Sport

Dagskráin í dag: Toppslagir í Subway-deildinni og Lengjubikarnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Það er aldrei að vita nema Kristófer Acox bjóði upp á troðslur í kvöld.
Það er aldrei að vita nema Kristófer Acox bjóði upp á troðslur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það verður sannkallaður toppslagur í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Þá verður sýnt beint frá Lengjubikar kvenna og ítölsku Serie A-deildinni.

Stöð 2 Sport

Klukkan 20:00 verður bein útsending frá Keflavík þar sem Íslandsmeistarar Vals verða í heimsókn í sannkölluðum stórleik. Valsmenn geta jafnað Njarðvík að stigum á toppnum með sigri en Keflvíkingar jafna Valsmenn vinni þeir. Það hefur gustað um Keflvíkinga að undanförnu en þeir fá tækifæri í kvöld til að þagga niður í efasemdarröddum.

Klukkan 22:00 verður Subway Körfuboltakvöld á dagskrá. Þar verður Kjartan Atli Kjartansson mættur til leiks ásamt sérfræðingum og fara þeir yfir liðna umferð í Subway-deildinni.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19:35 er komið að leik í Serie A deildinni á Ítalíu en Spezia tekur þá á móti stórliði Inter. 

Stöð 2 Sport 5

Lengjubikar kvenna verður í beinni útsendingu klukkan 18:55 en þá mætast Stjarnan og Breiðablik sem bæði voru í toppbaráttu í Bestu deildinni á síðasta tímabili og ætla sér stóra hluti í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×