Mjólkurafurðir hækka minnst í verði á Íslandi Erna Bjarnadóttir skrifar 28. febrúar 2023 17:00 Undanfarið ár hefur verðbólga verið í sögulegum hæðum í nágrannalöndum okkar. Helstu verðbólguvaldar eru þar verð á eldsneyti (þar með talið húshitunarkostnaði) og matvöruverð sem hefur hækkað með ógnarhraða síðastliðið ár. Evrópusambandið birtir mánaðarlega upplýsingar um verðþróun matvæla á sérstöku mælaborði fyrir fæðuöryggi. Nú hafa birst samræmdar tölur fyrir verðþróun síðastliðna tólf mánuði, miðað við janúar 2023. Það vekur óneitanlega athygli að þegar þær upplýsingar eru bornar saman við þróun matvælaverðs á Íslandi, var aðeins eitt land innan ESB þar sem verð á matvörum hækkaði minna en á Íslandi á þessu tólf mánaða tímabili, Kýpur. Heimild: ESB: https://agridata.ec.europa.eu/extensions/FoodSecurity/FoodSecurity.html og Hagstofa Íslands Verðþróun á mjólk, ostum og eggjum Þegar litið er á einstaka undirliði matvælaverðs kemur í ljós að verð hækkaði minnst á Íslandi í þremur vöruflokkum, brauði og kornvörum, sykri og mjólk, ostum og eggjum. Meðfylgjandi línurit sýnir samanburð fyrir síðasttalda flokkinn fyrir öll lönd ESB auk Íslands. Jafnvel þekkt mjólkurframleiðslulönd eins og Danmörk (21,9%) Holland (28%) og Þýskaland (34%) reynast vera með 67%-174% meiri hækkanir á mjólkurverði en raun var á hér á landi. Niðurstaða Þessi samanburður sýnir að flest lönd innan ESB glíma við meiri verðhækkanir á matvælum en Ísland. Þetta á ekki hvað síst við um þann undirflokk matvæla sem innlend framleiðsla hér á landi á hvað mestan hlut í þ.e. mjólk, ostar og egg. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Erna Bjarnadóttir Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarið ár hefur verðbólga verið í sögulegum hæðum í nágrannalöndum okkar. Helstu verðbólguvaldar eru þar verð á eldsneyti (þar með talið húshitunarkostnaði) og matvöruverð sem hefur hækkað með ógnarhraða síðastliðið ár. Evrópusambandið birtir mánaðarlega upplýsingar um verðþróun matvæla á sérstöku mælaborði fyrir fæðuöryggi. Nú hafa birst samræmdar tölur fyrir verðþróun síðastliðna tólf mánuði, miðað við janúar 2023. Það vekur óneitanlega athygli að þegar þær upplýsingar eru bornar saman við þróun matvælaverðs á Íslandi, var aðeins eitt land innan ESB þar sem verð á matvörum hækkaði minna en á Íslandi á þessu tólf mánaða tímabili, Kýpur. Heimild: ESB: https://agridata.ec.europa.eu/extensions/FoodSecurity/FoodSecurity.html og Hagstofa Íslands Verðþróun á mjólk, ostum og eggjum Þegar litið er á einstaka undirliði matvælaverðs kemur í ljós að verð hækkaði minnst á Íslandi í þremur vöruflokkum, brauði og kornvörum, sykri og mjólk, ostum og eggjum. Meðfylgjandi línurit sýnir samanburð fyrir síðasttalda flokkinn fyrir öll lönd ESB auk Íslands. Jafnvel þekkt mjólkurframleiðslulönd eins og Danmörk (21,9%) Holland (28%) og Þýskaland (34%) reynast vera með 67%-174% meiri hækkanir á mjólkurverði en raun var á hér á landi. Niðurstaða Þessi samanburður sýnir að flest lönd innan ESB glíma við meiri verðhækkanir á matvælum en Ísland. Þetta á ekki hvað síst við um þann undirflokk matvæla sem innlend framleiðsla hér á landi á hvað mestan hlut í þ.e. mjólk, ostar og egg. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar