Ofsaaksturinn á Glerárgötu ekki tekinn fyrir í Hæstarétti Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2023 07:58 Í dómi kemur fram að maðurinn hafi ekið á allt að 110 kílómetra hraða á kafla Glerárgötunnar á Akureytri þar sem hámarkshraði er 50. Hann ók á gangandi vegfaranda, hjólreiðamann og hund. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni manns sem sakfelldur var fyrir að aka á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann þegar hann ók á ofsahraða norður Glerárgötu á Akureyri í ágúst 2019. Maðurinn var á sínum tíma ákærður fyrir hegningar- og um umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum án nægilegrar aðgæslu og langt yfir leyfilegum ökuhraða. Er talið að hann hafi ekið á allt að 110 kílómetra hraða á kafla þar sem hámarkshraði er 50. Maðurinn missti stjórn á bílnum, ók upp á umferðareyju og aftur út á götuna og í veg fyrir annan bíl sem ekið var í sömu átt og svo á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann ásamt hundi hans. Sá sem var gangandi hlaut heilahristing og hjólreiðamaðurinn fjöláverka, brot á lendalið, herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot og mörg rifbrot. Fjögurra mánaða fangelsi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í fjögurra mánaða fangelsi þar sem fresta skyldi fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, héldi hann almennt skilorð í tvö ár. Dómari ákvað að sýkna manninn af þeim ákærulið sem sneri að því að hann hafi verið óhæfur til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja. Landsréttur staðfesti svo dóminn en sýknaði manninn af ákæru um brot gegn 1. málsgrein 168. grein almennra hegningarlaga, þar sem ekki þótti sannað að maðurinn hafi með akstrinum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í augljósa hættu svo að talið yrði að almannahætta hafi stafað af. Kenndi djúpum hjólförum á veginum um Maðurinn ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hann taldi niðurstöðu héraðsdóms og Landsréttar vera efnislega ranga. Vildi hann meina að hann hafi misst stjórn á bílnum vegna djúpra hjólfara á veginum, á meðan dómarar haft vísað til forsendna um að yfirborð götunnar hafi ekki frábrugðið því sem almennt þekkist á Íslandi eftir vetrarakstur á negldum hjólbörðum. „Einhliða og hlutdræg“ Maðurinn vildi sömuleiðis meina að það hafi verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort sú aðferð sem lögreglan hafi beitt við að mæla hraða bílsins sé fullnægjandi sönnun í sakamáli. Hann hafi vefengt rannsókn lögreglu á hraða bílsins sem byggðist á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum og tæknirannsókn lögreglu. Vildi hann meina að hugbúnaðurinn í myndavélunum hafi ekki verið hannaður fyrir hraðamælingar og að slíkt dugi ekki til að komast með óyggjandi hætti að sekt eða sýknu. Auk þess vildi hann meina að rannsókn lögreglu hafi verið „einhliða og hlutdræg“. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og taldi að virtum gögnum að ekki yrði séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar skilyrði þeirra lagaákvæða sem vísað var til í fyrri dómum. Dómsmál Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. 9. desember 2022 19:35 Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Maðurinn var á sínum tíma ákærður fyrir hegningar- og um umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl sínum án nægilegrar aðgæslu og langt yfir leyfilegum ökuhraða. Er talið að hann hafi ekið á allt að 110 kílómetra hraða á kafla þar sem hámarkshraði er 50. Maðurinn missti stjórn á bílnum, ók upp á umferðareyju og aftur út á götuna og í veg fyrir annan bíl sem ekið var í sömu átt og svo á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann ásamt hundi hans. Sá sem var gangandi hlaut heilahristing og hjólreiðamaðurinn fjöláverka, brot á lendalið, herðablaðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot og mörg rifbrot. Fjögurra mánaða fangelsi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í fjögurra mánaða fangelsi þar sem fresta skyldi fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, héldi hann almennt skilorð í tvö ár. Dómari ákvað að sýkna manninn af þeim ákærulið sem sneri að því að hann hafi verið óhæfur til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa slævandi lyfja. Landsréttur staðfesti svo dóminn en sýknaði manninn af ákæru um brot gegn 1. málsgrein 168. grein almennra hegningarlaga, þar sem ekki þótti sannað að maðurinn hafi með akstrinum stofnað óákveðnum hagsmunum ótiltekins fjölda vegfarenda í augljósa hættu svo að talið yrði að almannahætta hafi stafað af. Kenndi djúpum hjólförum á veginum um Maðurinn ákvað að leita til Hæstaréttar þar sem hann taldi niðurstöðu héraðsdóms og Landsréttar vera efnislega ranga. Vildi hann meina að hann hafi misst stjórn á bílnum vegna djúpra hjólfara á veginum, á meðan dómarar haft vísað til forsendna um að yfirborð götunnar hafi ekki frábrugðið því sem almennt þekkist á Íslandi eftir vetrarakstur á negldum hjólbörðum. „Einhliða og hlutdræg“ Maðurinn vildi sömuleiðis meina að það hafi verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort sú aðferð sem lögreglan hafi beitt við að mæla hraða bílsins sé fullnægjandi sönnun í sakamáli. Hann hafi vefengt rannsókn lögreglu á hraða bílsins sem byggðist á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum og tæknirannsókn lögreglu. Vildi hann meina að hugbúnaðurinn í myndavélunum hafi ekki verið hannaður fyrir hraðamælingar og að slíkt dugi ekki til að komast með óyggjandi hætti að sekt eða sýknu. Auk þess vildi hann meina að rannsókn lögreglu hafi verið „einhliða og hlutdræg“. Hæstiréttur hafnaði beiðninni og taldi að virtum gögnum að ekki yrði séð að það lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar skilyrði þeirra lagaákvæða sem vísað var til í fyrri dómum.
Dómsmál Umferðaröryggi Akureyri Tengdar fréttir Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. 9. desember 2022 19:35 Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af. 9. desember 2022 19:35
Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld. 18. ágúst 2019 21:21