Viltu þá að atvinnuleysið verði hér 10%, viltu það í alvöru Jón Ingi? Jón Ingi Hákonarson skrifar 7. mars 2023 10:00 Góður félagi minn spurði mig hneykslaður um helgina þegar evruna bar á góma, “viltu þá að hér verði 10% atvinnuleysi eins og í Evrópusambandinu, viltu það í alvöru Jón Ingi”? Ég spurði á móti “af hverju segirðu það”? “Það er bara þannig, við getum ekki haldið atvinnustiginu uppi ef við tökum upp Evru”, sagði hann rétt eins og það væri náttúrulögmál. En er það svo? Þetta stutta samtal fékk mig til að hugsa um allar þær mýtur og klisjur sem í gangi eru og móta hugmyndir okkar og afstöðu gagnvart aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru. Þessi lenska að reyna að drepa umræðuna með því að telja manni trú um að hér muni bara upplausn ráða ríkjum ef við tökum upp regluverk Evrópusambandsins. Umræðan minnir mann stundum á hræðsluáróður þeirra sem vildu ekki leyfa sölu bjórs í ríkinu á sínum tíma og reyndu að telja þjóðinni trú um að ekki myndi renna af henni og þjóðfélagið færi beint til ansk…..ns. Raunin varð önnur. Ég ákvað því að skoða þessar tölur og reyna að átta mig stöðu mála. Nýjustu tölur eru frá janúar 2023, þær segja okkur að hér á landi er atvinnuleysið 3,7% en í Evrópusambandinu í heild sinni er atvinnuleysi að meðaltali 6,1%. Töluverður munur þar á ferðinni, en atvinnuleysi innan ESB er allt frá 2,5% í Tékklandi og upp í 13%. Grikkland og Spánn skera sig alveg úr með 11% og 13% atvinnuleysi. Það nefnilega þannig að það hin 27 ríki Evrópusambandsins eru jafn ólík og þau eru mörg. Atvinnulíf og efnahagsstjórnun er fjölbreytt, allt frá hinu stöðuga Þýskalandi yfir í efnahagsóstöðuleika Grikkja. Þau ríki sem hafa glímt við mikið langtímaatvinnuleysi eins og Spánn búa við mjög ósveigjanlega vinnulöggjöf. Á Spáni er mjög dýrt að ráða fólk til vinnu og mjög erfitt og kostnaðarsamamt að segja fólki upp. Það hefur leitt til varanlegs langtíma atvinnuleysis, sér í lagi meðal ungs fólks. Þetta hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera eða veru þeirra í ESB. Þetta er sjálfstætt heimatilbúið vandamál sem Spánverjar eiga í miklum erfiðleikum að leysa. Grikkir hafa búið við óstjórn og spillingu í langan tíma sem skýrir að mestu hið mikla atvinnuleysi þar. Um þriðjungur ríkja Evrópusambandsins er með svipað eða minna atvinnuleysi en á Íslandi. Ástæður atvinnuleysis eru ólíkar eftir löndum rétt eins og í Bandaríkjunum en þar er mikill munur á atvinnuleysi eftir fylkjum. Í janúar var atvinnuleysi mest í Nevada 5,5% en lægst í Norður Dakota 2,1%. Munurinn hefur minna með dollarann að gera og meira með staðbundnar aðstæður. Atvinnuleysið í Nevada er helst vegna hruns ferðaþjónustunnar í kjölfar Covid 19 en matvælaiðnaðurinn er uppistaða efnahagslífsins í Norður Dakota og þar hafa minni sveiflur verið. Eins er það með Evrópu, staðbundnar aðstæður hafa mest áhrif á atvinnuleysi. Það er erfitt að bera saman Tékkland og Grikkland eins og Nevada og Norður Dakota. Það er a.m.k. hægt að slá því föstu að upptaka Evrunnar muni ekki hafa neikvæð áhrif á atvinnustigið í landinu. Staðbundnar aðstæður munu ráða þar ferðinni. Við sjáum það hér á Íslandi að þau fyrirtæki sem fá að gera upp í Evrum blómstra sem aldrei fyrr. Það bendir til þess að íslensk fyrirtæki munu styrkja samkeppnis- og rekstrarstöðu til muna fái þau að notast við Evrur. Mun það ekki hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn? Ég myndi halda það. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Góður félagi minn spurði mig hneykslaður um helgina þegar evruna bar á góma, “viltu þá að hér verði 10% atvinnuleysi eins og í Evrópusambandinu, viltu það í alvöru Jón Ingi”? Ég spurði á móti “af hverju segirðu það”? “Það er bara þannig, við getum ekki haldið atvinnustiginu uppi ef við tökum upp Evru”, sagði hann rétt eins og það væri náttúrulögmál. En er það svo? Þetta stutta samtal fékk mig til að hugsa um allar þær mýtur og klisjur sem í gangi eru og móta hugmyndir okkar og afstöðu gagnvart aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru. Þessi lenska að reyna að drepa umræðuna með því að telja manni trú um að hér muni bara upplausn ráða ríkjum ef við tökum upp regluverk Evrópusambandsins. Umræðan minnir mann stundum á hræðsluáróður þeirra sem vildu ekki leyfa sölu bjórs í ríkinu á sínum tíma og reyndu að telja þjóðinni trú um að ekki myndi renna af henni og þjóðfélagið færi beint til ansk…..ns. Raunin varð önnur. Ég ákvað því að skoða þessar tölur og reyna að átta mig stöðu mála. Nýjustu tölur eru frá janúar 2023, þær segja okkur að hér á landi er atvinnuleysið 3,7% en í Evrópusambandinu í heild sinni er atvinnuleysi að meðaltali 6,1%. Töluverður munur þar á ferðinni, en atvinnuleysi innan ESB er allt frá 2,5% í Tékklandi og upp í 13%. Grikkland og Spánn skera sig alveg úr með 11% og 13% atvinnuleysi. Það nefnilega þannig að það hin 27 ríki Evrópusambandsins eru jafn ólík og þau eru mörg. Atvinnulíf og efnahagsstjórnun er fjölbreytt, allt frá hinu stöðuga Þýskalandi yfir í efnahagsóstöðuleika Grikkja. Þau ríki sem hafa glímt við mikið langtímaatvinnuleysi eins og Spánn búa við mjög ósveigjanlega vinnulöggjöf. Á Spáni er mjög dýrt að ráða fólk til vinnu og mjög erfitt og kostnaðarsamamt að segja fólki upp. Það hefur leitt til varanlegs langtíma atvinnuleysis, sér í lagi meðal ungs fólks. Þetta hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera eða veru þeirra í ESB. Þetta er sjálfstætt heimatilbúið vandamál sem Spánverjar eiga í miklum erfiðleikum að leysa. Grikkir hafa búið við óstjórn og spillingu í langan tíma sem skýrir að mestu hið mikla atvinnuleysi þar. Um þriðjungur ríkja Evrópusambandsins er með svipað eða minna atvinnuleysi en á Íslandi. Ástæður atvinnuleysis eru ólíkar eftir löndum rétt eins og í Bandaríkjunum en þar er mikill munur á atvinnuleysi eftir fylkjum. Í janúar var atvinnuleysi mest í Nevada 5,5% en lægst í Norður Dakota 2,1%. Munurinn hefur minna með dollarann að gera og meira með staðbundnar aðstæður. Atvinnuleysið í Nevada er helst vegna hruns ferðaþjónustunnar í kjölfar Covid 19 en matvælaiðnaðurinn er uppistaða efnahagslífsins í Norður Dakota og þar hafa minni sveiflur verið. Eins er það með Evrópu, staðbundnar aðstæður hafa mest áhrif á atvinnuleysi. Það er erfitt að bera saman Tékkland og Grikkland eins og Nevada og Norður Dakota. Það er a.m.k. hægt að slá því föstu að upptaka Evrunnar muni ekki hafa neikvæð áhrif á atvinnustigið í landinu. Staðbundnar aðstæður munu ráða þar ferðinni. Við sjáum það hér á Íslandi að þau fyrirtæki sem fá að gera upp í Evrum blómstra sem aldrei fyrr. Það bendir til þess að íslensk fyrirtæki munu styrkja samkeppnis- og rekstrarstöðu til muna fái þau að notast við Evrur. Mun það ekki hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn? Ég myndi halda það. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun