Sænskir fjölmiðlar greina frá því að lögregla hafi girt af svæði í umræddu einbýlishúsahverfi og að lögregla hafi verið með mikinn viðbúnað á staðnum.
Haft er eftir nágranna, sem var úti að ganga með hundinn sinn, að heyrst hafi í öskur úr húsinu á níunda tímanum í morgun að staðartíma.
Þar hafi svo ungur maður, berfættur og klæddur í föt sem voru þakin blóði, komið út þar sem hann var síðar handtekinn af lögreglu.
Maðurinn er grunaður um tvö morð og verður hann yfirheyrður síðar í dag.
Í frétt Aftonbladet er hinn handtekni nítján ára gamall.