Kirkjugarður í Wales varð að vígvelli Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2023 09:54 Fólk átti fótum sínum fjör að launa er átökin fóru fram í kirkjugarðinum í Swansea síðasta sumar. Nýlega opinberað myndband sýnir hvernig hópur manna barðist með hömrum, kylfum, hnífum, öxum og sveðjum í Morriston kirkjugarðinum í Swansea í Wales í fyrra. Þrettán hafa verið dæmdir vegna átakanna en þau leiddu til þess að nokkrir særðust alvarlega, jarðarfarir voru truflaðar og legsteinar skemmdir. Kalla þurfti vopnaða lögregluþjóna til og voru margir handteknir. Átökin eru rakin til erja nokkurra fjölskyldna í Wales. Í frétt BBC frá því í febrúar segir að meðlimir tveggja fjölskyldna, Coffey og O'Brian, hafi verið í kirkjugarðinum vegna athafnar þegar verið var að blessa legstein Michael og Margaret O'Brian. Svo virðist sem að menn úr tveimur öðrum fjölskyldum, Murphy og Thomas, hafi ráðist á fólk á athöfninni. Í frétt Wales Online segir að þrír af mönnunum hafi truflað athöfn í kapellu í kirkjugarðinum með því að hlaupa þar inn, hrækja á gólfið, drekka vatn úr vasa og fela vopn meðal kransanna sem borist höfðu vegna athafnarinnar. Fyrst reyndu þeir þó að afmá fingraför sín af vopninu. Fólk í kirkjugarðinum átti fótum sínum fjör að launa og þurftu margir að forðast það að verða fyrir bílum sem ekið var um á miklum hraða. WO hefur eftir þeim sem leiddi rannsókn lögreglunnar að það hafi verið mikil heppni að enginn hafi dáið í átökunum eða vegna þeirra. Þá segir hann að miklu púðri hafi verið varið í að rannsaka málið og púsla saman hvað gerðist þennan dag. Meðal annars var notast við myndefni úr myndavélum úr bílum sem skildir voru eftir í kirkjugarðinum en einnig var leitað að fingraförum og blóði í þessum bílum. Þar að auki tóku vitni fjölmörg myndbönd og var einnig notast við myndefni úr öryggismyndavélum. Myndbönd sem fjölmiðlar ytra hafa sett saman úr myndefni frá lögreglunni má sjá hér að neðan. Several people have been jailed after taking part in a brawl in a south Wales cemetery involving machetes, hammers and a baseball bat Find more videos: https://t.co/8xyWy2cBPY pic.twitter.com/aa0gzKlPjo— Sky News (@SkyNews) March 13, 2023 Wales Erlend sakamál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Kalla þurfti vopnaða lögregluþjóna til og voru margir handteknir. Átökin eru rakin til erja nokkurra fjölskyldna í Wales. Í frétt BBC frá því í febrúar segir að meðlimir tveggja fjölskyldna, Coffey og O'Brian, hafi verið í kirkjugarðinum vegna athafnar þegar verið var að blessa legstein Michael og Margaret O'Brian. Svo virðist sem að menn úr tveimur öðrum fjölskyldum, Murphy og Thomas, hafi ráðist á fólk á athöfninni. Í frétt Wales Online segir að þrír af mönnunum hafi truflað athöfn í kapellu í kirkjugarðinum með því að hlaupa þar inn, hrækja á gólfið, drekka vatn úr vasa og fela vopn meðal kransanna sem borist höfðu vegna athafnarinnar. Fyrst reyndu þeir þó að afmá fingraför sín af vopninu. Fólk í kirkjugarðinum átti fótum sínum fjör að launa og þurftu margir að forðast það að verða fyrir bílum sem ekið var um á miklum hraða. WO hefur eftir þeim sem leiddi rannsókn lögreglunnar að það hafi verið mikil heppni að enginn hafi dáið í átökunum eða vegna þeirra. Þá segir hann að miklu púðri hafi verið varið í að rannsaka málið og púsla saman hvað gerðist þennan dag. Meðal annars var notast við myndefni úr myndavélum úr bílum sem skildir voru eftir í kirkjugarðinum en einnig var leitað að fingraförum og blóði í þessum bílum. Þar að auki tóku vitni fjölmörg myndbönd og var einnig notast við myndefni úr öryggismyndavélum. Myndbönd sem fjölmiðlar ytra hafa sett saman úr myndefni frá lögreglunni má sjá hér að neðan. Several people have been jailed after taking part in a brawl in a south Wales cemetery involving machetes, hammers and a baseball bat Find more videos: https://t.co/8xyWy2cBPY pic.twitter.com/aa0gzKlPjo— Sky News (@SkyNews) March 13, 2023
Wales Erlend sakamál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira