Skrautleg sigurkarfa Randle, Westbrook getur ekki unnið og Jókerinn í stuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2023 10:31 Julius Randle fagnar sigurkörfunni. Eric Espada/Getty Images Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. New York Knicks vann áttunda leikinn í röð þökk sé Julius Randle, Sacramento Kings sá til þess að Russell Westbrook hefur ekki unnið leik sem leikmaður Los Angeles Clippers og Nikola Jokić náði enn á ný þrefaldri tvennu í sigri Denver Nuggets. New York Knicks vann hádramatískan tveggja stiga sigur á Miami Heat þar sem skrautleg þriggja stiga karfa Julius Randle tryggði sigurinn en síðasta sókn Knicks virtist vera að renna út í sandinn. Lokatölur 122-120 New York í vil. WHAT A CRAZY SEQUENCE TO END KNICKS/HEAT Tyler Herro steals it and scores for the lead, and Julius Randle follows with a cold-blooded game winner!The @nyknicks have won 8 straight pic.twitter.com/SlZvM1mZSL— NBA (@NBA) March 4, 2023 Randle gerði sér lítið fyrir og skoraði 43 stig í leiknum ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Jalen Brunson kom þar á eftir með 25 stig, 8 stoðsendingar og 2 fráköst. Í liði Miami skoraði Jimmy Butler 33 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Sacramento Kings og Los Angeles Clippers mættust nýverið í ótrúlegum leik þar sem Kings unnu 176-175. Um var að ræða næst stigahæsta leik í sögu deildarinnar. Leikur kvöldsins var heldur rólegri en þó var mikið skorað og mikil dramatík. Fór það svo að Kings unnu eins stigs sigur, 128-127. Sabonis hits the free throw.Kings get the stop.Another SAC/LAC thriller. 5 straight Ws for @SacramentoKings! pic.twitter.com/yQiWayXBh5— NBA (@NBA) March 4, 2023 De‘Aaron Fox var stigahæstur hjá Kings með 33 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Þar á eftir kom Domantas Sabonis með 23 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst. Westbrook sjálfur skoraði 27 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 2 fráköst. 8 straight 30-point games for Swipa.5 straight wins for @SacramentoKings.@swipathefox is on the longest 30+ point streak in franchise history since Tiny Archibald's 9 straight in 1975! pic.twitter.com/6UQ4IygvZd— NBA (@NBA) March 4, 2023 Jókerinn fór hamförum í öruggum sigri Denver Nuggets á Memphis Grizzlies, lokatölur 113-97. Jokić skoraði 18 stig, tók 18 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Stigahæstur í liði Nuggets var hins vegar Michael Porter Jr. með 26 stig ásamt því að taka 8 fráköst. Hjá Grizzlies var Ja Morant með 27 stig, 10 stoðsendingar og 4 fráköst. The No. 1-seeded @nuggets win a battle against No. 2 Memphis behind big nights from Joker, Jamal and MPJ!Porter Jr.: 26 PTSMurray: 22 PTS, 9 ASTJokic: 18 PTS, 18 REB, 10 AST pic.twitter.com/OBJubEaIHw— NBA (@NBA) March 4, 2023 Los Angeles Lakers verður án LeBron James næstu vikurnar og það sást þegar liðið tapaði fyrir Minnesota Timberwolves á heimavelli í nótt, lokatölur 102-110. Gestirnir voru án Karl Anthony Towns en það kom ekki að sök. Lakers voru farnir að nálgast umspilssæti en tekst alltaf að misstíga sig á ögurstundu. Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers með 38 stig á meðan Rudy Gobert skoraði 22 fyrir Minnesota og tók 14 fráköst. Boston Celtics hefur misst toppsætið í Austurdeildinni og liðið henti frá sér 28 stiga forystu þegar það tapaði með tíu stiga mun fyrir Brooklyn Nets í nótt, lokatölur 115-105 Nets í vil. Mikal Bridges skoraði 38 stig í liði Nets og tók 10 fráköst á meðan Jaylen Brown skoraði 35 stig í liði Boston. so smooth with it @mikal_bridges pic.twitter.com/S0cEAo29nI— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) March 4, 2023 Klay Thompson skoraði 27 stig í níu stiga sigri Golden State Warriors á New Orleans Pelicans, 108-99. CJ McCollum var stigahæstur hjá Pelicans með 25 stig. Devin Booker skoraði 35 stig, Josh Okogie skoraði 25 og Kevin Durant 20 í öruggum sigir Phoenix Suns á Chicago Bulls, lokatölur 125-104. DeMar DeRozan var stigahæstur í tapliðinu með 31 stig. Önnur úrslit Charlotte Hornets 106-117 Orlando MagicAtlanta Hawks 129-111 Portland Trail BlazersOklahoma City Thunder 130-103 Utah Jazz The Knicks, Kings and Warriors extend their winning streaks! https://t.co/6FlAliik3X pic.twitter.com/ZrVLyn9C1O— NBA (@NBA) March 4, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
New York Knicks vann hádramatískan tveggja stiga sigur á Miami Heat þar sem skrautleg þriggja stiga karfa Julius Randle tryggði sigurinn en síðasta sókn Knicks virtist vera að renna út í sandinn. Lokatölur 122-120 New York í vil. WHAT A CRAZY SEQUENCE TO END KNICKS/HEAT Tyler Herro steals it and scores for the lead, and Julius Randle follows with a cold-blooded game winner!The @nyknicks have won 8 straight pic.twitter.com/SlZvM1mZSL— NBA (@NBA) March 4, 2023 Randle gerði sér lítið fyrir og skoraði 43 stig í leiknum ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Jalen Brunson kom þar á eftir með 25 stig, 8 stoðsendingar og 2 fráköst. Í liði Miami skoraði Jimmy Butler 33 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Sacramento Kings og Los Angeles Clippers mættust nýverið í ótrúlegum leik þar sem Kings unnu 176-175. Um var að ræða næst stigahæsta leik í sögu deildarinnar. Leikur kvöldsins var heldur rólegri en þó var mikið skorað og mikil dramatík. Fór það svo að Kings unnu eins stigs sigur, 128-127. Sabonis hits the free throw.Kings get the stop.Another SAC/LAC thriller. 5 straight Ws for @SacramentoKings! pic.twitter.com/yQiWayXBh5— NBA (@NBA) March 4, 2023 De‘Aaron Fox var stigahæstur hjá Kings með 33 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Þar á eftir kom Domantas Sabonis með 23 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst. Westbrook sjálfur skoraði 27 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 2 fráköst. 8 straight 30-point games for Swipa.5 straight wins for @SacramentoKings.@swipathefox is on the longest 30+ point streak in franchise history since Tiny Archibald's 9 straight in 1975! pic.twitter.com/6UQ4IygvZd— NBA (@NBA) March 4, 2023 Jókerinn fór hamförum í öruggum sigri Denver Nuggets á Memphis Grizzlies, lokatölur 113-97. Jokić skoraði 18 stig, tók 18 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Stigahæstur í liði Nuggets var hins vegar Michael Porter Jr. með 26 stig ásamt því að taka 8 fráköst. Hjá Grizzlies var Ja Morant með 27 stig, 10 stoðsendingar og 4 fráköst. The No. 1-seeded @nuggets win a battle against No. 2 Memphis behind big nights from Joker, Jamal and MPJ!Porter Jr.: 26 PTSMurray: 22 PTS, 9 ASTJokic: 18 PTS, 18 REB, 10 AST pic.twitter.com/OBJubEaIHw— NBA (@NBA) March 4, 2023 Los Angeles Lakers verður án LeBron James næstu vikurnar og það sást þegar liðið tapaði fyrir Minnesota Timberwolves á heimavelli í nótt, lokatölur 102-110. Gestirnir voru án Karl Anthony Towns en það kom ekki að sök. Lakers voru farnir að nálgast umspilssæti en tekst alltaf að misstíga sig á ögurstundu. Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers með 38 stig á meðan Rudy Gobert skoraði 22 fyrir Minnesota og tók 14 fráköst. Boston Celtics hefur misst toppsætið í Austurdeildinni og liðið henti frá sér 28 stiga forystu þegar það tapaði með tíu stiga mun fyrir Brooklyn Nets í nótt, lokatölur 115-105 Nets í vil. Mikal Bridges skoraði 38 stig í liði Nets og tók 10 fráköst á meðan Jaylen Brown skoraði 35 stig í liði Boston. so smooth with it @mikal_bridges pic.twitter.com/S0cEAo29nI— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) March 4, 2023 Klay Thompson skoraði 27 stig í níu stiga sigri Golden State Warriors á New Orleans Pelicans, 108-99. CJ McCollum var stigahæstur hjá Pelicans með 25 stig. Devin Booker skoraði 35 stig, Josh Okogie skoraði 25 og Kevin Durant 20 í öruggum sigir Phoenix Suns á Chicago Bulls, lokatölur 125-104. DeMar DeRozan var stigahæstur í tapliðinu með 31 stig. Önnur úrslit Charlotte Hornets 106-117 Orlando MagicAtlanta Hawks 129-111 Portland Trail BlazersOklahoma City Thunder 130-103 Utah Jazz The Knicks, Kings and Warriors extend their winning streaks! https://t.co/6FlAliik3X pic.twitter.com/ZrVLyn9C1O— NBA (@NBA) March 4, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum