Heilsugæslu skellt í lás Björn Gíslason skrifar 28. febrúar 2023 09:00 Það er algerlega ólíðandi að eitt af stærstu hverfum borgarinnar, Grafarvogur í Reykjavík, þar sem búsett eru um 18 þúsund manns, séu án heilsugæslustöðvar. Eins og ekki hefur farið fram hjá íbúum þar, þá var skellt í lás á Heilsugæslustöð Grafarvogs í þessum mánuði vegna mygluskemmda og raka í húsnæði heilsugæslunnar. Þetta þýðir að íbúar Grafarvogs eru án heilsugæslustöðvar innan hverfisins og íbúum gert að sækja læknisþjónustuna í Árbæ í a.m.k. eitt ár. Það bitnar verulega á eldri íbúum hverfisins og sérstaklega á þeim sem eiga þess ekki kost að sækja þjónustuna nema með almenningssamgöngum. Á vef heilsugæslunnar segir að til að komast úr Grafarvogi á heilsugæsluna þurfi notendur að taka tvo vagna eða svo vitnað sé orðrétt í texta af vefsvæði heilsugæslunnar: „Til að komast frá Spönginni í Hraunbæ 115 með Strætó er hægt að taka leið 6 og fara út á stoppistöðinni Ártún A (sem er á brúnni). Gengið niður göngustíginn í stoppistöðina Ártún D (sem er undir brúnni) og leið 16 tekin. Farið er út á stoppistöðinni Bæjarbraut en þaðan er 2 mínútna gangur að Hraunbæ 115 (Heilsugæslan í Árbæ er í sama húsi).“ Leiðarlýsing þessi sýnir, svo ekki verði um villst, að ekki er hlaupið að þjónustunni fyrir íbúa Grafarvogs og því er ekki furða að það gæti mikillar óánægju meðal íbúa hverfisins. Hefði t.d. ekki verið eðlilegra og skynsamlegra að leysa málið með nærtækari lausnum en að fara með starfsemi heilsugæslunnar í önnur hverfi? Víða er atvinnuhúsnæði laust í Grafarvoginum, t.d. í Hverafoldinni og Gylfaflötinni svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld þurfa að bregðast við Í þessu samhengi gætum við ímyndað okkur hvað t.d. Akureyringar, með svipaða íbúatölu og Grafarvogur, eða rúmlega 19 þúsund manns, myndu segja ef allt í einu yrði heilsugæslunni þar lokað og þeir þyrftu að sækja heilsugæsluna í annað bæjarfélag. Eins mætti setja þetta í samhengi við Mosfellsbæ en Mosfellingar og bæjaryfirvöld þar myndu seint láta bjóða íbúum sínum upp á það. Það gerum við borgarfulltrúar heldur ekki, enda er það skylda okkar að gæta hagsmuna borgarbúa og þar með talið að sjá til þess að þeir hafi gott aðgengi að heilsugæslu í sínum hverfum. Ég átti þess kost að taka málið upp við forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, en þess er að vænta í dag að hún ræði málið við heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. Jafnframt mun ég taka málið upp á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur, enda um hagsmunamál íbúa innan eins stærsta hverfis borgarinnar að ræða. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Reykjavík Borgarstjórn Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er algerlega ólíðandi að eitt af stærstu hverfum borgarinnar, Grafarvogur í Reykjavík, þar sem búsett eru um 18 þúsund manns, séu án heilsugæslustöðvar. Eins og ekki hefur farið fram hjá íbúum þar, þá var skellt í lás á Heilsugæslustöð Grafarvogs í þessum mánuði vegna mygluskemmda og raka í húsnæði heilsugæslunnar. Þetta þýðir að íbúar Grafarvogs eru án heilsugæslustöðvar innan hverfisins og íbúum gert að sækja læknisþjónustuna í Árbæ í a.m.k. eitt ár. Það bitnar verulega á eldri íbúum hverfisins og sérstaklega á þeim sem eiga þess ekki kost að sækja þjónustuna nema með almenningssamgöngum. Á vef heilsugæslunnar segir að til að komast úr Grafarvogi á heilsugæsluna þurfi notendur að taka tvo vagna eða svo vitnað sé orðrétt í texta af vefsvæði heilsugæslunnar: „Til að komast frá Spönginni í Hraunbæ 115 með Strætó er hægt að taka leið 6 og fara út á stoppistöðinni Ártún A (sem er á brúnni). Gengið niður göngustíginn í stoppistöðina Ártún D (sem er undir brúnni) og leið 16 tekin. Farið er út á stoppistöðinni Bæjarbraut en þaðan er 2 mínútna gangur að Hraunbæ 115 (Heilsugæslan í Árbæ er í sama húsi).“ Leiðarlýsing þessi sýnir, svo ekki verði um villst, að ekki er hlaupið að þjónustunni fyrir íbúa Grafarvogs og því er ekki furða að það gæti mikillar óánægju meðal íbúa hverfisins. Hefði t.d. ekki verið eðlilegra og skynsamlegra að leysa málið með nærtækari lausnum en að fara með starfsemi heilsugæslunnar í önnur hverfi? Víða er atvinnuhúsnæði laust í Grafarvoginum, t.d. í Hverafoldinni og Gylfaflötinni svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld þurfa að bregðast við Í þessu samhengi gætum við ímyndað okkur hvað t.d. Akureyringar, með svipaða íbúatölu og Grafarvogur, eða rúmlega 19 þúsund manns, myndu segja ef allt í einu yrði heilsugæslunni þar lokað og þeir þyrftu að sækja heilsugæsluna í annað bæjarfélag. Eins mætti setja þetta í samhengi við Mosfellsbæ en Mosfellingar og bæjaryfirvöld þar myndu seint láta bjóða íbúum sínum upp á það. Það gerum við borgarfulltrúar heldur ekki, enda er það skylda okkar að gæta hagsmuna borgarbúa og þar með talið að sjá til þess að þeir hafi gott aðgengi að heilsugæslu í sínum hverfum. Ég átti þess kost að taka málið upp við forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, en þess er að vænta í dag að hún ræði málið við heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. Jafnframt mun ég taka málið upp á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur, enda um hagsmunamál íbúa innan eins stærsta hverfis borgarinnar að ræða. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun