Ægir mun spila í Lengjudeildinni - Kæru KV vísað frá Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. mars 2023 22:31 KV verður í 2.deildinni í sumar. Hilmar Þór Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV á hendur KSÍ vegna ákvörðunar stjórnar KSÍ frá 18. febrúar þar sem stjórnin staðfesti að þátttökutilkynning Kórdrengja í mótin 2023 yrði ekki tekin til greina. Frávísunin þýðir að ákvörðun stjórnar KSÍ um að Ægir úr Þorlákshöfn taki sæti Kórdrengja í Lengjudeildinni stendur. KV, sem hafnaði í 11.sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð kærði úrskurð KSÍ og taldi Vesturbæjarliðið að þeir ættu rétt á að halda sæti sínu í deildinni eftir að Kórdrengir lögðu upp laupana. Aga- og úrskurðarnefnd hefur vísað öllum þremur ákæruliðunum frá en fyrstu tveir liðirnir snerust að reglum KSÍ og möguleika KV á sæti í Lengjudeild Hér að neðan má sjá úrskurð aganefndar í heild sinni. Í máli þessu hefur kærandi uppi kröfur í þremur liðum gagnvart kærða KSÍ er snúast með einum eða öðrum hætti að þeirri ákvörðun stjórnar KSÍ 18. febrúar 2023 að hafna þátttökutilkynningu Kórdrengja í Íslandsmóti meistaraflokks karla 2023 og Lengjubikarnum 2023 og með hvaða hætti sæti Kórdrengja í Lengjudeild karla tímabilið 2023 var úthlutað í kjölfarið. Í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál er í gr. 6.2 fjallað um þær formkröfur sem gerðar til kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Á meðal þess er áskilnaður um skýra kröfugerð, sbr. gr. 6.2 d). Í því felst að kröfugerð þarf m.a. að vera svo skýr að hægt sé að fella á hana efnisúrskurð og sá úrskurður geti bundið þá aðila sem kæra beinist að. Í fyrsta kröfulið í kröfugerð kæranda er þess krafist að „unnið eftir réttum reglugerðum KSÍ um knattspyrnumót og verkferlar við úrskurð á þátttökuneitun Kórdrengja sé afgreidd með viðeigandi hætti en ekki með geðþóttaákvörðun stjórnar á einum stjórnarfundi tiltekinn laugardag 17. febrúar sl.“. Verður að telja að umræddur kröfuliður sé svo óskýr og óljós að ekki sé hægt er fella efnisúrskurð hvað hann varðar. Yrði það enda með öllu óljóst til hvaða niðurstöðu það leiddi í raun, þ.m.t. fyrir kæranda og kærða, ef á hann yrði fallist. Í öðrum kröfulið er gerð krafa um „i) Að KV fái réttmætan möguleika á sæti í Lengjudeild karla tímabilið 2023 með vísan í reglugerð 23.1.12. C“. Umræddur kröfuliður er sama marki brenndur og sá fyrsti að hann er það óskýr og óljós að ekki er hægt að fella á hann efnisúrskurð. Í kröfuliðnum er ekki gerð skýr krafa um að kærandi fá sæti í Lengjudeild karla tímabilið 2023 heldur er eingöngu gerð krafa að kærandi fái réttmætan möguleika á slíku sæti. Verður ekki séð með hvaða hætti slík kröfugerð, ef á hana yrði fallist, myndi binda aðila málsins. Málatilbúnaður kæranda, til stuðnings fyrstu tveimur kröfuliðum, snýr að því að kæranda beri að taka sæti Kórdrengja í Lengjudeild karla sumarið 2023, í stað Ægis, með vísan til gr. 23.1.12 c. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Snýr málatilbúnaður kæranda því að miklum hagsmunum Ægis enda myndi efnisúrskurður, sem fæli í sér niðurstöðu um að veita kæranda sæti í Lengjudeild karla á kostnað Ægis, fela í sér íþyngjandi og bindandi niðurstöðu gagnvart því félagi. Hefði kæranda því verið rétt að beina kæru sinni jafnframt að Ægi sem og öðrum félögum sem eiga að hagsmuna að gæta ef fallist yrði á kröfur kæranda, sbr. m.a. dómur áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 3/2020. Með tilliti til þeirra hagsmuna sem eru undir fyrir viðkomandi félög, og þá sérstaklega Ægi, verður ekki talið nægjanlegt að Ægi og öðrum félögum hafi gefist kostur á koma á framfæri sjónarmiðum sínum á grundvelli gr. 6.4 í reglugerð um aga- og úrskurðarmál, enda félögin ekki aðilar málsins og hefðu því ekki kost á að áfrýja úrskurði er kynni að hafa mjög neikvæð áhrif á hagsmuni þeirra. Þriðju kröfuliður kæranda er varðar skaðabætur á hendur KSÍ vegna tekjutaps er með öllu órökstuddur, án fjárhæðar og er svo vanreifaður að ekki verður felldur á hann efnisúrskurður. Þá verður ekki séð hvernig þriðji kröfuliður kæranda samrýmist fyrsta og öðrum kröfulið hans. Með vísan til alls framangreinds og að virtum framangreindum ákvæðum í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál og eins og málatilbúnaði kæranda er háttað í kæru verður ekki komist hjá því að vísa málinu í heild frá aga- og úrskurðarnefnd. Af vef KSÍ Íslenski boltinn KV Ægir Tengdar fréttir Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Frávísunin þýðir að ákvörðun stjórnar KSÍ um að Ægir úr Þorlákshöfn taki sæti Kórdrengja í Lengjudeildinni stendur. KV, sem hafnaði í 11.sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð kærði úrskurð KSÍ og taldi Vesturbæjarliðið að þeir ættu rétt á að halda sæti sínu í deildinni eftir að Kórdrengir lögðu upp laupana. Aga- og úrskurðarnefnd hefur vísað öllum þremur ákæruliðunum frá en fyrstu tveir liðirnir snerust að reglum KSÍ og möguleika KV á sæti í Lengjudeild Hér að neðan má sjá úrskurð aganefndar í heild sinni. Í máli þessu hefur kærandi uppi kröfur í þremur liðum gagnvart kærða KSÍ er snúast með einum eða öðrum hætti að þeirri ákvörðun stjórnar KSÍ 18. febrúar 2023 að hafna þátttökutilkynningu Kórdrengja í Íslandsmóti meistaraflokks karla 2023 og Lengjubikarnum 2023 og með hvaða hætti sæti Kórdrengja í Lengjudeild karla tímabilið 2023 var úthlutað í kjölfarið. Í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál er í gr. 6.2 fjallað um þær formkröfur sem gerðar til kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Á meðal þess er áskilnaður um skýra kröfugerð, sbr. gr. 6.2 d). Í því felst að kröfugerð þarf m.a. að vera svo skýr að hægt sé að fella á hana efnisúrskurð og sá úrskurður geti bundið þá aðila sem kæra beinist að. Í fyrsta kröfulið í kröfugerð kæranda er þess krafist að „unnið eftir réttum reglugerðum KSÍ um knattspyrnumót og verkferlar við úrskurð á þátttökuneitun Kórdrengja sé afgreidd með viðeigandi hætti en ekki með geðþóttaákvörðun stjórnar á einum stjórnarfundi tiltekinn laugardag 17. febrúar sl.“. Verður að telja að umræddur kröfuliður sé svo óskýr og óljós að ekki sé hægt er fella efnisúrskurð hvað hann varðar. Yrði það enda með öllu óljóst til hvaða niðurstöðu það leiddi í raun, þ.m.t. fyrir kæranda og kærða, ef á hann yrði fallist. Í öðrum kröfulið er gerð krafa um „i) Að KV fái réttmætan möguleika á sæti í Lengjudeild karla tímabilið 2023 með vísan í reglugerð 23.1.12. C“. Umræddur kröfuliður er sama marki brenndur og sá fyrsti að hann er það óskýr og óljós að ekki er hægt að fella á hann efnisúrskurð. Í kröfuliðnum er ekki gerð skýr krafa um að kærandi fá sæti í Lengjudeild karla tímabilið 2023 heldur er eingöngu gerð krafa að kærandi fái réttmætan möguleika á slíku sæti. Verður ekki séð með hvaða hætti slík kröfugerð, ef á hana yrði fallist, myndi binda aðila málsins. Málatilbúnaður kæranda, til stuðnings fyrstu tveimur kröfuliðum, snýr að því að kæranda beri að taka sæti Kórdrengja í Lengjudeild karla sumarið 2023, í stað Ægis, með vísan til gr. 23.1.12 c. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Snýr málatilbúnaður kæranda því að miklum hagsmunum Ægis enda myndi efnisúrskurður, sem fæli í sér niðurstöðu um að veita kæranda sæti í Lengjudeild karla á kostnað Ægis, fela í sér íþyngjandi og bindandi niðurstöðu gagnvart því félagi. Hefði kæranda því verið rétt að beina kæru sinni jafnframt að Ægi sem og öðrum félögum sem eiga að hagsmuna að gæta ef fallist yrði á kröfur kæranda, sbr. m.a. dómur áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 3/2020. Með tilliti til þeirra hagsmuna sem eru undir fyrir viðkomandi félög, og þá sérstaklega Ægi, verður ekki talið nægjanlegt að Ægi og öðrum félögum hafi gefist kostur á koma á framfæri sjónarmiðum sínum á grundvelli gr. 6.4 í reglugerð um aga- og úrskurðarmál, enda félögin ekki aðilar málsins og hefðu því ekki kost á að áfrýja úrskurði er kynni að hafa mjög neikvæð áhrif á hagsmuni þeirra. Þriðju kröfuliður kæranda er varðar skaðabætur á hendur KSÍ vegna tekjutaps er með öllu órökstuddur, án fjárhæðar og er svo vanreifaður að ekki verður felldur á hann efnisúrskurður. Þá verður ekki séð hvernig þriðji kröfuliður kæranda samrýmist fyrsta og öðrum kröfulið hans. Með vísan til alls framangreinds og að virtum framangreindum ákvæðum í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál og eins og málatilbúnaði kæranda er háttað í kæru verður ekki komist hjá því að vísa málinu í heild frá aga- og úrskurðarnefnd. Af vef KSÍ
Íslenski boltinn KV Ægir Tengdar fréttir Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31