„Af hverju ættum við að fara í þrot?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2023 12:04 Birgir Jónsson forstjóri Play segir sögusagnir um yfirvofandi gjaldþrot flugfélagsins ekki hafa áhrif á sig. Vísir/Arnar „Af hverju ættum við að fara í þrot?“ spyr Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, sem kveðst þreyttur á sögusögnum um að félagið sé á barmi gjaldþrots. Hann segir að merki séu um að þrotlaus vinna sé farin að skila sér. „Flugfélag eins og Play verður alltaf á milli tannanna á fólki. Við vitum það. Íslendingar eru ekki bara sérfræðingar í bólusetningum, þeir eru líka sérfræðingar í flugrekstri,“ er haft eftir Birgi í Fréttablaði dagsins. Hann geti skilið að almenningur fylgist grannt með genginu en erfitt sé að sitja undir flökkusögum sem Birgir segir ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum. „Við erum skráð félag og okkur ber að opna bókhaldið fjórum sinnum á ári. Það er enginn feluleikur í boði og tölurnar tala sínu máli. Svo er bara spurning hvort það sé nóg og hvort fólk vilji frekar trúa dómsdagsspám,“ segir Birgir. Hann viðurkennir hins vegar að fyrstu ár Play hafi ekki einkennst af „eintómri sól og sælu,“ eins og hann orðar það. Ferðabann og olíukrísa hafi meðal annars sett strik í reikninginn sem hljóðaði upp á 45 milljóna dollara tap í fyrra. Áform félagsins hafi því farið út af sporinu. „Þetta var algjörlega galið ár í flugrekstri og í þessu umhverfi vorum við að stíga okkar fyrstu skref,“ segir hann. Ekki sé sanngjarnt að ætlast til þess að félagið standi Icelandair á sporði strax frá fyrsta degi. En þrátt fyrir hrakspár hafi 25 prósent Íslendinga valið að fljúga með Play á síðasta ári og því sé þrotlaus vinna farin að skila sér. „Við skuldum ekki neitt, erum með lausafjárstöðu upp á fimm milljarða og allar helstu kennitölur á uppleið. Af hverju ættum við að vera á leiðinni í þrot?“ svarar Birgir því orðrómi um að félagið sé á barmi gjaldþrots. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tapaði 6,5 milljörðum króna Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 15. febrúar 2023 15:53 „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. 15. janúar 2023 11:03 Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
„Flugfélag eins og Play verður alltaf á milli tannanna á fólki. Við vitum það. Íslendingar eru ekki bara sérfræðingar í bólusetningum, þeir eru líka sérfræðingar í flugrekstri,“ er haft eftir Birgi í Fréttablaði dagsins. Hann geti skilið að almenningur fylgist grannt með genginu en erfitt sé að sitja undir flökkusögum sem Birgir segir ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum. „Við erum skráð félag og okkur ber að opna bókhaldið fjórum sinnum á ári. Það er enginn feluleikur í boði og tölurnar tala sínu máli. Svo er bara spurning hvort það sé nóg og hvort fólk vilji frekar trúa dómsdagsspám,“ segir Birgir. Hann viðurkennir hins vegar að fyrstu ár Play hafi ekki einkennst af „eintómri sól og sælu,“ eins og hann orðar það. Ferðabann og olíukrísa hafi meðal annars sett strik í reikninginn sem hljóðaði upp á 45 milljóna dollara tap í fyrra. Áform félagsins hafi því farið út af sporinu. „Þetta var algjörlega galið ár í flugrekstri og í þessu umhverfi vorum við að stíga okkar fyrstu skref,“ segir hann. Ekki sé sanngjarnt að ætlast til þess að félagið standi Icelandair á sporði strax frá fyrsta degi. En þrátt fyrir hrakspár hafi 25 prósent Íslendinga valið að fljúga með Play á síðasta ári og því sé þrotlaus vinna farin að skila sér. „Við skuldum ekki neitt, erum með lausafjárstöðu upp á fimm milljarða og allar helstu kennitölur á uppleið. Af hverju ættum við að vera á leiðinni í þrot?“ svarar Birgir því orðrómi um að félagið sé á barmi gjaldþrots.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tapaði 6,5 milljörðum króna Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 15. febrúar 2023 15:53 „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. 15. janúar 2023 11:03 Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Play tapaði 6,5 milljörðum króna Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 15. febrúar 2023 15:53
„Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. 15. janúar 2023 11:03