Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2023 23:39 Trump tengir gagnrýni Pence á framgöngu sína 6. janúar 2021 við að honum vegni ekki nógu vel í aðdraganda forvals repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. AP/Alex Brandon Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Stuðningsmenn Trumps börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í þinghúsið í Washington-borg til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna sem Trump tapaði fyrir Joe Biden 6. janúar árið 2021. Trump og bandamenn hans höfðu haldið á lofti fjarstæðukenndri kenningu um að Pence varaforseti gæti ákveðið upp á sitt einsdæmi að hafna úrslitunum. Pence, sem hyggur sjálfur á forsetaframboð árið 2024, sagði á viðburði um helgina að sagan ætti eftir að dæma Trump fyrir árás stuðningsmanna hans á þinghúsið sem kostaði nokkur mannslíf. Trump hafi gert rangt með því að biðja sig um að snúa við úrslitum kosninganna. Forsetinn hefði jafnframt sett varaforsetann og fjölskyldu hans í hættu með orðum sínum. Stuðningsmenn Trump settu meðal annars upp gálga fyrir utan þinghúsið og kyrjuðu um að hengja Mike Pence.Vísir/EPA „Á margan hátt má kenna honum um 6. janúar“ Trump gaf frat í þau orð Pence þegar hann ræddi við fréttamenn um borð í flugvél á leið til Iowa í dag, að sögn Washington Post. Það er fyrsta heimsókn Trumps til ríkisins sem er eitt þeirra fyrstu sem kýs í forvali Repúblikanaflokksins frá því að hann lýsti yfir framboði til forseta í haust. „Hefði hann sent atkvæðin aftur til ríkisþinganna þá hefðu vandræðin 6. janúar ekki orðið þannig að á margan hátt má kenna honum um 6. janúar,“ sagði Trump og vísaði þar til ráðabruggs hans um að Pence hafnaði kjörmönnum nokkurra lykilríkja sem Biden vann og léti ríkisþing sem repúblikanar stjórnuðu í reynd ráða úrslitunum. Tengdi Trump gagnrýni Pence við að þeim síðarnefnda yrði ekki mikið ágegnt í skoðanakönnunum um mögulega frambjóðendur í forvali repúblikana. Pence hefur ekki lýst formlega yfir framboði en er talinn stefni að því leynt og ljóst. „Ég býst við að hann hafi komist að því að það virkaði ekki að vera vinalegur. En þið vitið að hann er þarna í kosningabaráttu og hann reynir mikið. Og hann er góður maður, ég þekki hann, ég átti í mjög góðu sambandi við hann þar til í lokin,“ sagði Trump. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar enn árásina á þinghúsið. Hann stefndi Pence til að bera vitni en fyrrverandi varaforsetinn segist ætla að gera allt sem hann getur til þess að komast hjá því. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Stuðningsmenn Trumps börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í þinghúsið í Washington-borg til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna sem Trump tapaði fyrir Joe Biden 6. janúar árið 2021. Trump og bandamenn hans höfðu haldið á lofti fjarstæðukenndri kenningu um að Pence varaforseti gæti ákveðið upp á sitt einsdæmi að hafna úrslitunum. Pence, sem hyggur sjálfur á forsetaframboð árið 2024, sagði á viðburði um helgina að sagan ætti eftir að dæma Trump fyrir árás stuðningsmanna hans á þinghúsið sem kostaði nokkur mannslíf. Trump hafi gert rangt með því að biðja sig um að snúa við úrslitum kosninganna. Forsetinn hefði jafnframt sett varaforsetann og fjölskyldu hans í hættu með orðum sínum. Stuðningsmenn Trump settu meðal annars upp gálga fyrir utan þinghúsið og kyrjuðu um að hengja Mike Pence.Vísir/EPA „Á margan hátt má kenna honum um 6. janúar“ Trump gaf frat í þau orð Pence þegar hann ræddi við fréttamenn um borð í flugvél á leið til Iowa í dag, að sögn Washington Post. Það er fyrsta heimsókn Trumps til ríkisins sem er eitt þeirra fyrstu sem kýs í forvali Repúblikanaflokksins frá því að hann lýsti yfir framboði til forseta í haust. „Hefði hann sent atkvæðin aftur til ríkisþinganna þá hefðu vandræðin 6. janúar ekki orðið þannig að á margan hátt má kenna honum um 6. janúar,“ sagði Trump og vísaði þar til ráðabruggs hans um að Pence hafnaði kjörmönnum nokkurra lykilríkja sem Biden vann og léti ríkisþing sem repúblikanar stjórnuðu í reynd ráða úrslitunum. Tengdi Trump gagnrýni Pence við að þeim síðarnefnda yrði ekki mikið ágegnt í skoðanakönnunum um mögulega frambjóðendur í forvali repúblikana. Pence hefur ekki lýst formlega yfir framboði en er talinn stefni að því leynt og ljóst. „Ég býst við að hann hafi komist að því að það virkaði ekki að vera vinalegur. En þið vitið að hann er þarna í kosningabaráttu og hann reynir mikið. Og hann er góður maður, ég þekki hann, ég átti í mjög góðu sambandi við hann þar til í lokin,“ sagði Trump. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar enn árásina á þinghúsið. Hann stefndi Pence til að bera vitni en fyrrverandi varaforsetinn segist ætla að gera allt sem hann getur til þess að komast hjá því.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20