Alþjóðadagur kvenna Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2023 20:01 Í dag á alþjóðadegi kvenna er yfirskrift dagsins „Embrace Equity“ en hvað þýðir það? Ég átti í nokkrum vandræðum við að koma þessu orði, „equity“, yfir á íslensku. Jafnræði, jöfnuður, jöfnun, að jafna voru þau hugtök sem helst komu upp í hugann. Að jafna getur í tilliti til fötlunar verið viðeigandi aðlögun til að jafna aðstæður og hlut milli einstaklinga. Það getur svo leitt til þess að samfélagið verði inngilt þar sem öll eru velkomin. Jöfnun eða jafnræði snýst um að skilja og viðurkenna að öll erum við ólík og við þurfum að viðurkenna að þessi munur getur skapað áskoranir og hindranir fyrir til dæmis fatlað fólk. Jöfnun snýst um að skapa jöfn skilyrði og gefa þannig öllum sanngjörn tækifæri til að ná árangri óháð bakgrunni eða aðstæðum. Jöfnun/jafnræði er hægt að skilgreina þannig að öllum sé veitt það sem þau þurfa til að ná árangri. Með öðrum orðum, það er ekki að gefa öllum nákvæmlega það sama. Ef við gefum öllum nákvæmlega það sama, og gerum ráð fyrir að það muni gera fólk jafnt, gerir það ráð fyrir að allir hafi byrjað á sama stað - og þetta getur verið mjög ónákvæmt vegna þess að folk er mismunandi. Hugtakið „sanngirni“ getur orðið erfitt þar sem oft er gert ráð fyrir að það þýði að allir fái það sama. Jafnrétti er ekki það sama og jöfnun/jafnræði. Það er t.d. óhugsandi að gefa tveimur einstkalingum, öðrum blindum og hinum sjáandi , bók til að lesa og segja að jafnt sé á komið með þeim þar sem þeir hafi báðir fengið bók. Til að jafna leikinn þarf að taka tillit til aðstæðna einstaklinganna. Blindur einstaklingur ætti að fá hljóðbók til að hlusta á meðan hinn sjáandi fengi lesbók, svo getur hljóðbók hentað báðum. Sú lausn myndi hinsvegar alls ekki henta heyrnarlausum eða heyrnaskertum. Það þarf því að hugsa í lausnum og hafa þarf misjafnar þarfir mismunandi fólks í huga. Það sama gildir ekki fyrir alla og réttlæti og sanngirni er aðeins náð þegar aðstæður fólks til upplifunar eða annarra hluta eru leystar á mismunandi hátt fyrir allskonar einstaklinga. Þannig njóta þeir til jafns við aðra. Þetta er í daglegu tali kallað viðeigandi aðlögun og þetta er réttlátt og sanngjarnt. Ég hef nú notað hjólastól í 15 ár, eða frá árinu 2007 og það sem ég hef lært og tileinkað mér á þeirri vegferð er ekkert lítið. Það er ýmislegt sem ég get ekki eins og áður, en það er líka margt sem ég get gert með öðrum aðferðum. Ég get vel farið út að hjóla fái ég farartæki sem dugar mér, t.d. handhjól sem jafnvel er rafknúið. Þannig gæti ég, og margir aðrir fatlaðir, notið útivistar og hreyfingar og samveru með öðrum. Það er nefnilega ekki þannig að fatlað fólk eigi að vera aðgreint frá samfélaginu í ýmsum úrræðum þar sem það sést ekki. Ekki frekar en konur eigi að vera alfarið heima – bak við eldavélina- eins og einhver miðaldra karlmaðurinn komst að orði. Við þurfum líka að meðtaka og breyta viðhorfi okkar gagnvart orðinu fötlun – því fötlun nær yfir svo ótrúlega margt, geðsjúkdóma, MND, mænuskaða, blindu, heyrnaleysi, vöðvarýrnun, þroskahömlun, ADHD o.s.frv. Það getur verið mikil fötlun og valdið einstaklingi verulegum erfiðleikum í lífinu að vera mjög lesblindur og fá ekki verkfæri til að „díla“ við lesblinduna. Það er ekki langt síðan einstaklingar voru afskrifaðir í skóla vegna lesblindu og þeir settir í tossabekki, eldklárir og skapandi einstaklingar sem kerfið skilaði brotinni sjálfsmynd og brostnum framtíðarvonum. Þarna tala ég um falda fötlun sem sést ekki utan á fólki. Sem betur fer hefur okkur farið fram þannig að í dag fá flest börn aðstoð og geta því haldið nokkuð heil út í lífið. Við sem samfélag erum að missa af frábærum, öflugum einstaklingum þegar við hugsum ekki út fyrir boxið, hugsum ekki í lausnum heldur í vandamálum og útilokum þar með fullt af fólki frá tækifærum lífsins. Og það er stór missir. Fatlaðar konur og fatlað fólk yfirleitt á erfitt með að fá störf við hæfi. Þar spila fordómar og þekkingarleysi stórt hlutverk. Bjóða þarf sveigjanleg störf og viðeigandi aðlögun og umfram allt þarf samfélagið að sýna hugrekki og takast á við að tryggja möguleika fatlaðra kvenna til atvinnuþátttöku. Ég trúi því að við getum flest verið sammála um að vinnustaðir séu líklegri til árangurs og betri afkomu sem hafa á að skipa fjölbreyttri flóru starfsfólks, bæði fólks af erlendum uppruna, konur, karlar, kynsegin og hinsegin, og fatlað fólk sem getur verið allt það sem upp er talið, með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Þar koma mörg sjónarmið og sjónarhorn saman. Þar er víðsýni mikil og fólk með allskonar lausnir og nýjar nálganir á ýmis mál sem upp koma. Það er dýrmætt fyrir fyrirtæki og það er dýrmætt fyrir samfélagið. ÖBÍ réttindasamtök hafa barist lengi fyrir bættri stöðu fatlaðs fólks en í þeim hópi standa t.d. fatlaðar konur verst gagnvart hverskyns mismunun og ofbeldi. Breytum því! Konur um og yfir fimmtugt er sá hópur sem kemur stærstur inn á örorku á hverju ári, og við verðum að skilja hvað veldur og við verðum að gera úrbætur. Þessar konur eiga það flestar sammerkt að vera einstæðar mæður, hafa unnið láglaunastörf, jafnvel fleira en eitt og hafa að auki annast um nákominn ættingja. Það er ekki boðlegt að konur missi heilsu og starfsþrek á besta aldri sökum þrælkunar. Breytum því! Þið kæru konur, þið eruð hreyfiaflið, þið getið breytt svo miklu. Þið getið jafnað möguleika fólks, ráðið inn fatlað fólk – allskonar fólk í ykkar fyrirtæki og vinnustaði. Greitt götu þeirra sem þurfa viðeigandi aðlögun, jöfnun og sanngirni. Þið getið skapað verðmæti sem er dýrmætara en margt annað – samfélag þar sem öll tilheyra. Til hamingju með alþjóðadag kvenna! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag á alþjóðadegi kvenna er yfirskrift dagsins „Embrace Equity“ en hvað þýðir það? Ég átti í nokkrum vandræðum við að koma þessu orði, „equity“, yfir á íslensku. Jafnræði, jöfnuður, jöfnun, að jafna voru þau hugtök sem helst komu upp í hugann. Að jafna getur í tilliti til fötlunar verið viðeigandi aðlögun til að jafna aðstæður og hlut milli einstaklinga. Það getur svo leitt til þess að samfélagið verði inngilt þar sem öll eru velkomin. Jöfnun eða jafnræði snýst um að skilja og viðurkenna að öll erum við ólík og við þurfum að viðurkenna að þessi munur getur skapað áskoranir og hindranir fyrir til dæmis fatlað fólk. Jöfnun snýst um að skapa jöfn skilyrði og gefa þannig öllum sanngjörn tækifæri til að ná árangri óháð bakgrunni eða aðstæðum. Jöfnun/jafnræði er hægt að skilgreina þannig að öllum sé veitt það sem þau þurfa til að ná árangri. Með öðrum orðum, það er ekki að gefa öllum nákvæmlega það sama. Ef við gefum öllum nákvæmlega það sama, og gerum ráð fyrir að það muni gera fólk jafnt, gerir það ráð fyrir að allir hafi byrjað á sama stað - og þetta getur verið mjög ónákvæmt vegna þess að folk er mismunandi. Hugtakið „sanngirni“ getur orðið erfitt þar sem oft er gert ráð fyrir að það þýði að allir fái það sama. Jafnrétti er ekki það sama og jöfnun/jafnræði. Það er t.d. óhugsandi að gefa tveimur einstkalingum, öðrum blindum og hinum sjáandi , bók til að lesa og segja að jafnt sé á komið með þeim þar sem þeir hafi báðir fengið bók. Til að jafna leikinn þarf að taka tillit til aðstæðna einstaklinganna. Blindur einstaklingur ætti að fá hljóðbók til að hlusta á meðan hinn sjáandi fengi lesbók, svo getur hljóðbók hentað báðum. Sú lausn myndi hinsvegar alls ekki henta heyrnarlausum eða heyrnaskertum. Það þarf því að hugsa í lausnum og hafa þarf misjafnar þarfir mismunandi fólks í huga. Það sama gildir ekki fyrir alla og réttlæti og sanngirni er aðeins náð þegar aðstæður fólks til upplifunar eða annarra hluta eru leystar á mismunandi hátt fyrir allskonar einstaklinga. Þannig njóta þeir til jafns við aðra. Þetta er í daglegu tali kallað viðeigandi aðlögun og þetta er réttlátt og sanngjarnt. Ég hef nú notað hjólastól í 15 ár, eða frá árinu 2007 og það sem ég hef lært og tileinkað mér á þeirri vegferð er ekkert lítið. Það er ýmislegt sem ég get ekki eins og áður, en það er líka margt sem ég get gert með öðrum aðferðum. Ég get vel farið út að hjóla fái ég farartæki sem dugar mér, t.d. handhjól sem jafnvel er rafknúið. Þannig gæti ég, og margir aðrir fatlaðir, notið útivistar og hreyfingar og samveru með öðrum. Það er nefnilega ekki þannig að fatlað fólk eigi að vera aðgreint frá samfélaginu í ýmsum úrræðum þar sem það sést ekki. Ekki frekar en konur eigi að vera alfarið heima – bak við eldavélina- eins og einhver miðaldra karlmaðurinn komst að orði. Við þurfum líka að meðtaka og breyta viðhorfi okkar gagnvart orðinu fötlun – því fötlun nær yfir svo ótrúlega margt, geðsjúkdóma, MND, mænuskaða, blindu, heyrnaleysi, vöðvarýrnun, þroskahömlun, ADHD o.s.frv. Það getur verið mikil fötlun og valdið einstaklingi verulegum erfiðleikum í lífinu að vera mjög lesblindur og fá ekki verkfæri til að „díla“ við lesblinduna. Það er ekki langt síðan einstaklingar voru afskrifaðir í skóla vegna lesblindu og þeir settir í tossabekki, eldklárir og skapandi einstaklingar sem kerfið skilaði brotinni sjálfsmynd og brostnum framtíðarvonum. Þarna tala ég um falda fötlun sem sést ekki utan á fólki. Sem betur fer hefur okkur farið fram þannig að í dag fá flest börn aðstoð og geta því haldið nokkuð heil út í lífið. Við sem samfélag erum að missa af frábærum, öflugum einstaklingum þegar við hugsum ekki út fyrir boxið, hugsum ekki í lausnum heldur í vandamálum og útilokum þar með fullt af fólki frá tækifærum lífsins. Og það er stór missir. Fatlaðar konur og fatlað fólk yfirleitt á erfitt með að fá störf við hæfi. Þar spila fordómar og þekkingarleysi stórt hlutverk. Bjóða þarf sveigjanleg störf og viðeigandi aðlögun og umfram allt þarf samfélagið að sýna hugrekki og takast á við að tryggja möguleika fatlaðra kvenna til atvinnuþátttöku. Ég trúi því að við getum flest verið sammála um að vinnustaðir séu líklegri til árangurs og betri afkomu sem hafa á að skipa fjölbreyttri flóru starfsfólks, bæði fólks af erlendum uppruna, konur, karlar, kynsegin og hinsegin, og fatlað fólk sem getur verið allt það sem upp er talið, með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Þar koma mörg sjónarmið og sjónarhorn saman. Þar er víðsýni mikil og fólk með allskonar lausnir og nýjar nálganir á ýmis mál sem upp koma. Það er dýrmætt fyrir fyrirtæki og það er dýrmætt fyrir samfélagið. ÖBÍ réttindasamtök hafa barist lengi fyrir bættri stöðu fatlaðs fólks en í þeim hópi standa t.d. fatlaðar konur verst gagnvart hverskyns mismunun og ofbeldi. Breytum því! Konur um og yfir fimmtugt er sá hópur sem kemur stærstur inn á örorku á hverju ári, og við verðum að skilja hvað veldur og við verðum að gera úrbætur. Þessar konur eiga það flestar sammerkt að vera einstæðar mæður, hafa unnið láglaunastörf, jafnvel fleira en eitt og hafa að auki annast um nákominn ættingja. Það er ekki boðlegt að konur missi heilsu og starfsþrek á besta aldri sökum þrælkunar. Breytum því! Þið kæru konur, þið eruð hreyfiaflið, þið getið breytt svo miklu. Þið getið jafnað möguleika fólks, ráðið inn fatlað fólk – allskonar fólk í ykkar fyrirtæki og vinnustaði. Greitt götu þeirra sem þurfa viðeigandi aðlögun, jöfnun og sanngirni. Þið getið skapað verðmæti sem er dýrmætara en margt annað – samfélag þar sem öll tilheyra. Til hamingju með alþjóðadag kvenna! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun