Segir Will Smith vera tík fyrir að slá sig Bjarki Sigurðsson skrifar 5. mars 2023 14:37 Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Getty/Al Seib Chris Rock segir leikarann Will Smith vera tík fyrir að hafa slegið sig á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Rock gaf í skyn að illindi hans og Smith hafi byrjað árið 2016. Það er mönnum enn ferskt í minni þegar Will Smith gekk upp á svið Óskarsins í fyrra og sló Chris Rock vegna brandara sem sá síðarnefndi sagði um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Í gær var nýtt uppistand Chris Rock frumsýnt á Netflix. Uppistandið ber yfirskriftina „Selective Outrage“ eða „Valkvæð svívirðing“ og er það fyrsta frá Rock síðan á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Líkt og flestir höfðu gert ráð fyrir ræddi Rock um þennan frægasta kinnhest heimssögunnar. Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi verið beittur pressu hafi hann ekki viljað tala opinberlega um kinnhestinn í spjallþáttum á borð við Oprah Winfrey Show. „Það er aldrei að fara að gerast. Skítt með það. Ég tók þessum kinnhest eins og Pacquiao,“ segir Rock í uppistandinu en Manny Pacquiao er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Klippa: Will Smith sló Chris Rock á Óskarsverðlaununum Hann gagnrýndi Smith fyrir að hafa slegið sig enda sé Smith töluvert stærri og sterkari en hann. Þaðan kemur akkúrat nafn sýningarinnar, valkvæð svívirðing. Smith vissi að hann gæti lamið Rock og komist upp með það og því valið að svívirða hann. „Will Smith er ber að ofan í kvikmyndum. Þú munt aldrei sjá mig vera beran að ofan í kvikmynd. Ef ég er í kvikmynd að fá hjartaaðgerð þá er ég í peysu,“ segir Rock til að sýna fram á styrkleika mun þeirra. Árið 2020 opnaði Pinkett Smith sig um framhjáhald sitt með söngvaranum August Alsina. Hún gerði það í hlaðvarpi sínu, Red Table Talk, og var Will viðstaddur þegar hún ræddi þetta. Fjöldi fólks kallaði hann tík og aumingja fyrir það. „Allir í heiminum kölluðu hann tík. Ég reyndi að hringja í tíkarsoninn, ég reyndi að hringja í hann og hughreysta hann en hann svaraði mér ekki. Allir kölluðu hann tík en hvern slær hann? Mig. Það er eitthvað sem tík myndi gera,“ segir Rock. Hann gaf í skyn að illindi milli hans og Smith hafi byrjað árið 2016 þegar Rock var einnig að kynna Óskarsverðlaunin líkt og þegar Smith sló hann. Fyrir hátíðina hafði Pinkett Smith gagnrýnd Óskarsakademíuna fyrir skort á tilnefningum til svartra listamanna. Hún bað Rock um að hætta við að kynna sem hann gerði ekki. „Þeir segja að orð særa. Þú verður að passa hvað þú segir því orð særa. Allir sem segja að orð særa hafa aldrei verið kýldir í andlitið. Orð særa þegar búið er að skrifa þau í múrstein,“ segir Rock. Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Sjá meira
Það er mönnum enn ferskt í minni þegar Will Smith gekk upp á svið Óskarsins í fyrra og sló Chris Rock vegna brandara sem sá síðarnefndi sagði um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith. Í gær var nýtt uppistand Chris Rock frumsýnt á Netflix. Uppistandið ber yfirskriftina „Selective Outrage“ eða „Valkvæð svívirðing“ og er það fyrsta frá Rock síðan á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Líkt og flestir höfðu gert ráð fyrir ræddi Rock um þennan frægasta kinnhest heimssögunnar. Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi verið beittur pressu hafi hann ekki viljað tala opinberlega um kinnhestinn í spjallþáttum á borð við Oprah Winfrey Show. „Það er aldrei að fara að gerast. Skítt með það. Ég tók þessum kinnhest eins og Pacquiao,“ segir Rock í uppistandinu en Manny Pacquiao er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Klippa: Will Smith sló Chris Rock á Óskarsverðlaununum Hann gagnrýndi Smith fyrir að hafa slegið sig enda sé Smith töluvert stærri og sterkari en hann. Þaðan kemur akkúrat nafn sýningarinnar, valkvæð svívirðing. Smith vissi að hann gæti lamið Rock og komist upp með það og því valið að svívirða hann. „Will Smith er ber að ofan í kvikmyndum. Þú munt aldrei sjá mig vera beran að ofan í kvikmynd. Ef ég er í kvikmynd að fá hjartaaðgerð þá er ég í peysu,“ segir Rock til að sýna fram á styrkleika mun þeirra. Árið 2020 opnaði Pinkett Smith sig um framhjáhald sitt með söngvaranum August Alsina. Hún gerði það í hlaðvarpi sínu, Red Table Talk, og var Will viðstaddur þegar hún ræddi þetta. Fjöldi fólks kallaði hann tík og aumingja fyrir það. „Allir í heiminum kölluðu hann tík. Ég reyndi að hringja í tíkarsoninn, ég reyndi að hringja í hann og hughreysta hann en hann svaraði mér ekki. Allir kölluðu hann tík en hvern slær hann? Mig. Það er eitthvað sem tík myndi gera,“ segir Rock. Hann gaf í skyn að illindi milli hans og Smith hafi byrjað árið 2016 þegar Rock var einnig að kynna Óskarsverðlaunin líkt og þegar Smith sló hann. Fyrir hátíðina hafði Pinkett Smith gagnrýnd Óskarsakademíuna fyrir skort á tilnefningum til svartra listamanna. Hún bað Rock um að hætta við að kynna sem hann gerði ekki. „Þeir segja að orð særa. Þú verður að passa hvað þú segir því orð særa. Allir sem segja að orð særa hafa aldrei verið kýldir í andlitið. Orð særa þegar búið er að skrifa þau í múrstein,“ segir Rock.
Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Sjá meira