Prófessor dæmir í máli Ástríðar sem vill ekki endurgreiða ofgreidd laun Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2023 11:46 Allir dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur voru taldir vanhæfir til þess að fjalla um stefnu Ástríðar Grímsdóttur. Því var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu. Vísir/samsett/Háskólinn í Reykjavík Gunnar Þór Pétursson, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, er settur dómari í máli Ástríðar Grímsdóttur, héraðsdómara, gegn ríkinu vegna endurgreiðslna á launum sem ríkið ofgreiddi henni og öðrum háttsettum embættismönnum. Ástríður, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, höfðaði mál gegn íslenska ríkinu eftir að fjármálaráðuneytið krafði á þriðja hundrað æðstu embættismanna þjóðarinnar um endurgreiðslu á ofgreiddum launum í fyrra. Mál hennar verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, úrskurðaði að allir dómarar við dómstólinn væru vanhæfir til þess að fara með málið í desember. Þar sem ágreiningsefnið málsins lyti að launakjörum dómara væri augljóst að úrlausn þess hefði bein áhrif á launakjör allra dómara landsins. Eftir þann úrskurð var Gunnar Þór settur dómari í málinu. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Aðalmeðferð í máli Ástríðar gegn ríkinu á að hefjast í næsta mánuði. Miðuðu við rangan launataxta Fjársýslan greindi frá því í júlí í fyrra að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Laun voru greidd samkvæmt réttum launataxta frá 1. júlí í fyrra en fjármálaráðuneytið ákvað jafnframt að krefja embættismennina um endurgreiðslu á ofgreiddu laununum. Endurgreiðslan átti að fara fram í áföngum á tólf mánaða tímabili. Þeir sem fengu ofgreitt voru forsetinn, ráðherra, þingmenn, dómarar, saksóknarar, lögreglustjórar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og ríkissáttasemjari. Byrjað var að draga af launum embættismanna sem enn starfa hjá ríkinu og senda kröfur á aðra í september. Fjársýslan sagði að algengt væri að endurgreiðslufjárhæðin svaraði til um þriðjungs einna mánaðarlauna þeirra sem þáðu laun allt tímabili sem greitt var eftir röngum taxta. Endurgreiðslukrafan hleypur þá á hundruð þúsundum króna í tilfelli þeirra sem hafa hæstu launin. Dómstólar Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Ástríður, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, höfðaði mál gegn íslenska ríkinu eftir að fjármálaráðuneytið krafði á þriðja hundrað æðstu embættismanna þjóðarinnar um endurgreiðslu á ofgreiddum launum í fyrra. Mál hennar verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, úrskurðaði að allir dómarar við dómstólinn væru vanhæfir til þess að fara með málið í desember. Þar sem ágreiningsefnið málsins lyti að launakjörum dómara væri augljóst að úrlausn þess hefði bein áhrif á launakjör allra dómara landsins. Eftir þann úrskurð var Gunnar Þór settur dómari í málinu. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Aðalmeðferð í máli Ástríðar gegn ríkinu á að hefjast í næsta mánuði. Miðuðu við rangan launataxta Fjársýslan greindi frá því í júlí í fyrra að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Laun voru greidd samkvæmt réttum launataxta frá 1. júlí í fyrra en fjármálaráðuneytið ákvað jafnframt að krefja embættismennina um endurgreiðslu á ofgreiddu laununum. Endurgreiðslan átti að fara fram í áföngum á tólf mánaða tímabili. Þeir sem fengu ofgreitt voru forsetinn, ráðherra, þingmenn, dómarar, saksóknarar, lögreglustjórar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og ríkissáttasemjari. Byrjað var að draga af launum embættismanna sem enn starfa hjá ríkinu og senda kröfur á aðra í september. Fjársýslan sagði að algengt væri að endurgreiðslufjárhæðin svaraði til um þriðjungs einna mánaðarlauna þeirra sem þáðu laun allt tímabili sem greitt var eftir röngum taxta. Endurgreiðslukrafan hleypur þá á hundruð þúsundum króna í tilfelli þeirra sem hafa hæstu launin.
Dómstólar Dómsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira