Standast tilraunir á föngum skoðun? Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar 25. febrúar 2023 10:44 Undirrituð fagnar þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á hugmyndir dómsmálaráðherra um tilraunir hugvíkkandi efna á föngum. Tillögurnar eru merki um skammsýni og vanþekkingu ráðherrans á flóknum vandamálum fanga. Fjöldi fanga glímir við heimilisleysi, rofin fjölskyldubönd og langa sögu um vímuefnavanda. Rannsóknir sýna okkur að stór hluti er með taugaþroskaraskanir á borð við ADHD og margir hafa stutta skólagöngu að baki. Í Bandaríkjunum er oft talað um að fangelsin séu í raun orðnar stærstu geðdeildirnar. Þótt staðan sé ekki jafn alvarleg hér á landi vistast þó að hverjum tíma einstaklingar í fangelsi með alvarlega geðsjúkdóma, sem ættu í raun að fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu frekar en dvelja í réttarvörslukerfinu. Að mati undirritaðrar er óljóst hvernig psilocybin eigi að leysa ofangreindan vanda. Þó finna megi ákveðinn samnefnara í aðstæðum fanga þá er þetta langt frá því að vera einsleitur hópur eins og látið er í ljós. Nærtækast væri að móta heildstæða stefnu í málum fanga með því að tryggja þeim farsæla endurkomu í samfélagið. Svo sem með húsnæði, finna málum þeirra farveg innan heilbrigðiskerfisins svo eitthvað sé nefnt. Margar siðferðislegar spurningar vakna einnig þegar talað er um tilraunir á föngum. Getur frelsissviptur einstaklingur veitt upplýst samþykki? Hver er valdamismunurinn á fanganum og þeim sem óskar eftir þátttöku hans í tilraunum sem þessum? Hver og hvernig á að velja inn í rannsóknina? Í raun minnir umræðan um tilraunir á föngum einna helst á vafasamar tilraunir sem gerðar voru á jaðarsettum einstaklingum fyrir tíma vísindasiðanefnda og almennrar umræðu um réttindi fólks. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Fangelsismál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undirrituð fagnar þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á hugmyndir dómsmálaráðherra um tilraunir hugvíkkandi efna á föngum. Tillögurnar eru merki um skammsýni og vanþekkingu ráðherrans á flóknum vandamálum fanga. Fjöldi fanga glímir við heimilisleysi, rofin fjölskyldubönd og langa sögu um vímuefnavanda. Rannsóknir sýna okkur að stór hluti er með taugaþroskaraskanir á borð við ADHD og margir hafa stutta skólagöngu að baki. Í Bandaríkjunum er oft talað um að fangelsin séu í raun orðnar stærstu geðdeildirnar. Þótt staðan sé ekki jafn alvarleg hér á landi vistast þó að hverjum tíma einstaklingar í fangelsi með alvarlega geðsjúkdóma, sem ættu í raun að fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu frekar en dvelja í réttarvörslukerfinu. Að mati undirritaðrar er óljóst hvernig psilocybin eigi að leysa ofangreindan vanda. Þó finna megi ákveðinn samnefnara í aðstæðum fanga þá er þetta langt frá því að vera einsleitur hópur eins og látið er í ljós. Nærtækast væri að móta heildstæða stefnu í málum fanga með því að tryggja þeim farsæla endurkomu í samfélagið. Svo sem með húsnæði, finna málum þeirra farveg innan heilbrigðiskerfisins svo eitthvað sé nefnt. Margar siðferðislegar spurningar vakna einnig þegar talað er um tilraunir á föngum. Getur frelsissviptur einstaklingur veitt upplýst samþykki? Hver er valdamismunurinn á fanganum og þeim sem óskar eftir þátttöku hans í tilraunum sem þessum? Hver og hvernig á að velja inn í rannsóknina? Í raun minnir umræðan um tilraunir á föngum einna helst á vafasamar tilraunir sem gerðar voru á jaðarsettum einstaklingum fyrir tíma vísindasiðanefnda og almennrar umræðu um réttindi fólks. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar