„Hann sprautar einhverju í kálfann á mér og hann sprautar einhverju í bakið á mér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. febrúar 2023 07:00 Jóhann Berg á HM 2018. Vísir/Vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður enska B-deildarliðsins Burnley og íslenska landsliðsins mætti í hlaðvarpsþáttinn Chat After Dark, áður Chess After Dark, og fór yfir víðan völl. Meiðslin sem Jóhann Berg varð fyrir á HM í Rússlandi árið 2018 var meðal þess sem var rætt í þættinum. Hinn 32 ára gamli Jóhann Berg skrifaði nýverið undir nýjan samning við Burnley. Sá gildir til sumarsins 2024 með möguleika á árs framlengingu. Eftir fall niður í Championship-deildina, B-deildina á Englandi, ákvað Burnley að venda kvæði sínu í kross og ráða Vincent Kompany. Miðvörðurinn fyrrverandi vill að lið sín spili fótbolta líkt og þjálfari sinn hjá Manchester City á sínum tíma, Pep Guardiola. Er það nánast önnur íþrótt en leikstíllinn sem Jóhann Berg hefur verið vanur undanfarin ár hjá Burnley er Sean Dyche var þjálfari liðsins. Gjörbreyttur leikstíll virðist henta Jóhanni Berg vel sem og liðsfélögum hans en liðið er á toppi deildarinnar og virðist aðeins tímaspursmál hvenær sætið í deild þeirra bestu verður tryggt á ný. Þá vekur athygli að Jóhann Berg er að spila á miðjunni frekar en á vængnum þar sem við erum vön að sjá hann spila með íslenska landsliðinu. Íslenska landsliðið, gengi þess undanfarið ásamt ævintýrunum í Frakklandi og Rússlandi voru einnig til umræðu í þættinum. Jóhann Berg hefur verið í basli með kálfann á sér undanfarin ár en rekja má þau meiðsli allt til heimsmeistaramótsins í Rússlandi sumarið 2018. „Ég man að við spurðum Alfreð [Finnbogason, landsliðsmann] að þessu þegar við fengum hann í þáttinn. Skemmduð þið á ykkur líkamann í þessu harki með landsliðinu,“ spurði Birkir Karl Sigurðsson, annar af þáttastjórnendum. „Maður fór og gaf sig gjörsamlegan allan fyrir málstaðinn,“ sagði Jóhann Berg áður en umræðan færði sig yfir til Rússlands. „Ég meiðist á móti Argentínu. Alfreð var að spila í Þýskalandi á þeim tíma og sagði mér að fara til Hans-Wilhelm Müller-Wohlfahrt, læknis þýska landsliðsins og Bayern München. Ég fer þaðan sem við [íslenska landsliðið] vorum til Sochi. Reyndum að fá leyfi til að fljúga eða fara með þyrlu en það var ekki hægt því það mátti ekki fljúga. Þurftum því að keyra í þrjá tíma og svo taka lest í aðra þrjá tíma til að komast til Sochi.“ „Þar mæti ég upp á hótelið hjá Þýskalandi og þangað mætir Müller-Wohlfahrt. Hann sprautar einhverju í kálfann á mér og hann sprautar einhverju í bakið á mér – þetta er ekki ólöglegt, það fellur enginn á lyfjaprófi hjá honum. Hann sprautar mig og sprautar, segir svo „þú verður klár á móti Króatíu, það er bara 100 prósent.“ Ég missi sem sagt af Nígeríu leiknum, það var svekkjandi. Var ekki rétt spilað hjá okkur,“ sagði Jóhann Berg en Ísland tapaði 2-0 gegn Nígeríu og féll svo endanlega úr leik eftir súrt 2-1 tap gegn Króatíu. Á léttari nótum skömmu síðar benti Jóhann Berg á að hann hefði gert Rúrik Gíslason frægan með því að fara meiddur af velli gegn Argentínu. Í kjölfarið reis vonarstjarna Rúriks hvað hæst og var hann um tíma með yfir milljón fylgjenda á Instagram. Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Hinn 32 ára gamli Jóhann Berg skrifaði nýverið undir nýjan samning við Burnley. Sá gildir til sumarsins 2024 með möguleika á árs framlengingu. Eftir fall niður í Championship-deildina, B-deildina á Englandi, ákvað Burnley að venda kvæði sínu í kross og ráða Vincent Kompany. Miðvörðurinn fyrrverandi vill að lið sín spili fótbolta líkt og þjálfari sinn hjá Manchester City á sínum tíma, Pep Guardiola. Er það nánast önnur íþrótt en leikstíllinn sem Jóhann Berg hefur verið vanur undanfarin ár hjá Burnley er Sean Dyche var þjálfari liðsins. Gjörbreyttur leikstíll virðist henta Jóhanni Berg vel sem og liðsfélögum hans en liðið er á toppi deildarinnar og virðist aðeins tímaspursmál hvenær sætið í deild þeirra bestu verður tryggt á ný. Þá vekur athygli að Jóhann Berg er að spila á miðjunni frekar en á vængnum þar sem við erum vön að sjá hann spila með íslenska landsliðinu. Íslenska landsliðið, gengi þess undanfarið ásamt ævintýrunum í Frakklandi og Rússlandi voru einnig til umræðu í þættinum. Jóhann Berg hefur verið í basli með kálfann á sér undanfarin ár en rekja má þau meiðsli allt til heimsmeistaramótsins í Rússlandi sumarið 2018. „Ég man að við spurðum Alfreð [Finnbogason, landsliðsmann] að þessu þegar við fengum hann í þáttinn. Skemmduð þið á ykkur líkamann í þessu harki með landsliðinu,“ spurði Birkir Karl Sigurðsson, annar af þáttastjórnendum. „Maður fór og gaf sig gjörsamlegan allan fyrir málstaðinn,“ sagði Jóhann Berg áður en umræðan færði sig yfir til Rússlands. „Ég meiðist á móti Argentínu. Alfreð var að spila í Þýskalandi á þeim tíma og sagði mér að fara til Hans-Wilhelm Müller-Wohlfahrt, læknis þýska landsliðsins og Bayern München. Ég fer þaðan sem við [íslenska landsliðið] vorum til Sochi. Reyndum að fá leyfi til að fljúga eða fara með þyrlu en það var ekki hægt því það mátti ekki fljúga. Þurftum því að keyra í þrjá tíma og svo taka lest í aðra þrjá tíma til að komast til Sochi.“ „Þar mæti ég upp á hótelið hjá Þýskalandi og þangað mætir Müller-Wohlfahrt. Hann sprautar einhverju í kálfann á mér og hann sprautar einhverju í bakið á mér – þetta er ekki ólöglegt, það fellur enginn á lyfjaprófi hjá honum. Hann sprautar mig og sprautar, segir svo „þú verður klár á móti Króatíu, það er bara 100 prósent.“ Ég missi sem sagt af Nígeríu leiknum, það var svekkjandi. Var ekki rétt spilað hjá okkur,“ sagði Jóhann Berg en Ísland tapaði 2-0 gegn Nígeríu og féll svo endanlega úr leik eftir súrt 2-1 tap gegn Króatíu. Á léttari nótum skömmu síðar benti Jóhann Berg á að hann hefði gert Rúrik Gíslason frægan með því að fara meiddur af velli gegn Argentínu. Í kjölfarið reis vonarstjarna Rúriks hvað hæst og var hann um tíma með yfir milljón fylgjenda á Instagram.
Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti