Boston Celtics og Philadelphia 76´ers eru bæði í toppslag Austurdeildarinnar og lið sem margir telja að geta farið langt í vetur. Þau mættust í Wells Fargo Center í Philadelphia í nótt í leik sem réðist ekki fyrr en alveg undir lokin.
Jayson Tatum skoraði frábæra þriggja stiga körfu þegar 1,3 sekúndur voru eftir af leiknum og kom Boston í 110-107. Joel Embiid fékk boltann eftir körfuna og skot hans fyrir aftan miðju fór ofan í en flautan gall rétt áður en hann náði að sleppa boltanum.
WHAT AN ENDING IN PHILLY
— NBA (@NBA) February 26, 2023
TATUM HITS FROM 3. EMBIID'S SHOT FROM 3/4 COURT IS AFTER THE BUZZER
CELTICS WIN pic.twitter.com/TKrrTYHQzI
Embiid endaði leikinn með 41 stig og 12 fráköst en Tatum skoraði 18 stig fyrir Boston auk þess að taka 13 fráköst og gefa 6 stoðsendingar.
Það var einnig toppslagur í Vesturdeildinni þar sem Memphiz Grizzlies tók á móti Denver Nuggets en Denver er efsta lið Vesturdeildinnar og Memphis í öðru sætinu. Það voru heimamenn sem fóru með sigur af hólmi í nótt og unnu 112-94 sigur.
3 Knicks scored 20+ Saturday night as they won their 5th straight
— NBA (@NBA) February 26, 2023
Barrett: 25 PTS, 4 REB, 7 AST, 4 3PM
Randle: 28 PTS, 7 REB, 5 AST, 5 3PM
Brunson: 20 PTS, 5 AST, 3 3PM pic.twitter.com/rJPiR9XTTp
Ja Morant skoraði 23 stig fyrir Memphis Grizzlies í leiknum en stjörnuleikmaður Denver Nikola Jokic skoraði 15 stig og tók 13 fráköst fyrir Denver.
New York Knicks vann sinn fimmta sigur í röð þegar liðið lagði New Orleans Pelicans að velli 128-106. Julius Randle hefur verið frábær hjá Knicks að undanförnu og var það einnig í nótt. Hann skoraði 28 stig og tók þar að auki 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
Önnur úrslit í nótt:
Detroit Pistons - Toronto Raptors 91-95
Charlotte Hornets - Miami Heat 108-103
Orlando Magic - Indiana Pacers 108-121
Utah Jazz - San Antonio Spurs 118-102