Körfubolti

Tilþrif 19. umferðar: Varin skot sem glöddu augað

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kjartan Atli, Jón Halldór og Darri Freyr voru í settinu í gær.
Kjartan Atli, Jón Halldór og Darri Freyr voru í settinu í gær. Vísir

Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Jón Halldór Eðvaldsson og Darri Freyr Atlason fóru yfir tilþrif vikunnar í 19. umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik.

19. umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik lauk nú í kvöld með leik Grindavíkur og Hattar. Í gærkvöldi var farið yfir þá leiki sem þá var lokið og Kjartan Atli Kjartansson, Jón Halldór Eðvaldsson og Darri Freyr Atlason völdu tilþrif umferðarinnar.

Þar kenndi ýmisa grasa. Troðslur frá Kristófer Acox og Þorvaldi Orra Ásgeirssyni komust á listann en það voru varin skot í leikjum Keflavíkur og Vals og Tindastóls og Hauka toppuðu listann.

„Þetta er bara ekki á einhvern, þetta er Drungilas sem er blokkaður og svo eiga Haukar innkastið til að toppa þetta, “ sagði Jón Halldór um frábæra vörn Orra Gunnarssonar.

Þá náði einn af sérfræðingum Subway-körfuboltakvölds á listann en Sævar Sævarsson fékk að reyna sig frá þriggja stiga línunni í hálfleik á leik Keflavíkur og Vals. Sjón er sögu ríkari.

Tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Tilþrif 19.umferðar í Subway-deildinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×