„Ég er ekki frá því að stelpan sé að fara að grípa styttu í kvöld“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2023 20:56 Sara er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Vísir/Ívar Fannar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn, í 95. sinn, í kvöld. Íslenska listakonan Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks og er hún talin sérstaklega sigurstrangleg. Hollywoodstjörnurnar munu ganga rauða dregilinn fyrir óskarsverðlaunahátíðina klukkan ellefu í kvöld en verðlaunaafhendingin sjálf hefst á miðnætti á íslenskum tíma. Kvikmyndin Everything Everywhere all at once er talin sérstaklega sigurstrangleg en hún er tilnefnd til ellefu verðlauna. Önnur mynd sem hefur sópað til sín tilnefningum er Banshees of Inisherin en hún er tilnefnd til níu verðlauna. „Árið í ár er mjög sterkt, í raun og veru sterkara en í fyrra og ég er mjög peppuð yfir því. Mér finnst til dæmis eins og Besta kvikmynd, sem er með tíu kvikmyndum, að það er rosa mikil breidd í þessum flokki. Ég hef varla séð svona breidd áður, “ segir Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas, leikmyndahönnuður, sem mun lýsa hátíðinni í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Hún telur líklegt að Everything Everywhere all at once taki verðlaunin fyrir bestu leikstjórnina og bestu myndina í það minnsta. Í mörgum flokkum sé mjög tvísýnt hver taki verðlaunin, enda árið sérstaklega sterkt. „Mér finnst þetta ekki vera Óskar sem er í hendi. Oft hef ég verið með skjal, sem er með öllum flokkunum og við höfum verið í partýum að haka við [þá sem við teljum sigurvegara]. Þetta er slatti af flokkum og ég hef stundum verið með eitt vittlaust, og það hefur kannski verið Stutt heimildarmyndarflokkurinn eða eitthvað,“ segir Dröfn. Íslenska listakonan Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd til verðlauna í flokknum Besta stutta teiknimyndin, fyrir myndina My Year of Dicks. Hljóti hún verðlaunin verður hún önnur Íslendinga til þess eftir að Hildur Guðnadóttir tók styttuna fyrir bestu tónlistina árið 2020. „Ég held að Íslendingurinn, hún Sara Gunnars, ég finn fyrir töluverðum hita í hlaðvörpum og frá sérfræðingum og það er skriðþungi með myndinni hennar, My Year of Dicks. Ég er ekki frá því að stelpan sé að fara að grípa styttu í kvöld,“ segir Dröfn. Óskarsverðlaunin Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hita upp fyrir Óskarsverðlaunin Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ætla að fylgja lesendum Vísis í gegnum Óskarinn á sunnudaginn. Þær, ásamt Samúel Karli Ólasyni, þjófstörtuðu gleðinni með stórskemmtilegum upphitunarþætti sem sjá má hér að neðan. 11. mars 2023 07:00 Everything Everywhere All At Once ótvíræður sigurvegari SAG Verðlaunahátíð Stéttarfélags bandarískra leikara (SAG) var haldin í gærkvöldi. Leikhópur kvikmyndarinnar Everything Everywhere All At Once fór með sigur af hólmi með því að vinna til ferna verðlauna. 27. febrúar 2023 08:38 „Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“ Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi. 24. janúar 2023 16:04 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Hollywoodstjörnurnar munu ganga rauða dregilinn fyrir óskarsverðlaunahátíðina klukkan ellefu í kvöld en verðlaunaafhendingin sjálf hefst á miðnætti á íslenskum tíma. Kvikmyndin Everything Everywhere all at once er talin sérstaklega sigurstrangleg en hún er tilnefnd til ellefu verðlauna. Önnur mynd sem hefur sópað til sín tilnefningum er Banshees of Inisherin en hún er tilnefnd til níu verðlauna. „Árið í ár er mjög sterkt, í raun og veru sterkara en í fyrra og ég er mjög peppuð yfir því. Mér finnst til dæmis eins og Besta kvikmynd, sem er með tíu kvikmyndum, að það er rosa mikil breidd í þessum flokki. Ég hef varla séð svona breidd áður, “ segir Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas, leikmyndahönnuður, sem mun lýsa hátíðinni í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Hún telur líklegt að Everything Everywhere all at once taki verðlaunin fyrir bestu leikstjórnina og bestu myndina í það minnsta. Í mörgum flokkum sé mjög tvísýnt hver taki verðlaunin, enda árið sérstaklega sterkt. „Mér finnst þetta ekki vera Óskar sem er í hendi. Oft hef ég verið með skjal, sem er með öllum flokkunum og við höfum verið í partýum að haka við [þá sem við teljum sigurvegara]. Þetta er slatti af flokkum og ég hef stundum verið með eitt vittlaust, og það hefur kannski verið Stutt heimildarmyndarflokkurinn eða eitthvað,“ segir Dröfn. Íslenska listakonan Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd til verðlauna í flokknum Besta stutta teiknimyndin, fyrir myndina My Year of Dicks. Hljóti hún verðlaunin verður hún önnur Íslendinga til þess eftir að Hildur Guðnadóttir tók styttuna fyrir bestu tónlistina árið 2020. „Ég held að Íslendingurinn, hún Sara Gunnars, ég finn fyrir töluverðum hita í hlaðvörpum og frá sérfræðingum og það er skriðþungi með myndinni hennar, My Year of Dicks. Ég er ekki frá því að stelpan sé að fara að grípa styttu í kvöld,“ segir Dröfn.
Óskarsverðlaunin Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hita upp fyrir Óskarsverðlaunin Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ætla að fylgja lesendum Vísis í gegnum Óskarinn á sunnudaginn. Þær, ásamt Samúel Karli Ólasyni, þjófstörtuðu gleðinni með stórskemmtilegum upphitunarþætti sem sjá má hér að neðan. 11. mars 2023 07:00 Everything Everywhere All At Once ótvíræður sigurvegari SAG Verðlaunahátíð Stéttarfélags bandarískra leikara (SAG) var haldin í gærkvöldi. Leikhópur kvikmyndarinnar Everything Everywhere All At Once fór með sigur af hólmi með því að vinna til ferna verðlauna. 27. febrúar 2023 08:38 „Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“ Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi. 24. janúar 2023 16:04 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Hita upp fyrir Óskarsverðlaunin Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ætla að fylgja lesendum Vísis í gegnum Óskarinn á sunnudaginn. Þær, ásamt Samúel Karli Ólasyni, þjófstörtuðu gleðinni með stórskemmtilegum upphitunarþætti sem sjá má hér að neðan. 11. mars 2023 07:00
Everything Everywhere All At Once ótvíræður sigurvegari SAG Verðlaunahátíð Stéttarfélags bandarískra leikara (SAG) var haldin í gærkvöldi. Leikhópur kvikmyndarinnar Everything Everywhere All At Once fór með sigur af hólmi með því að vinna til ferna verðlauna. 27. febrúar 2023 08:38
„Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“ Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi. 24. janúar 2023 16:04