Eva Margrét og Guðrún Lilja nýir meðeigendur hjá LEX Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2023 09:41 Eva Margrét Ævarsdóttir og Guðrún Lilja Sigurðardóttir. Aðsend Eva Margrét Ævarsdóttir og Guðrún Lilja Sigurðardóttir hafa bæst í hóp meðeigenda LEX lögmannsstofu. Frá þessu segir í tilkynningu en alls starfa sextíu lögfræðingar hjá LEX og þar af eru nítján eigendur. Ennfremur segir að sjö konur séu nú meðeigendur LEX og hafi aldrei verið fleiri. „Eva Margrét er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hún sérhæfir sig í verkefnum sem tengjast sjálfbærni eða UFS sem vísar til umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (e. environmental, social, governance (ESG)) og leiðir ráðgjöf LEX á því sviði. Eva Margrét sameinar þar víðtæka reynslu sem hún hefur aflað sér í verkefnum og störfum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og þekkingu sem hún hefur markvisst byggt upp á þeim viðurkenndu viðmiðum og römmum sem notaðir eru í sjálfbærnivinnu fyrirtækja. Hún hefur veitt ráðgjöf við grænar og sjálfbærar lánveitingar og margvíslega sjálfbærnifjármögnun, þar á meðal grænna skuldabréfa. Hún hefur einnig unnið að mótun og gerð sjálfbærniskýrslna og ráðgjöf almennt vegna ófjárhagslegrar upplýsingagjafar og upplýsingagjöf aðila á fjármálamarkaði. Þá hefur Eva Margrét veitt ráðgjöf við stefnumótun í sjálfbærni og samþættingu sjálfbærnisjónarmiða við stefnu og markmið fyrirtækja í tengslum við innleiðingu á reglum Evrópusambandsins í sjálfbærni og loftslagsmálum. Eva Margrét er með L.LM gráðu í Evrópurétti frá KU Leuven í Belgíu, lagapróf frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE Business School í Barcelona. Hún starfaði áður hjá LEX á árunum 2006-2013 en sneri aftur til starfa á stofunni árið 2021. Guðrún Lilja er lögmaður með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hún leggur megináherslu á samkeppnisrétt, félaga- og skattarétt og samningarétt. Hún hefur einna helst sinnt ráðgjöf til stórra og smárra fyrirtækja og hefur veitt bæði innlendum og erlendum fyrirtækjum víðtæka ráðgjöf í tengslum við rekstur þeirra hér á landi. Þá hefur Guðrún Lilja veitt ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar í tengslum við stór viðskipti og fjárfestingar hér á landi og annast gerð samrunatilkynninga og samskipti við samkeppnisyfirvöld í nokkrum af stærri samrunamálum landsins undanfarin ár. Auk þess sinnir hún málflutningi fyrir héraðsdómstólum og hefur þar m.a. flutt stefnumarkandi mál á sviðum skatta- og félagaréttar. Guðrún Lilja er með ML-próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hóf fyrst störf hjá LEX árið 2012,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu en alls starfa sextíu lögfræðingar hjá LEX og þar af eru nítján eigendur. Ennfremur segir að sjö konur séu nú meðeigendur LEX og hafi aldrei verið fleiri. „Eva Margrét er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Hún sérhæfir sig í verkefnum sem tengjast sjálfbærni eða UFS sem vísar til umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (e. environmental, social, governance (ESG)) og leiðir ráðgjöf LEX á því sviði. Eva Margrét sameinar þar víðtæka reynslu sem hún hefur aflað sér í verkefnum og störfum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og þekkingu sem hún hefur markvisst byggt upp á þeim viðurkenndu viðmiðum og römmum sem notaðir eru í sjálfbærnivinnu fyrirtækja. Hún hefur veitt ráðgjöf við grænar og sjálfbærar lánveitingar og margvíslega sjálfbærnifjármögnun, þar á meðal grænna skuldabréfa. Hún hefur einnig unnið að mótun og gerð sjálfbærniskýrslna og ráðgjöf almennt vegna ófjárhagslegrar upplýsingagjafar og upplýsingagjöf aðila á fjármálamarkaði. Þá hefur Eva Margrét veitt ráðgjöf við stefnumótun í sjálfbærni og samþættingu sjálfbærnisjónarmiða við stefnu og markmið fyrirtækja í tengslum við innleiðingu á reglum Evrópusambandsins í sjálfbærni og loftslagsmálum. Eva Margrét er með L.LM gráðu í Evrópurétti frá KU Leuven í Belgíu, lagapróf frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE Business School í Barcelona. Hún starfaði áður hjá LEX á árunum 2006-2013 en sneri aftur til starfa á stofunni árið 2021. Guðrún Lilja er lögmaður með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Hún leggur megináherslu á samkeppnisrétt, félaga- og skattarétt og samningarétt. Hún hefur einna helst sinnt ráðgjöf til stórra og smárra fyrirtækja og hefur veitt bæði innlendum og erlendum fyrirtækjum víðtæka ráðgjöf í tengslum við rekstur þeirra hér á landi. Þá hefur Guðrún Lilja veitt ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar í tengslum við stór viðskipti og fjárfestingar hér á landi og annast gerð samrunatilkynninga og samskipti við samkeppnisyfirvöld í nokkrum af stærri samrunamálum landsins undanfarin ár. Auk þess sinnir hún málflutningi fyrir héraðsdómstólum og hefur þar m.a. flutt stefnumarkandi mál á sviðum skatta- og félagaréttar. Guðrún Lilja er með ML-próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hóf fyrst störf hjá LEX árið 2012,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Lögmennska Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira