Slökkva eldana á BBC: Viðræður ganga vel á milli Lineker og BBC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2023 08:42 Ljósmyndarar og fjölmiðlamenn eltu Gary Lineker út um allt um helgina. Getty/Hollie Adams/ Mál sjónvarpsmannsins Gary Lineker og ósætti hans við yfirmenn sína hjá BBC virðist vera að leysast eftir að allt sauð upp úr um helgina. Samtakamáttur samstarfsmanna Lineker varð til þess, að eftir að hann var settur út í kuldann fyrir ummæli um bresku ríkisstjórnina á samfélagsmiðlum, þá hættu allir sérfræðingar við að mæta í þáttinn þannig að hann var sendur út í mýflugumynd. Talks between #GaryLineker and the #BBC are reportedly moving in the right direction following a second day of the presenter s absence from Match of the Day.Follow for latest update https://t.co/rYVdhf5nKA— The Independent (@Independent) March 13, 2023 Lineker hafði verið sendur í leyfi frá störfum eftir að hafa tjáð sig um útlendingamál í Bretlandi en hann gagnrýndi þá stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks og líkti henni við hugsunarhátt Þjóðverja á tímum Nasista. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur, að tjá sig um pólitísk málefni. Lineker stóð hins vegar fastur á sínu og neitaði að biðjast afsökunar. Talks between Gary Lineker and BBC "moving in right direction" but all issues "not fully resolved", sources say https://t.co/oO3fQPRZj3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 12, 2023 Tim Davie, yfirmaður hjá BBC og sá sem tók þessa ákvörðun um að setja Lineker út í kuldann, þurfti að biðja áskrifendur afsökunar á hvernig hlutirnir fóru um helgina. Einn vinsælasti þátturinn var sendur út án sérfræðinga eða umsjónarmanns. Þátturinn var bara fimmtán mínútur en er vanalega klukkutíma lengri en það. Afleiðingarnar voru ekki bara á Match of the Day þáttinn heldur á alls konar tengda dagskrá á miðlum BBC því allir stóðu fast við bakið á Lineker. Nýjustu fréttir af málinu eru að viðræður milli hans og breska ríkisútvarpsins gangi vel. Samkvæmt frétt á vef BBC þá lítur allt út fyrir það að Lineker komi aftur til starfa og dagskrá þáttarins vinsæla getur þá tekið upp þráðinn og haldið áfram í sömu mynd. Viðræður eru vissulega sagðar ganga mjög vel á milli aðila en einn eigi þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Lineker er fyrrverandi stjörnuframherji enska landsliðsins auk þess að gera flotta hluti með liðum eins og Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur. Hann hefur undanfarin ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja, og er orðinn einn þekktastir og vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. Enski boltinn Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira
Samtakamáttur samstarfsmanna Lineker varð til þess, að eftir að hann var settur út í kuldann fyrir ummæli um bresku ríkisstjórnina á samfélagsmiðlum, þá hættu allir sérfræðingar við að mæta í þáttinn þannig að hann var sendur út í mýflugumynd. Talks between #GaryLineker and the #BBC are reportedly moving in the right direction following a second day of the presenter s absence from Match of the Day.Follow for latest update https://t.co/rYVdhf5nKA— The Independent (@Independent) March 13, 2023 Lineker hafði verið sendur í leyfi frá störfum eftir að hafa tjáð sig um útlendingamál í Bretlandi en hann gagnrýndi þá stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks og líkti henni við hugsunarhátt Þjóðverja á tímum Nasista. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur, að tjá sig um pólitísk málefni. Lineker stóð hins vegar fastur á sínu og neitaði að biðjast afsökunar. Talks between Gary Lineker and BBC "moving in right direction" but all issues "not fully resolved", sources say https://t.co/oO3fQPRZj3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 12, 2023 Tim Davie, yfirmaður hjá BBC og sá sem tók þessa ákvörðun um að setja Lineker út í kuldann, þurfti að biðja áskrifendur afsökunar á hvernig hlutirnir fóru um helgina. Einn vinsælasti þátturinn var sendur út án sérfræðinga eða umsjónarmanns. Þátturinn var bara fimmtán mínútur en er vanalega klukkutíma lengri en það. Afleiðingarnar voru ekki bara á Match of the Day þáttinn heldur á alls konar tengda dagskrá á miðlum BBC því allir stóðu fast við bakið á Lineker. Nýjustu fréttir af málinu eru að viðræður milli hans og breska ríkisútvarpsins gangi vel. Samkvæmt frétt á vef BBC þá lítur allt út fyrir það að Lineker komi aftur til starfa og dagskrá þáttarins vinsæla getur þá tekið upp þráðinn og haldið áfram í sömu mynd. Viðræður eru vissulega sagðar ganga mjög vel á milli aðila en einn eigi þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Lineker er fyrrverandi stjörnuframherji enska landsliðsins auk þess að gera flotta hluti með liðum eins og Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur. Hann hefur undanfarin ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja, og er orðinn einn þekktastir og vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar.
Enski boltinn Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira