Upphefð eða bjarnargreiði? Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2023 13:30 Á dögunum fjallaði bæjarráð um útnefningu og launakjör bæjarlistamanns Akureyrar, en hefð er fyrir því á sumardaginn fyrsta að tilnefna einstakling úr röðum listafólks. Er það jafnan tilhlökkunarefni og viðurkenning á starfi viðkomandi, en einnig hluti af framlagi Akureyrarbæjar sem stuðlar að góðum starfsskilyrðum listafólks. Óþarfi er að tíunda hér öll þau margfeldisáhrif sem það framlag styður við, nefni hér örfá dæmi á borð við vinnu listafólks á sviði myndlistar, tónlistar, leiklistar, ritlistar og svo framvegis. Þessir sömu einstaklingar mynda svo grundvöll fyrir öflugt Listasafn, kröftugt Leikfélag, Tónlistarskóla og flóru safna og ritlistafólks. Menningin er afl og frumþörf sem alla varðar, jafnt íbúa sem gesti, en mikill fjöldi fólks kemur til Akureyrar ekki síst vegna menningar og listalífs. Nú er það hins vegar svo að starfslaun bæjarlistamanns Akureyrar eru langt frá þróun almennra launakjara, þau hafa í raun staðið í stað frá 2018. Jafnframt er gerð krafa um að viðkomandi sinni ekki meira en 50% starfi meðfram því að vera bæjarlistamaður. Það er því nokkuð augljóst að sá sem hlýtur nafnbótina mun að öllum líkindum lækka í launum. Það er ekki beinlínis hvetjandi fyrir hinn útnefnda að sinna listsköpun og uppfylla þau skilyrði um framlegð sem Akureyrarbær gerir til viðkomandi listamanns.Að loknum starfstíma bæjarlistamanns er gert ráð fyrir því að viðkomandi birti afrakstur vinnu sinnar á opinberum vettvangi í nafni Akureyrarbæjar. Á fundi bæjarráðs var því lögð fram tillaga minnihlutans þess efnis að hækka beri starfslaunin þannig að þau fylgi eðlilegri launaþróun, sú tillaga var fellld af meirihlutanum og í kjölfarið lagt til að málið verði skoðað af fulltrúa menningarmála og bæjarstjóra. Hér er um grundvallar réttlætismál að ræða fyrir starfsumhverfi listafólks á Akureyri og það er mjög miður að meirihluti bæjarráðs sýni þessu ekki meiri skilning en hér opinberast. Það fer ekki saman hljóð og mynd þegar opinberlega er rætt um mikilvægi menningar fyrir Akureyri og nágrenni, en skapa svo miður vænleg skilyrði fyrir þau sem raunverulega skapa þann auð sem menningin birtir okkur. Án vinnu listafólks væri engin menning og fyrir þá vinnu ætti Akureyrarbær að greiða laun sem eru sambærileg eðlilegum launakjörum. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og M.A. í menningarstjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Samfylkingin Menning Listamannalaun Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Á dögunum fjallaði bæjarráð um útnefningu og launakjör bæjarlistamanns Akureyrar, en hefð er fyrir því á sumardaginn fyrsta að tilnefna einstakling úr röðum listafólks. Er það jafnan tilhlökkunarefni og viðurkenning á starfi viðkomandi, en einnig hluti af framlagi Akureyrarbæjar sem stuðlar að góðum starfsskilyrðum listafólks. Óþarfi er að tíunda hér öll þau margfeldisáhrif sem það framlag styður við, nefni hér örfá dæmi á borð við vinnu listafólks á sviði myndlistar, tónlistar, leiklistar, ritlistar og svo framvegis. Þessir sömu einstaklingar mynda svo grundvöll fyrir öflugt Listasafn, kröftugt Leikfélag, Tónlistarskóla og flóru safna og ritlistafólks. Menningin er afl og frumþörf sem alla varðar, jafnt íbúa sem gesti, en mikill fjöldi fólks kemur til Akureyrar ekki síst vegna menningar og listalífs. Nú er það hins vegar svo að starfslaun bæjarlistamanns Akureyrar eru langt frá þróun almennra launakjara, þau hafa í raun staðið í stað frá 2018. Jafnframt er gerð krafa um að viðkomandi sinni ekki meira en 50% starfi meðfram því að vera bæjarlistamaður. Það er því nokkuð augljóst að sá sem hlýtur nafnbótina mun að öllum líkindum lækka í launum. Það er ekki beinlínis hvetjandi fyrir hinn útnefnda að sinna listsköpun og uppfylla þau skilyrði um framlegð sem Akureyrarbær gerir til viðkomandi listamanns.Að loknum starfstíma bæjarlistamanns er gert ráð fyrir því að viðkomandi birti afrakstur vinnu sinnar á opinberum vettvangi í nafni Akureyrarbæjar. Á fundi bæjarráðs var því lögð fram tillaga minnihlutans þess efnis að hækka beri starfslaunin þannig að þau fylgi eðlilegri launaþróun, sú tillaga var fellld af meirihlutanum og í kjölfarið lagt til að málið verði skoðað af fulltrúa menningarmála og bæjarstjóra. Hér er um grundvallar réttlætismál að ræða fyrir starfsumhverfi listafólks á Akureyri og það er mjög miður að meirihluti bæjarráðs sýni þessu ekki meiri skilning en hér opinberast. Það fer ekki saman hljóð og mynd þegar opinberlega er rætt um mikilvægi menningar fyrir Akureyri og nágrenni, en skapa svo miður vænleg skilyrði fyrir þau sem raunverulega skapa þann auð sem menningin birtir okkur. Án vinnu listafólks væri engin menning og fyrir þá vinnu ætti Akureyrarbær að greiða laun sem eru sambærileg eðlilegum launakjörum. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og M.A. í menningarstjórnun.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun