Leikurinn í kvöld mögulega sá síðasti en HM gæti veitt landsliðunum líflínu Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2023 15:50 Hannes Jónsson, formaður KKÍ, í Laugardalshöllinni. vísir/sigurjón Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, ræddi við Gaupa í Laugardalshöll í dag fyrir leikinn við heims- og Evrópumeistara Spánar, í undankeppni HM. Vegna skorts á fjármagni óttast Hannes að þetta gæti orðið síðasti landsleikur Íslands í bili. Hannes skýrði frá því í viðtali við Vísi í byrjun þessa mánaðar að landsliðsstarf KKÍ væri í uppnámi eftir þá ákvörðun framkvæmdastjórnar ÍSÍ og stjórnar Afrekssjóðs að færa KKÍ niður í B-flokk við útdeilingu fjár 2023. Vegna þess fær KKÍ tæplega 36 milljónir, um 14 milljónum minna en í fyrra, sem er lækkun sem nemur tæplega 30 prósentum. Og miðað við gildandi reglugerð Afrekssjóðs, sem KKÍ hefur lengi kallað eftir breytingum á, mun upphæðin lækka enn meira á næsta ári nema þá að íslenskt landslið komist í lokakeppni stórmóts. Hannes segir stöðuna svo alvarlega að landsliðin verði mögulega lögð niður. „Já, það er staðreynd. Ef að regluverkinu verður ekki breytt hjá ÍSÍ eða ef við komumst ekki inn á HM þá eru töluverðar líkur á að þetta verði síðasti heimaleikurinn í einhvern tíma. Þess vegna þarf að breyta regluverkinu. Ef við komumst á HM þá breytist allt. En þetta er mjög sérstakt, miðað við allan þann árangur sem við höfum náð, að við séum að horfa fram á það í þessari frábæru höll í þessari frábæru umgjörð, að þetta sé hugsanlega síðasti leikurinn,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Óttast að leikurinn í kvöld gæti orðið sá síðasti í bili Ísland þarf að vinna Georgíu á útivelli á sunnudag til að komast á HM, sennilega með fjögurra stiga mun, og í því virðist líflína íslensku landsliðanna felast: „Það má segja að það að komast á HM sé ákveðin líflína til að eiga einhvern möguleika á að fá fjármagn til framtíðar,“ segir Hannes sem heldur í vonina um að reglum Afrekssjóðs verði breytt. „Maður er keppnismaður en maður viðurkennir líka að manni finnst að maður sé að synda á móti straumnum. Manni finnst vont þegar íslensk íþróttayfirvöld skilja ekki hvernig er að taka þátt í því alþjóðlega umhverfi sem körfuboltinn er í. Þá fær maður stundum verk í magann yfir því af hverju maður sé að standa í þessu. En við erum ekkert að gefast upp. Við höldum áfram og ég hef þá trú að ÍSÍ muni breyta sínu regluverki og að við komumst á HM,“ segir Hannes en nánar rætt við hann hér að ofan. Landslið karla í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Hannes skýrði frá því í viðtali við Vísi í byrjun þessa mánaðar að landsliðsstarf KKÍ væri í uppnámi eftir þá ákvörðun framkvæmdastjórnar ÍSÍ og stjórnar Afrekssjóðs að færa KKÍ niður í B-flokk við útdeilingu fjár 2023. Vegna þess fær KKÍ tæplega 36 milljónir, um 14 milljónum minna en í fyrra, sem er lækkun sem nemur tæplega 30 prósentum. Og miðað við gildandi reglugerð Afrekssjóðs, sem KKÍ hefur lengi kallað eftir breytingum á, mun upphæðin lækka enn meira á næsta ári nema þá að íslenskt landslið komist í lokakeppni stórmóts. Hannes segir stöðuna svo alvarlega að landsliðin verði mögulega lögð niður. „Já, það er staðreynd. Ef að regluverkinu verður ekki breytt hjá ÍSÍ eða ef við komumst ekki inn á HM þá eru töluverðar líkur á að þetta verði síðasti heimaleikurinn í einhvern tíma. Þess vegna þarf að breyta regluverkinu. Ef við komumst á HM þá breytist allt. En þetta er mjög sérstakt, miðað við allan þann árangur sem við höfum náð, að við séum að horfa fram á það í þessari frábæru höll í þessari frábæru umgjörð, að þetta sé hugsanlega síðasti leikurinn,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Óttast að leikurinn í kvöld gæti orðið sá síðasti í bili Ísland þarf að vinna Georgíu á útivelli á sunnudag til að komast á HM, sennilega með fjögurra stiga mun, og í því virðist líflína íslensku landsliðanna felast: „Það má segja að það að komast á HM sé ákveðin líflína til að eiga einhvern möguleika á að fá fjármagn til framtíðar,“ segir Hannes sem heldur í vonina um að reglum Afrekssjóðs verði breytt. „Maður er keppnismaður en maður viðurkennir líka að manni finnst að maður sé að synda á móti straumnum. Manni finnst vont þegar íslensk íþróttayfirvöld skilja ekki hvernig er að taka þátt í því alþjóðlega umhverfi sem körfuboltinn er í. Þá fær maður stundum verk í magann yfir því af hverju maður sé að standa í þessu. En við erum ekkert að gefast upp. Við höldum áfram og ég hef þá trú að ÍSÍ muni breyta sínu regluverki og að við komumst á HM,“ segir Hannes en nánar rætt við hann hér að ofan.
Landslið karla í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira