Það er munur á Tene og Tortóla Jón Ingi Hákonarson skrifar 24. febrúar 2023 14:01 Aðalvopn seðlabanka í stríðinu gegn verðbólgunni eru stýrivextir. Þeir hafa nú á örfáum árum lækkað niður í sögulegt lágmark og síðan upp í hæstu hæðir, þeir eru sveigjanleigir. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á verðbólguna, einn sá stærsti er krónan. Þegar innstreymi erlends gjaldeyris er meira en útflæðið þá styrkist krónan og verðlag lækkar og þar með verðbólgan. Hingað til hefur þessi leikur gengið eftir en ekki núna þrátt fyrir hátt verð á afurðum á erlendum mörkuðum og komu fjölda erlendra ferðamanna. Aftur á móti eru erlendir aðilar ekki að stökkva á vaxtamunavagninn í leit að skjótum og nokkuð öruggum gróða. Ástæðan er einföld, gengisáættan er of mikil í þeirri óvissu sem ríkir í heiminum. Það hefur löngum verið vitað að þegar óvissan er mikil forðast fjárfestar að fjárfesta í jaðarmyntum heimsins og er til meiri jaðarmynt en íslenskar krónan? Afleiðingar þessara skörpu vaxtahækkana hefur leitt til þess að eina leið fólks inn á húsnæðismarkaðinn eru 40 ára óverðtryggð lán með jöfnum afborgunum, það er okkar eina leið í einhvers konar stöðugleika. Stöðugleikinn er dýru verði keyptur, en hann er skárri en sveigjanleikinn hjá ansi mörgum. Þetta hefur leitt til þess að stýrivaxtavopnið er orðið bitlaust, það má eiginlega segja að þessi taktík sé svipuð og að ætla drepa moskítóflugu með haglabyssu. Allir særast illa nema flugan, hún heldur áfram að gera sitt ógagn. Svo ég tali út frá sjálfum mér, verandi venjulegur millistéttar launþegi, þá eru vextir orðnir stærsti útgjaldaliður minn á eftir sköttum um hver mánaðarmót. Þetta er kallað sveigjanleiki kerfisins. Það er að vísu fyndið þegar stjórnmálamenn sykurhúða hlutina með fallegum orðum. Sveigjanleiki er ekkert annað en annað orð yfir óstöðugleika. Ríkisstjórnin var mynduð til að koma á stöðugleika en sama stjórn mærir óstöðugleika krónunnar, afsakið, ég meina sveigjanleika, enda hefur lítið farið fyrir stöðugleika undanfarin ár Mér þótti það undarleg yfirlýsing hjá Seðlabankastjóra að fullyrða án raka að verðbólgan væri hærri ef við værum hér með nothæfan gjaldmiðil eins og Evruna. Þarna er embætti Seðlabankastjóra stigið inn á hinn póltíska völl sem er bagalegt og í raun óskiljanlegt. Verðbólga hefur alla tíð mælst hér hærri en í ESB, vextir hafa alltaf verið hærri en í ESB og hagsveiflur alltaf verið þéttari og brattari en í ESB. Myndin sýnir langtímavaxtamun á 10 ára óverðtryggðum ríkisskuldabréfa. Höfum það hugfast að krónan er ekkert annað en kerfi. Hún hefur ekkert að gera með sjálfstæði þjóðar eða stolt. Þetta kerfi, eins og öll önnur kerfi, eiga það til að hætta að snúast um upphaflegan tilgang sinn og fer að þjónusta og snúast um sjálft sig. Krónukerfið hyglar þeim sem búa við það frelsi að þurfa ekki á því að halda, þeim sem geta kíkt í heimsókn öðru hvoru með dýrmætar evrur þegar efnahagslífið er komið í skrúfuna og farið þegar það tekur við sér með gríðarlegan ávinning á hárréttum tímapunkti. Þetta er ein tegund vaxtamunaviðskipta sem má segja að sé ein af helstu útflutningsafurðum okkar Íslendinga. Það eru nefnilega ekki farfuglarnir sem skella sér til Tene og taka tásumyndir sem eru vandamálið. Það eru ránfuglarnir sem sveima hátt yfir krónuhagkerfinu og stinga sér niður á hárréttu augnabliki og láta sig hverfa suður til Tortóla með bráð sína sem eru vandamálið ólíkt því sem sumir hafa haldið fram. Vissulega verða margir í þeirri stöðu að missa völd og áhrif þegar hér verður tekin upp evra. Höfum það í huga næst þegar haftakerfi krónunnar er hampað og mært. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Íslenska krónan Verðlag Húsnæðismál Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Aðalvopn seðlabanka í stríðinu gegn verðbólgunni eru stýrivextir. Þeir hafa nú á örfáum árum lækkað niður í sögulegt lágmark og síðan upp í hæstu hæðir, þeir eru sveigjanleigir. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á verðbólguna, einn sá stærsti er krónan. Þegar innstreymi erlends gjaldeyris er meira en útflæðið þá styrkist krónan og verðlag lækkar og þar með verðbólgan. Hingað til hefur þessi leikur gengið eftir en ekki núna þrátt fyrir hátt verð á afurðum á erlendum mörkuðum og komu fjölda erlendra ferðamanna. Aftur á móti eru erlendir aðilar ekki að stökkva á vaxtamunavagninn í leit að skjótum og nokkuð öruggum gróða. Ástæðan er einföld, gengisáættan er of mikil í þeirri óvissu sem ríkir í heiminum. Það hefur löngum verið vitað að þegar óvissan er mikil forðast fjárfestar að fjárfesta í jaðarmyntum heimsins og er til meiri jaðarmynt en íslenskar krónan? Afleiðingar þessara skörpu vaxtahækkana hefur leitt til þess að eina leið fólks inn á húsnæðismarkaðinn eru 40 ára óverðtryggð lán með jöfnum afborgunum, það er okkar eina leið í einhvers konar stöðugleika. Stöðugleikinn er dýru verði keyptur, en hann er skárri en sveigjanleikinn hjá ansi mörgum. Þetta hefur leitt til þess að stýrivaxtavopnið er orðið bitlaust, það má eiginlega segja að þessi taktík sé svipuð og að ætla drepa moskítóflugu með haglabyssu. Allir særast illa nema flugan, hún heldur áfram að gera sitt ógagn. Svo ég tali út frá sjálfum mér, verandi venjulegur millistéttar launþegi, þá eru vextir orðnir stærsti útgjaldaliður minn á eftir sköttum um hver mánaðarmót. Þetta er kallað sveigjanleiki kerfisins. Það er að vísu fyndið þegar stjórnmálamenn sykurhúða hlutina með fallegum orðum. Sveigjanleiki er ekkert annað en annað orð yfir óstöðugleika. Ríkisstjórnin var mynduð til að koma á stöðugleika en sama stjórn mærir óstöðugleika krónunnar, afsakið, ég meina sveigjanleika, enda hefur lítið farið fyrir stöðugleika undanfarin ár Mér þótti það undarleg yfirlýsing hjá Seðlabankastjóra að fullyrða án raka að verðbólgan væri hærri ef við værum hér með nothæfan gjaldmiðil eins og Evruna. Þarna er embætti Seðlabankastjóra stigið inn á hinn póltíska völl sem er bagalegt og í raun óskiljanlegt. Verðbólga hefur alla tíð mælst hér hærri en í ESB, vextir hafa alltaf verið hærri en í ESB og hagsveiflur alltaf verið þéttari og brattari en í ESB. Myndin sýnir langtímavaxtamun á 10 ára óverðtryggðum ríkisskuldabréfa. Höfum það hugfast að krónan er ekkert annað en kerfi. Hún hefur ekkert að gera með sjálfstæði þjóðar eða stolt. Þetta kerfi, eins og öll önnur kerfi, eiga það til að hætta að snúast um upphaflegan tilgang sinn og fer að þjónusta og snúast um sjálft sig. Krónukerfið hyglar þeim sem búa við það frelsi að þurfa ekki á því að halda, þeim sem geta kíkt í heimsókn öðru hvoru með dýrmætar evrur þegar efnahagslífið er komið í skrúfuna og farið þegar það tekur við sér með gríðarlegan ávinning á hárréttum tímapunkti. Þetta er ein tegund vaxtamunaviðskipta sem má segja að sé ein af helstu útflutningsafurðum okkar Íslendinga. Það eru nefnilega ekki farfuglarnir sem skella sér til Tene og taka tásumyndir sem eru vandamálið. Það eru ránfuglarnir sem sveima hátt yfir krónuhagkerfinu og stinga sér niður á hárréttu augnabliki og láta sig hverfa suður til Tortóla með bráð sína sem eru vandamálið ólíkt því sem sumir hafa haldið fram. Vissulega verða margir í þeirri stöðu að missa völd og áhrif þegar hér verður tekin upp evra. Höfum það í huga næst þegar haftakerfi krónunnar er hampað og mært. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar