„Af hverju ættum við að fara í þrot?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2023 12:04 Birgir Jónsson forstjóri Play segir sögusagnir um yfirvofandi gjaldþrot flugfélagsins ekki hafa áhrif á sig. Vísir/Arnar „Af hverju ættum við að fara í þrot?“ spyr Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, sem kveðst þreyttur á sögusögnum um að félagið sé á barmi gjaldþrots. Hann segir að merki séu um að þrotlaus vinna sé farin að skila sér. „Flugfélag eins og Play verður alltaf á milli tannanna á fólki. Við vitum það. Íslendingar eru ekki bara sérfræðingar í bólusetningum, þeir eru líka sérfræðingar í flugrekstri,“ er haft eftir Birgi í Fréttablaði dagsins. Hann geti skilið að almenningur fylgist grannt með genginu en erfitt sé að sitja undir flökkusögum sem Birgir segir ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum. „Við erum skráð félag og okkur ber að opna bókhaldið fjórum sinnum á ári. Það er enginn feluleikur í boði og tölurnar tala sínu máli. Svo er bara spurning hvort það sé nóg og hvort fólk vilji frekar trúa dómsdagsspám,“ segir Birgir. Hann viðurkennir hins vegar að fyrstu ár Play hafi ekki einkennst af „eintómri sól og sælu,“ eins og hann orðar það. Ferðabann og olíukrísa hafi meðal annars sett strik í reikninginn sem hljóðaði upp á 45 milljóna dollara tap í fyrra. Áform félagsins hafi því farið út af sporinu. „Þetta var algjörlega galið ár í flugrekstri og í þessu umhverfi vorum við að stíga okkar fyrstu skref,“ segir hann. Ekki sé sanngjarnt að ætlast til þess að félagið standi Icelandair á sporði strax frá fyrsta degi. En þrátt fyrir hrakspár hafi 25 prósent Íslendinga valið að fljúga með Play á síðasta ári og því sé þrotlaus vinna farin að skila sér. „Við skuldum ekki neitt, erum með lausafjárstöðu upp á fimm milljarða og allar helstu kennitölur á uppleið. Af hverju ættum við að vera á leiðinni í þrot?“ svarar Birgir því orðrómi um að félagið sé á barmi gjaldþrots. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tapaði 6,5 milljörðum króna Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 15. febrúar 2023 15:53 „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. 15. janúar 2023 11:03 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
„Flugfélag eins og Play verður alltaf á milli tannanna á fólki. Við vitum það. Íslendingar eru ekki bara sérfræðingar í bólusetningum, þeir eru líka sérfræðingar í flugrekstri,“ er haft eftir Birgi í Fréttablaði dagsins. Hann geti skilið að almenningur fylgist grannt með genginu en erfitt sé að sitja undir flökkusögum sem Birgir segir ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum. „Við erum skráð félag og okkur ber að opna bókhaldið fjórum sinnum á ári. Það er enginn feluleikur í boði og tölurnar tala sínu máli. Svo er bara spurning hvort það sé nóg og hvort fólk vilji frekar trúa dómsdagsspám,“ segir Birgir. Hann viðurkennir hins vegar að fyrstu ár Play hafi ekki einkennst af „eintómri sól og sælu,“ eins og hann orðar það. Ferðabann og olíukrísa hafi meðal annars sett strik í reikninginn sem hljóðaði upp á 45 milljóna dollara tap í fyrra. Áform félagsins hafi því farið út af sporinu. „Þetta var algjörlega galið ár í flugrekstri og í þessu umhverfi vorum við að stíga okkar fyrstu skref,“ segir hann. Ekki sé sanngjarnt að ætlast til þess að félagið standi Icelandair á sporði strax frá fyrsta degi. En þrátt fyrir hrakspár hafi 25 prósent Íslendinga valið að fljúga með Play á síðasta ári og því sé þrotlaus vinna farin að skila sér. „Við skuldum ekki neitt, erum með lausafjárstöðu upp á fimm milljarða og allar helstu kennitölur á uppleið. Af hverju ættum við að vera á leiðinni í þrot?“ svarar Birgir því orðrómi um að félagið sé á barmi gjaldþrots.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tapaði 6,5 milljörðum króna Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 15. febrúar 2023 15:53 „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. 15. janúar 2023 11:03 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Play tapaði 6,5 milljörðum króna Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. 15. febrúar 2023 15:53
„Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. 15. janúar 2023 11:03