Að dýpka gjána Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 08:31 Efling stendur nú í kjarabaráttu og ég óska þeim góðs gengis og vona að félagsmenn Eflingar nái skikkanlegum kjarabótum með sínum sjálfstæða samningarétti. Ég staldraði þó við þegar ég heyrði forystumenn félagsins halda því fram að þau þyrftu annarskonar samning því það væri mun dýrara að búa á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Oft er núningur á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins og hann er engum til góðs. Ég held að flestir Íslendingar séu eins og ég sjálf, ágæt blanda af malbiki og möl. Ég hef sem sé búið bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og ég vil ekki dýpka gjána. Samstaða og samkennd er mun farsælli en þessi eilífi núningur. Það eru kostir og gallar við búsetu bæði á landsbyggð og á höfuðborgarsvæðinu. Og þess vegna þarf að gera athugasemdir við þessar staðhæfingar forystufólks Eflingar. Ég hef aldrei séð þennan rökstuðning fyrr frá verkalýðsforystunni og fór að klóra mér í hausnum og reyna að skilja hvað þau meintu. Húsnæðiskostnaður er mjög hár í höfuðborginni. Það neitar því enginn og þar liggur Íslandsmetið í húsnæðiskostnaði. En hann fer hækkandi á landsbyggðinni líka. En því til viðbótar búa flestir á landsbyggðinni við: Hærra bensínverð Hærra verð á matvöru Meiri kostnað við heilbrigðisþjónustu (því yfirleitt þarf að fara til Reykjavíkur, jafnvel til tannlæknis) Meiri kostnað við menntun Meiri kostnað við samgöngur Meiri kostnað við raforku Þessu til viðbótar er yfirleitt hærra verð á fatnaði og þjónustu ýmiskonar. Mín kenning er sú að þetta skýrist af því að oft á tíðum er einokun á landsbyggðinni, ekki fákeppni og eðlileg samkeppni eins og yfirleitt þekkist á höfuðborgarsvæðinu. Einokunin gerir það að verkum að þú hefur ekki val um viðskipti nema við einn aðila á nærsvæðinu, annars þarftu að keyra langar leiðir. Ég hef oft bent á það að það er ódýrara að kaupa sér bíl og reka hann, en að nota Strætó frá Selfossi til Reykjavíkur. Ég hef oft bent á það að við þurfum að senda börnin okkar í bæinn til að mennta sig mun fyrr en höfuðborgarbúar. Þetta hefur skánað með fjölgun framhaldsskóla á landsbyggðinni en framhaldsskólarnir sérhæfa sig í tegund náms og það sem þig langar að sérhæfa þig í er ekki endilega í boði í þinni heimabyggð. Þú ferð ekki í hestamennsku í FAS og þú ferð ekki í jöklafræði í FSU. Og við verðum að jafna raforkuverð milli þéttbýlis og dreifbýlis. Það var tekið eitt skref á síðasta kjörtímabili og nú vil ég að þetta mál sé klárað. Við gætum farið enn lengra í þessari greiningu. Kostnaðargreint lífsgæði. Hvort er dýrmætara, að ganga 100 metra í svifryki til að fá bolla af Cappucino með tvöföldum espresso, möndlumjólk og pínulítið af heslihnetusírópi -eða geta leyft börnum að valsa um áhyggjulaust í hreinu lofti. Leika sér á bryggjunni eða upp í sveit og kynnast frá unga aldri frumframleiðslu Íslendinga? Ég hef því miður hvorki kunnáttu né þekkingu til þess að kostnaðarmeta lífsgæði. En eftir að hafa klórað mér í hausnum í dálítinn tíma eftir að þessi yfirlýsing kom fram get ég ekki stutt þessa staðhæfingu eða baráttu ef hún er rekin á þeim forsendum að fólk á landsbyggðinni eigi að fá lægri laun en launafólk á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Árborg og fyrrverandi varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Byggðamál Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Efling stendur nú í kjarabaráttu og ég óska þeim góðs gengis og vona að félagsmenn Eflingar nái skikkanlegum kjarabótum með sínum sjálfstæða samningarétti. Ég staldraði þó við þegar ég heyrði forystumenn félagsins halda því fram að þau þyrftu annarskonar samning því það væri mun dýrara að búa á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Oft er núningur á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins og hann er engum til góðs. Ég held að flestir Íslendingar séu eins og ég sjálf, ágæt blanda af malbiki og möl. Ég hef sem sé búið bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og ég vil ekki dýpka gjána. Samstaða og samkennd er mun farsælli en þessi eilífi núningur. Það eru kostir og gallar við búsetu bæði á landsbyggð og á höfuðborgarsvæðinu. Og þess vegna þarf að gera athugasemdir við þessar staðhæfingar forystufólks Eflingar. Ég hef aldrei séð þennan rökstuðning fyrr frá verkalýðsforystunni og fór að klóra mér í hausnum og reyna að skilja hvað þau meintu. Húsnæðiskostnaður er mjög hár í höfuðborginni. Það neitar því enginn og þar liggur Íslandsmetið í húsnæðiskostnaði. En hann fer hækkandi á landsbyggðinni líka. En því til viðbótar búa flestir á landsbyggðinni við: Hærra bensínverð Hærra verð á matvöru Meiri kostnað við heilbrigðisþjónustu (því yfirleitt þarf að fara til Reykjavíkur, jafnvel til tannlæknis) Meiri kostnað við menntun Meiri kostnað við samgöngur Meiri kostnað við raforku Þessu til viðbótar er yfirleitt hærra verð á fatnaði og þjónustu ýmiskonar. Mín kenning er sú að þetta skýrist af því að oft á tíðum er einokun á landsbyggðinni, ekki fákeppni og eðlileg samkeppni eins og yfirleitt þekkist á höfuðborgarsvæðinu. Einokunin gerir það að verkum að þú hefur ekki val um viðskipti nema við einn aðila á nærsvæðinu, annars þarftu að keyra langar leiðir. Ég hef oft bent á það að það er ódýrara að kaupa sér bíl og reka hann, en að nota Strætó frá Selfossi til Reykjavíkur. Ég hef oft bent á það að við þurfum að senda börnin okkar í bæinn til að mennta sig mun fyrr en höfuðborgarbúar. Þetta hefur skánað með fjölgun framhaldsskóla á landsbyggðinni en framhaldsskólarnir sérhæfa sig í tegund náms og það sem þig langar að sérhæfa þig í er ekki endilega í boði í þinni heimabyggð. Þú ferð ekki í hestamennsku í FAS og þú ferð ekki í jöklafræði í FSU. Og við verðum að jafna raforkuverð milli þéttbýlis og dreifbýlis. Það var tekið eitt skref á síðasta kjörtímabili og nú vil ég að þetta mál sé klárað. Við gætum farið enn lengra í þessari greiningu. Kostnaðargreint lífsgæði. Hvort er dýrmætara, að ganga 100 metra í svifryki til að fá bolla af Cappucino með tvöföldum espresso, möndlumjólk og pínulítið af heslihnetusírópi -eða geta leyft börnum að valsa um áhyggjulaust í hreinu lofti. Leika sér á bryggjunni eða upp í sveit og kynnast frá unga aldri frumframleiðslu Íslendinga? Ég hef því miður hvorki kunnáttu né þekkingu til þess að kostnaðarmeta lífsgæði. En eftir að hafa klórað mér í hausnum í dálítinn tíma eftir að þessi yfirlýsing kom fram get ég ekki stutt þessa staðhæfingu eða baráttu ef hún er rekin á þeim forsendum að fólk á landsbyggðinni eigi að fá lægri laun en launafólk á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Árborg og fyrrverandi varaþingmaður.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar