Hjálpaði til við að bjarga manni úr bíl sem var í ljósum logum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. mars 2023 07:01 K.J. Osborn bjargaði mannslífi á dögunum. Stephen Maturen/Getty Images/Twitter Það var lukkulegt að K.J. Osborn, 25 ára gamall útherji Minnesota Vikings í NFL-deildinni, hafi farið til Austin, Texas í frí. Hann bjargaði á dögunum karlmanni úr alelda bifreið en lögreglan hefur staðfest að maðurinn hefði látist hefðu Osborn og aðrir vegfarendur ekki komið til bjargar. Osborn var í Uber-leigubíl þegar hann sá aðra bifreið klessa á. Osborn og þrjú önnur komu ökumanni bílsins til hjálpar. Drógu þau hann út úr bílnum og í skjól en bíllinn varð strax alelda. „Lögreglan sagði að við hefðum bjargað lífi hans. Hann hefði ekki komist út úr bílnum af sjálfsdáðum,“ sagði Osborn í hlaðvarpsviðtali. Útherjinn sagði jafnframt að ökumaðurinn hefði ekki orðið fyrir alvarlegum meiðslum og að hann ætlaði að heimsækja hann á spítalann. „Ég er bara þakklátur að hafa verið í aðstöðu til að hjálpa honum ásamt hinum þremur hetjunum. Þetta var ein ótrúlegasta lífsreynsla mín til þessa,“ sagði Osborn einnig í hlaðvarpinu. Þá hefur hann tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Right Place Right Time. pic.twitter.com/Jxcn0qBouC— KJ Osborn (@KJ_Osborn) March 7, 2023 „Aðstæður sem mér hefði aldrei í milljón ár dottið í hug að ég yrði hluti af.“ Ásamt því að spila með Minnesota Vikings í NFL-deildinni þá er hinn 25 ára gamli Osborn í meistaranámi. Er hann að læra sakamálaréttarfar [e. criminal justice]. Þegar skórnir fara á hilluna vonast Osborn til að vinna fyrir Alríkislöregluna [FBI] eða bandarísku leyniþjónustuna [US Secret Service]. NFL Bandaríkin Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Osborn var í Uber-leigubíl þegar hann sá aðra bifreið klessa á. Osborn og þrjú önnur komu ökumanni bílsins til hjálpar. Drógu þau hann út úr bílnum og í skjól en bíllinn varð strax alelda. „Lögreglan sagði að við hefðum bjargað lífi hans. Hann hefði ekki komist út úr bílnum af sjálfsdáðum,“ sagði Osborn í hlaðvarpsviðtali. Útherjinn sagði jafnframt að ökumaðurinn hefði ekki orðið fyrir alvarlegum meiðslum og að hann ætlaði að heimsækja hann á spítalann. „Ég er bara þakklátur að hafa verið í aðstöðu til að hjálpa honum ásamt hinum þremur hetjunum. Þetta var ein ótrúlegasta lífsreynsla mín til þessa,“ sagði Osborn einnig í hlaðvarpinu. Þá hefur hann tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Right Place Right Time. pic.twitter.com/Jxcn0qBouC— KJ Osborn (@KJ_Osborn) March 7, 2023 „Aðstæður sem mér hefði aldrei í milljón ár dottið í hug að ég yrði hluti af.“ Ásamt því að spila með Minnesota Vikings í NFL-deildinni þá er hinn 25 ára gamli Osborn í meistaranámi. Er hann að læra sakamálaréttarfar [e. criminal justice]. Þegar skórnir fara á hilluna vonast Osborn til að vinna fyrir Alríkislöregluna [FBI] eða bandarísku leyniþjónustuna [US Secret Service].
NFL Bandaríkin Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira