Ráðvilltur ríkisendurskoðandi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 6. mars 2023 20:01 Undanfarið hefur forseti Alþingis flúið úr einu horni í annað undan þeim sem berjast fyrir því að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu verði birt. Forseti hefur bágan málstað að verja þar sem allir aðrir forsætisnefndarmenn hafa samþykkt birtingu greinargerðarinnar auk þess sem tvö lögfræðiálit liggja fyrir um að birta skuli greinargerðina. Forseti þingsins hefur í örvæntingu reynt að fella lögfræðiálit sem þingið bað um undir sömu leyndarhyggju og sjálfa greinargerðina. Svo vill til að þingflokkur Miðflokksins bað um lögfræðiálit um birtingu greinargerðarinnar árið 2020. Niðurstaða þess álits er á sömu leið og álitsins sem unnið var fyrir Alþingi, nefnilega að greinargerð setts ríkisendurskoðanda skuli birt. Enginn trúnaður ríkir um álitið sem unnið var fyrir Miðflokkinn. Forseta þingsins hefur borist liðsauki á flóttanum sem er núverandi ríkisendurskoðandi. Nú er það svo að greinarhöfundur og ríkisendurskoðandi eiga tvennt sameiginlegt. Þeir eru ekki löglærðir né eru þeir menntaðir endurskoðendur. Ríkisendurskoðandi hefur haft uppi miklar skoðanir undanfarna daga um lögformlega fleti þess að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Þar hefur hann ítrekað gelt að röngu tré og vitnað til upplýsingalaga. Þingnefndir og þingmenn krefjast upplýsinga í krafti stjórnarskrárinnar og laga um þingsköp. Það er athyglisvert að núverandi ríkisendurskoðandi skuli blanda sér í lögfræðileg álitaefni nú ekki síst í ljósi þess sem segir í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðandans um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar segir svo á bls. 3: „Það fellur utan hlutverks Ríkisendurskoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun og ber embættinu að gæta varúðar að álykta almennt um túlkun og skýringu laga, enda er öðrum aðilum falið það hlutverk að lögum,“ Svo virðist sem ríkisendurskoðandi hafi gleymt þessum augljósu staðreyndum þrátt fyrir að Íslandsbankaskýrslan sé einungis nokkurra vikna gömul. Ríkisendurskoðandi er þó fráleitt sá eini sem misst hefur minnið þegar fjallað er um málefni Lindarhvols. Ríkisendurskoðandi hefur auk þess minnst á að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hafi verið ,,áframsend” til Alþingis. Annað hvort veit hann ekki betur eða hann fer vísvitandi með rangt mál. Ríkisendurskoðandi er þingkjörinn embættismaður og starfar í umboði þingsins. Það er ekki meðal verkefna hans að stýra störfum þingsins eða hafa áhrif á meðferð þingsins á þeim erindum sem ríkisendurskoðandi sendir Alþingi eða hafa uppi stórar skoðanir á athöfnum þingsins í einstaka málum. Þegar verkefni setts ríkisendurskoðanda ad hoc Sigurðar Þórðarsonar voru frá honum tekin árið 2018 sendi hann greinargerð um störf sín til: Forseta Alþingis (sem setti hann), Ríkisendurskoðunar, Fjármálaráðherra, Umboðsmanns Alþingis, Seðlabanka Íslands og stjórnar Lindarhvols. Forseti Alþingis tók við greinargerðinni fyrir hönd Alþingis, alls Alþingis. Greinargerðin var þannig ekki einka lettersbréf til Forseta þingsins og móttaka hans á erindinu var í nafni Alþingis. Forseti þingsins hefur ekki það hlutverk að ritrýna greinargerðir sem berast Alþingi. Slíkar greinargerðir eiga eina leið innan þings. Þær fara til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til lögformlegrar yfirferðar og afgreiðslu. Þetta væri ríkisendurskoðanda hollt að gaumgæfa og þó maður hafi nokkra samúð með því að hann reyni að koma forseta þingsins til hjálpar í vonlítilli stöðu þá er það einfaldlega ekki hlutverk ríkisendurskoðanda. Honum er hins vegar í lófa lagið líkt og forseta þingsins að senda greinargerð setts ríkisendurskoðanda í sextíu og þremur eintökum í pósthólf Alþingismanna. Forveri ríkisendurskoðanda gerði lítið úr starfi setts ríkisendurskoðanda ad hoc opinberlega vitandi að settur gæti illa borið hönd fyrir höfuð sér. Það er ekki til eftirbreytni. Ríkisendurskoðanda líkt og öllum öðrum væri einnig hollt að bera saman vitnisburð í Héraðsdómi um Lindarhvol nýlega við blaðsíðu þá í skýrslu embættisins frá árinu 2020 hvar fjallað er um sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka hf. Það er eins og að bera saman svart og hvítt. Ríkisendurskoðandi er hins vegar á algerum villigötum þegar hann reynir óumbeðinn að veita lögfræðiálit á einstöku álitaefnum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Alþingi Miðflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur forseti Alþingis flúið úr einu horni í annað undan þeim sem berjast fyrir því að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu verði birt. Forseti hefur bágan málstað að verja þar sem allir aðrir forsætisnefndarmenn hafa samþykkt birtingu greinargerðarinnar auk þess sem tvö lögfræðiálit liggja fyrir um að birta skuli greinargerðina. Forseti þingsins hefur í örvæntingu reynt að fella lögfræðiálit sem þingið bað um undir sömu leyndarhyggju og sjálfa greinargerðina. Svo vill til að þingflokkur Miðflokksins bað um lögfræðiálit um birtingu greinargerðarinnar árið 2020. Niðurstaða þess álits er á sömu leið og álitsins sem unnið var fyrir Alþingi, nefnilega að greinargerð setts ríkisendurskoðanda skuli birt. Enginn trúnaður ríkir um álitið sem unnið var fyrir Miðflokkinn. Forseta þingsins hefur borist liðsauki á flóttanum sem er núverandi ríkisendurskoðandi. Nú er það svo að greinarhöfundur og ríkisendurskoðandi eiga tvennt sameiginlegt. Þeir eru ekki löglærðir né eru þeir menntaðir endurskoðendur. Ríkisendurskoðandi hefur haft uppi miklar skoðanir undanfarna daga um lögformlega fleti þess að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Þar hefur hann ítrekað gelt að röngu tré og vitnað til upplýsingalaga. Þingnefndir og þingmenn krefjast upplýsinga í krafti stjórnarskrárinnar og laga um þingsköp. Það er athyglisvert að núverandi ríkisendurskoðandi skuli blanda sér í lögfræðileg álitaefni nú ekki síst í ljósi þess sem segir í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðandans um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar segir svo á bls. 3: „Það fellur utan hlutverks Ríkisendurskoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun og ber embættinu að gæta varúðar að álykta almennt um túlkun og skýringu laga, enda er öðrum aðilum falið það hlutverk að lögum,“ Svo virðist sem ríkisendurskoðandi hafi gleymt þessum augljósu staðreyndum þrátt fyrir að Íslandsbankaskýrslan sé einungis nokkurra vikna gömul. Ríkisendurskoðandi er þó fráleitt sá eini sem misst hefur minnið þegar fjallað er um málefni Lindarhvols. Ríkisendurskoðandi hefur auk þess minnst á að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hafi verið ,,áframsend” til Alþingis. Annað hvort veit hann ekki betur eða hann fer vísvitandi með rangt mál. Ríkisendurskoðandi er þingkjörinn embættismaður og starfar í umboði þingsins. Það er ekki meðal verkefna hans að stýra störfum þingsins eða hafa áhrif á meðferð þingsins á þeim erindum sem ríkisendurskoðandi sendir Alþingi eða hafa uppi stórar skoðanir á athöfnum þingsins í einstaka málum. Þegar verkefni setts ríkisendurskoðanda ad hoc Sigurðar Þórðarsonar voru frá honum tekin árið 2018 sendi hann greinargerð um störf sín til: Forseta Alþingis (sem setti hann), Ríkisendurskoðunar, Fjármálaráðherra, Umboðsmanns Alþingis, Seðlabanka Íslands og stjórnar Lindarhvols. Forseti Alþingis tók við greinargerðinni fyrir hönd Alþingis, alls Alþingis. Greinargerðin var þannig ekki einka lettersbréf til Forseta þingsins og móttaka hans á erindinu var í nafni Alþingis. Forseti þingsins hefur ekki það hlutverk að ritrýna greinargerðir sem berast Alþingi. Slíkar greinargerðir eiga eina leið innan þings. Þær fara til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til lögformlegrar yfirferðar og afgreiðslu. Þetta væri ríkisendurskoðanda hollt að gaumgæfa og þó maður hafi nokkra samúð með því að hann reyni að koma forseta þingsins til hjálpar í vonlítilli stöðu þá er það einfaldlega ekki hlutverk ríkisendurskoðanda. Honum er hins vegar í lófa lagið líkt og forseta þingsins að senda greinargerð setts ríkisendurskoðanda í sextíu og þremur eintökum í pósthólf Alþingismanna. Forveri ríkisendurskoðanda gerði lítið úr starfi setts ríkisendurskoðanda ad hoc opinberlega vitandi að settur gæti illa borið hönd fyrir höfuð sér. Það er ekki til eftirbreytni. Ríkisendurskoðanda líkt og öllum öðrum væri einnig hollt að bera saman vitnisburð í Héraðsdómi um Lindarhvol nýlega við blaðsíðu þá í skýrslu embættisins frá árinu 2020 hvar fjallað er um sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka hf. Það er eins og að bera saman svart og hvítt. Ríkisendurskoðandi er hins vegar á algerum villigötum þegar hann reynir óumbeðinn að veita lögfræðiálit á einstöku álitaefnum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun