Þessi 23 ára leikmaður Memphis Grizzlies virtist veifa skammbyssu inni á næturklúbbi þar sem hann var að skemmta sér aðeins nokkrum klukkustundum eftir 113-97 tap liðsins gegn Denver Nuggets í NBA-deildinni í nótt.
NBA-deildin er nú með myndskeiðið til skoðunnar og leikmaðurinn hefur verið sendur í að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir athæfið, en það er lið hans sem tekur ákvörðun um að Morant sé á leið í bann.
„Ja Morant verður ekki með liðinu í næstu tveimur leikjum í það minnsta,“ sagði í stuttorðri yfirlýsingu frá félaginu.
Statement from the Memphis Grizzlies pic.twitter.com/CLB2TG5nnI
— Grizzlies PR (@GrizzliesPR) March 4, 2023
Þetta er ekki eina dæmið um það að Ja Morant komi sér í klandur utan vallar. Fyrir rúmum mánuði voru hann og vinir hans sakaðir um að beina rauðum laser á liðsrútu Indiana Pacers og nú í vikunni var hann sakaður um að hóta öryggisverði í verslunarmiðstöð seinasta sumar. Öryggisvörðurinn tilkynnti Morant til lögreglu eftir samskipti þeirra sem áttu sér stað á bílastæði fyrir utan verslunarmiðstöðina.
🤦♂️ pic.twitter.com/bXrEFjjc4W
— NBACentral (@TheNBACentral) March 4, 2023
Þá er Morant einnig sakaður um að hafa kýlt 17 ára dreng ítrekað er þeir spiluðu körfubolta á heimili leikmannsins. Það atvik átti sér stað fjórum dögum eftir að Morant hótaði öryggisverðinum, en hann og vinir hans eru sagðir hafa slegið drenginn til jarðar og eftir að slagsmálunum lauk hafi Morant farið inn á heimili sitt og komið aftur út með byssu sýnilega.
Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði Morant þó að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Hann hafi vissulega átt fyrsta höggið, en aðeins eftir að drengurinn kastaði bolta í höfuð hans og gekk í átt til hans. Þá segir Morant að drengurinn hafi hótað að kveikja í heimili hans þegar hann gekk í burtu eftir atvikið.
Ja Morant was accused of punching a 17-year-old boy 12-13 times and flashing a gun at him during a pickup basketball game last summer, according to a police report obtained by @mollyhc
— Bleacher Report (@BleacherReport) March 1, 2023
Full story: https://t.co/NsRnhsIXlk pic.twitter.com/DH0utTt37V