Dagur ristilkrabbameina 3. mars 2023 Sigurdís Haraldsdóttir skrifar 3. mars 2023 08:31 Í dag er alþjóðlegur dagur sem ætlað er að vekja almenning til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein (hér á eftir saman nefnt ristilkrabbamein). Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og er við það að taka fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast hér á landi um 200 manns með ristilkrabbamein og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Nýgengi er á uppleið hjá ungu fólki og því var nýverið ákveðið að hefja skimun hjá fólki frá 45 ára aldri í Bandaríkjunum. Bandarískar rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar fæddir árið 1980 eru tvisvar til fjórum sinnum líklegri til að greinast með ristilkrabbamein en foreldrar þeirra. Enn er ekki ljóst hvers vegna nýgengi eykst hjá ungu fólki en miklu fjármagni hefur verið varið í rannsóknir á þessu á síðustu árum erlendis. Forseti Bandaríkjanna tilkynnti nýverið að mars skyldi opinberlega verða mánuður tileinkaður ristilkrabbameini. Einkenni ristilkrabbameins eru helst járnskortsblóðleysi, kviðverkir, breyting á hægðavenjum eða blóð í hægðum og þyngdartap. Einstaklingar með fjölskyldusögu um ristilkrabbamein, sérstaklega hjá nánum blóðskyldum ættingja (foreldri, systkini, afkvæmi) eru í tvöfaldri áhættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Erlendar leiðbeiningar mæla með því að skimun með ristilspeglun hefjist upp úr 40 ára aldri hjá einstaklingum með náinn ættingja með ristilkrabbamein (eða 10 árum áður en yngsta greining í fjölskyldu) og sé gerð á fimm ára fresti. Á Íslandi hefur lengi verið rætt um að hefja lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini (hjá einstaklingum án einkenna og í meðaláhættu) og er hún nú loks í undirbúningi. Koma mætti í veg fyrir eða snemmgreina meirihluta ristilkrabbameina ef einstaklingar færu í lýðgrundaða skimun með ristilspeglun eða leit að blóði í hægðum. Við hvetjum því því til árvekni meðal almennings og heimilslækna sem og hvetjum stjórnvöld til að hefja sem fyrst lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini svo snúa megi við þeirri þróun sem blasir við okkur í dag. Fyrir hönd Félags íslenskra krabbameinslækna, Sigurdís Haraldsdóttir Höfundur er yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur sem ætlað er að vekja almenning til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein (hér á eftir saman nefnt ristilkrabbamein). Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og er við það að taka fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast hér á landi um 200 manns með ristilkrabbamein og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Nýgengi er á uppleið hjá ungu fólki og því var nýverið ákveðið að hefja skimun hjá fólki frá 45 ára aldri í Bandaríkjunum. Bandarískar rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar fæddir árið 1980 eru tvisvar til fjórum sinnum líklegri til að greinast með ristilkrabbamein en foreldrar þeirra. Enn er ekki ljóst hvers vegna nýgengi eykst hjá ungu fólki en miklu fjármagni hefur verið varið í rannsóknir á þessu á síðustu árum erlendis. Forseti Bandaríkjanna tilkynnti nýverið að mars skyldi opinberlega verða mánuður tileinkaður ristilkrabbameini. Einkenni ristilkrabbameins eru helst járnskortsblóðleysi, kviðverkir, breyting á hægðavenjum eða blóð í hægðum og þyngdartap. Einstaklingar með fjölskyldusögu um ristilkrabbamein, sérstaklega hjá nánum blóðskyldum ættingja (foreldri, systkini, afkvæmi) eru í tvöfaldri áhættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Erlendar leiðbeiningar mæla með því að skimun með ristilspeglun hefjist upp úr 40 ára aldri hjá einstaklingum með náinn ættingja með ristilkrabbamein (eða 10 árum áður en yngsta greining í fjölskyldu) og sé gerð á fimm ára fresti. Á Íslandi hefur lengi verið rætt um að hefja lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini (hjá einstaklingum án einkenna og í meðaláhættu) og er hún nú loks í undirbúningi. Koma mætti í veg fyrir eða snemmgreina meirihluta ristilkrabbameina ef einstaklingar færu í lýðgrundaða skimun með ristilspeglun eða leit að blóði í hægðum. Við hvetjum því því til árvekni meðal almennings og heimilslækna sem og hvetjum stjórnvöld til að hefja sem fyrst lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini svo snúa megi við þeirri þróun sem blasir við okkur í dag. Fyrir hönd Félags íslenskra krabbameinslækna, Sigurdís Haraldsdóttir Höfundur er yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun