Lineker út í kuldann vegna ummæla á samfélagsmiðlum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2023 19:01 Gary Lineker á góðri stundu. Getty Images Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins, Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur, hefur undanfarið ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja. Hann mun ekki stýra þætti morgundagsins þar sem hann hefur verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummæla á samfélagsmiðlum. Lineker gagnrýndi nýverið stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét pirring sinn í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur. Hann hefur því verið sendur í tímabundið leyfi en í gær, fimmtudag, stefndi Lineker enn á að stýra þættinum á laugardagskvöld. Well, it s been an interesting couple of days. Happy that this ridiculously out of proportion story seems to be abating and very much looking forward to presenting @BBCMOTD on Saturday. Thanks again for all your incredible support. It s been overwhelming.— Gary Lineker (@GaryLineker) March 9, 2023 Í yfirlýsingu BBC segir: „Það hefur verið ákveðið að Lineker stýri ekki Match of the Day þangað til við höfum komist að samkomulagi um notkun hans á samfélagsmiðlum. Við höfum aldrei sagt að Gary ætti ekki að hafa skoðanir á pólitískum málum en við höfum sagt að hann megi ekki taka afstöðu með eða gegn þeim.“ Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal, enska landsliðsins og tíður gestur þáttarins, stendur með Lineker og mun ekki mæta í þátt morgundagsins. Everybody knows what Match of the Day means to me, but I ve told the BBC I won t be doing it tomorrow. Solidarity.— Ian Wright (@IanWright0) March 10, 2023 Sömu sögu er að segja af markamaskínuni fyrrverandi Alan Shearer, fyrrverandi framherja Newcastle United og enska landsliðsins. I have informed the BBC that I won t be appearing on MOTD tomorrow night.— Alan Shearer (@alanshearer) March 10, 2023 Match of the Day er markaþáttur þar sem farið er yfir leiki ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er sýndur á laugardags- og sunnudagskvöldum. Fyrsti þátturinn fór í loftið árið 1964. Fréttin hefur verið uppfærð. Enski boltinn Bretland Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Lineker gagnrýndi nýverið stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét pirring sinn í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur. Hann hefur því verið sendur í tímabundið leyfi en í gær, fimmtudag, stefndi Lineker enn á að stýra þættinum á laugardagskvöld. Well, it s been an interesting couple of days. Happy that this ridiculously out of proportion story seems to be abating and very much looking forward to presenting @BBCMOTD on Saturday. Thanks again for all your incredible support. It s been overwhelming.— Gary Lineker (@GaryLineker) March 9, 2023 Í yfirlýsingu BBC segir: „Það hefur verið ákveðið að Lineker stýri ekki Match of the Day þangað til við höfum komist að samkomulagi um notkun hans á samfélagsmiðlum. Við höfum aldrei sagt að Gary ætti ekki að hafa skoðanir á pólitískum málum en við höfum sagt að hann megi ekki taka afstöðu með eða gegn þeim.“ Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal, enska landsliðsins og tíður gestur þáttarins, stendur með Lineker og mun ekki mæta í þátt morgundagsins. Everybody knows what Match of the Day means to me, but I ve told the BBC I won t be doing it tomorrow. Solidarity.— Ian Wright (@IanWright0) March 10, 2023 Sömu sögu er að segja af markamaskínuni fyrrverandi Alan Shearer, fyrrverandi framherja Newcastle United og enska landsliðsins. I have informed the BBC that I won t be appearing on MOTD tomorrow night.— Alan Shearer (@alanshearer) March 10, 2023 Match of the Day er markaþáttur þar sem farið er yfir leiki ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er sýndur á laugardags- og sunnudagskvöldum. Fyrsti þátturinn fór í loftið árið 1964. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enski boltinn Bretland Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira