Körfubolti

Körfuboltakvöld: Hvernig var þetta leyft?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stólarnir áttu húsið í gær.
Stólarnir áttu húsið í gær. vísir/bára

Tindastóll sótti sigur í Smárann í síðustu umferð Subway deildar karla þrátt fyrir að hafa lent 21 stigi undir í leiknum. Þar munaði miklu um frábæran stuðning sem liðið fékk á áhorfendapöllunum.

Subway Körfuboltakvöld ræddi þennan frábæra stuðning sem Stólarnir eru að fá á útivelli í leikjum sínum.

„Við sjáum hér myndband af stúkunni í Smáranum í gær og það er ágætt að minna áhorfendur á þetta er heimaleikur Breiðabliks,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds og sýndi nánast alla stúkuna fagna troðslu Tindastólsmanns í leiknum.

„Þeir komu sér bara fyrir í miðjunni,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds.

„Þetta eru kannski tuttugu manns sem eru ekki á bandi Tindastóls,“ sagði Hörður.

Til að kóróna allt saman þá var strákurinn á moppunni einnig í Tindastólsbúning hreinlega eins og þetta væri leikur á Króknum. Það mátti sjá þegar hann kom inn á völlinn til að þurrka upp bleytu.

„Hvernig var þetta leyft eiginlega,“ spurði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds.

„Hvernig gat ekki einhver formaður eða stjórnarmaður komið og sagt: Þú ert að fara út,“ spurði Matthías Orri aftur.

„Ég er ekki viss um að formaðurinn eða stjórnin hafi verið á leiknum,“ sagði Sævar og gagnrýndi mikið lélegan stuðning sem Breiðabliksliðið er að fá.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá stúkunni í Smáranum sem og umfjöllun um stuðningsmenn Stólanna.

Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Stuðningur við Stólanna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×