hefðbundin kvefeinkenni en síðan komi bakterían í kjölfarið. Þannig séu til dæmi um að börn leiti til læknis með hefðbundin kvefeinkenni og þau þá talin með einfalda veirusýkingu. Síðan komi í ljós sólarhring síðar að sýkingin sé miklu alvarlegri. „Þetta segir manni líka hversu hratt þetta gengur. Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist þetta mjög hratt,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Herjar jafnt á börn sem fullorðna Eiginleikar bakteríunnar ráða mestu um hversu alvarlegri sýkingu hún veldur. Margar undirtegundir séu til og reglulega komi fram tegundir sem séu sérstaklega ágengar. „Þannig komast þær undan hefðbundnu ónæmissvari líkamans og rjúfa sér síðan þannig leið til að valda þessum alvarlegu sýkingum,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrátt fyrir að fréttir af faraldrinum snúist fyrst og fremst um börn sagði Valtýr að sýkingin væri ekki verri fyrir börn en fullorðna í sjálfu sér. Hún herji hafnt á börn sem fullorðna. „Oft er fréttaflutningur meiri þegar börn veikjast vegna þess að börnin eru það dýrmætasta sem við eigum,“ sagð Valtýr. Leggja varkárni í sýklalyfjanotkun til hliðar Skýrar leiðbeiningar hafa verið í gildi um hvenær skuli leita að streptókokkum, þar á meðal um að ekki skuli leita þeirra hjá bönum yngri en þriggja ára eða hjá börnum með hefðbundin kvefeinkenni. Þær leiðbeiningar og áherslu á að forðast óþarfa sýklalyfjanotkun hefur þurft að leggja til hliðar í faraldrinum nú. „Þröskuldurinn fyrir því að leita að þessari bakteríu hefur lækkað verulega og einmitt líka að meðhöndla,“ sagði Valtýr. Góðu fréttirnar eru að bakterían er venjulega næm fyrir hefðbundnum sýklalyfjum ólíkt sumum öðrum sem séu klókari og nái að sveigja sér framhjá meðferð. Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Dæmi eru um að börn hafi verið lögð inn á gjörgæslu Landspítalans vegna sérstaklega skæðrar streptókokkasýkingar. Í Bretlandi hafa nokkur börn látist af völdum bakteríusýkingarinnar í vetur. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, segir að streptókokkar valdi að öllu jöfnu einfaldri hálsbólgu. Það gerist þó með reglulegu millibili að faraldrar sérstaklega slæmra sýkinga blossi upp. Þá getur bakterían ekki aðeins valdið hálsbólgu heldur blóðsýkingum, slæmum lungnabólgum og húð- og vöðvasýkingum. Oft hefjist veikindi á veirusýkingu sem leggi grundvöllinn að alvarlegum bakteríusýkingum. Í upphafi fái fólk þá hefðbundin kvefeinkenni en síðan komi bakterían í kjölfarið. Þannig séu til dæmi um að börn leiti til læknis með hefðbundin kvefeinkenni og þau þá talin með einfalda veirusýkingu. Síðan komi í ljós sólarhring síðar að sýkingin sé miklu alvarlegri. „Þetta segir manni líka hversu hratt þetta gengur. Þegar þessi baktería kemst á flug þá gerist þetta mjög hratt,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Herjar jafnt á börn sem fullorðna Eiginleikar bakteríunnar ráða mestu um hversu alvarlegri sýkingu hún veldur. Margar undirtegundir séu til og reglulega komi fram tegundir sem séu sérstaklega ágengar. „Þannig komast þær undan hefðbundnu ónæmissvari líkamans og rjúfa sér síðan þannig leið til að valda þessum alvarlegu sýkingum,“ sagði Valtýr í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrátt fyrir að fréttir af faraldrinum snúist fyrst og fremst um börn sagði Valtýr að sýkingin væri ekki verri fyrir börn en fullorðna í sjálfu sér. Hún herji hafnt á börn sem fullorðna. „Oft er fréttaflutningur meiri þegar börn veikjast vegna þess að börnin eru það dýrmætasta sem við eigum,“ sagð Valtýr. Leggja varkárni í sýklalyfjanotkun til hliðar Skýrar leiðbeiningar hafa verið í gildi um hvenær skuli leita að streptókokkum, þar á meðal um að ekki skuli leita þeirra hjá bönum yngri en þriggja ára eða hjá börnum með hefðbundin kvefeinkenni. Þær leiðbeiningar og áherslu á að forðast óþarfa sýklalyfjanotkun hefur þurft að leggja til hliðar í faraldrinum nú. „Þröskuldurinn fyrir því að leita að þessari bakteríu hefur lækkað verulega og einmitt líka að meðhöndla,“ sagði Valtýr. Góðu fréttirnar eru að bakterían er venjulega næm fyrir hefðbundnum sýklalyfjum ólíkt sumum öðrum sem séu klókari og nái að sveigja sér framhjá meðferð.
Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01 Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Taka próf oftar en ekki vegna alvarlegra streptókokkasýkinga Mikill lyfjaskortur hefur gert starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu erfitt fyrir en kjörlyfið gegn streptókokkum hefur til að mynda ekki verið fáanlegt í nokkurn tíma. Önnur breiðvirkari sýklalyf hafa verið notuð, sem séu þó ekki góður kostur. Fleiri virðast veikjast alvarlega í ár og því beint til starfsfólks að taka streptókokkapróf oftar en ekki. 15. febrúar 2023 14:01
Fjórar pestir að grassera og mikið um innlagnir vegna streptókokka Fyrir helgi lágu þrettán inni á Landspítala með Covid-19, þar af einn á gjörgæsludeild. Kórónuveiran, RS-veiran, inflúensa og streptókokkar eru þeir smitsjúkdómar sem helst eru að grassera í samfélaginu í dag og óvenju margir hafa verið lagðir inn sökum síðastnefnda. 6. febrúar 2023 06:59