Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. mars 2023 10:20 Mike Pence er fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. GEtty/Saul Loeb Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. Mike Pence fór hörðum orðum um forsetann fyrrverandi á hátíðarkvöldverði í Washington. Segja má að andað hafi köldi milli þeirra tveggja frá því að Pence hafnaði því að fylgja fyrirmælum Trump, meðal annars um að synja Joe Biden um staðfestingu á kjöri hans sem forseta. Mike Pence var staddur inni í þinghúsinu þegar þúsundir stuðningsmanna Trump ruddust þangað inn daginn örlagaríka, 6. janúar 2021 og stýrði staðfestingu Bandaríkjaþings á kjöri Joe Biden sem forseta sama dag. Á meðan árásinni stóð tísti Trump margsinnis og kallaði eftir því að Repúblikanar myndu „berjast“. Þá hélt því að halda því fram að brögð hefðu verið í tafli í forsetakosningunum og gagnrýndi Pence fyrir að staðfesta kjör Bidens. „Trump hafði alrangt fyrir sér,“ sagði Pence við blaðamenn og gesti á árlegum hátíðarkvöldverði í Washington sem kallaður er Gridiron. Yfirlýsingar um kosningasvindl hafi jafnframt ekki átt við nein rök að styðjast. Mike Pence segir orð Trump hafa ógnað öryggi fjölskyldu sinnar og fleiri í þinghúsinu. „Ég hafði engan rétt til að breyta niðurstöðum kosninganna,“ sagði Pence. Kallað hafi verið eftir því úr innrásarliðinu að hann skyldi hengdur á staðnum. „Það sem gerðist þennan dag var svívirðilegt og það er beinlínis óheiðarlegt að halda öðru fram. Svo lengi sem ég lifi mun ég aldrei gera lítíð úr þeim sem særðust eða létust í árásinni, eða hetjulegri framgöngu lögreglu þennan hörmulega dag,“ sagði Pence. Pence kvaðst jafnframt íhuga að bjóða sig fram í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningar 2024. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Mike Pence fór hörðum orðum um forsetann fyrrverandi á hátíðarkvöldverði í Washington. Segja má að andað hafi köldi milli þeirra tveggja frá því að Pence hafnaði því að fylgja fyrirmælum Trump, meðal annars um að synja Joe Biden um staðfestingu á kjöri hans sem forseta. Mike Pence var staddur inni í þinghúsinu þegar þúsundir stuðningsmanna Trump ruddust þangað inn daginn örlagaríka, 6. janúar 2021 og stýrði staðfestingu Bandaríkjaþings á kjöri Joe Biden sem forseta sama dag. Á meðan árásinni stóð tísti Trump margsinnis og kallaði eftir því að Repúblikanar myndu „berjast“. Þá hélt því að halda því fram að brögð hefðu verið í tafli í forsetakosningunum og gagnrýndi Pence fyrir að staðfesta kjör Bidens. „Trump hafði alrangt fyrir sér,“ sagði Pence við blaðamenn og gesti á árlegum hátíðarkvöldverði í Washington sem kallaður er Gridiron. Yfirlýsingar um kosningasvindl hafi jafnframt ekki átt við nein rök að styðjast. Mike Pence segir orð Trump hafa ógnað öryggi fjölskyldu sinnar og fleiri í þinghúsinu. „Ég hafði engan rétt til að breyta niðurstöðum kosninganna,“ sagði Pence. Kallað hafi verið eftir því úr innrásarliðinu að hann skyldi hengdur á staðnum. „Það sem gerðist þennan dag var svívirðilegt og það er beinlínis óheiðarlegt að halda öðru fram. Svo lengi sem ég lifi mun ég aldrei gera lítíð úr þeim sem særðust eða létust í árásinni, eða hetjulegri framgöngu lögreglu þennan hörmulega dag,“ sagði Pence. Pence kvaðst jafnframt íhuga að bjóða sig fram í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningar 2024.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira